Olíufundur við Grænland skapar tækifæri fyrir Íslendinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. september 2010 18:45 Iðnaðarráðherra segir að olíufundur við vesturströnd Grænlands geti skapað tækifæri fyrir Íslendinga í þjónustu við vinnslu á olíu á svæðinu. Þá verður samstarf við Norðmenn aukið vegna hugsanlegrar olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Breskt olíufélag Cairns Energy fann olíu við vesturströnd Grænlands í ágúst síðastliðnum. Frá því var greint í morgun að tvenns konar tegundir olíu hefðu fundist, en ekkert bendir til annars en að olían þarna sé í vinnanlegu magni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir olíufundinn geta haft margvíslegar jákvæðar afleiðingar fyrir okkur Íslendinga. „Það er alveg ljóst að það eru möguleikar í því að við getum verið að þjónusta þá starfsemi sem þarna fer af stað og að því leytinu til geta þetta verið mjög jákvæðar fréttir fyrir okkur Íslendinga. Og við höfum nú þegar, fyrir vestan, verið að horfa til þess að bjóða fram þjónustusvæði fyrir þessa vinnslu að einhverju leyti, ekki vinnsluna sjálfa, heldur starfsemina," segir Katrín. Iðnaðarráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett sig í samband við grænlensku landsstjórnina vegna málsins enn, hins vegar sé gott samstarf milli Íslands og nágrannalanda á þessu sviði gegnum Orkustofnun. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið svokallaða úti fyrir Norðurlandi. Iðnaðarráðherra mun funda með Orkustofnun í þessari viku vegna aukins samstarfs við Norðmenn í tengslum við hugsanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal þess sem rætt verður eru ýmis öryggismál í olíuvinnslu vegna þeirra álitaefna sem komið hafa upp í kjölfar slyssins í Mexíkóflóa. Þá verða skattamál einnig á dagskránni. „Við erum að þétta samstarfið (við Norðmenn innsk. blm) þegar kemur að öryggismálum en einnig að þétta samstarfið þegar kemur að skattlagningu vegna þess að það er mikilvægt að við séum samkeppnishæf í samanburði við Norðmenn á svæðinu. Þannig að við erum að stíga skrefin í nánara samstarfi við Norðmenn," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. Tengdar fréttir Grænlendinga dreymir um nýtt olíuævintýri Grænlendinga dreymir nú um nýtt olíuævintýri sem gæti leitt til þess að landið yrði fjárhagslega sjálfstætt frá Danmörku. 9. ágúst 2010 07:50 Grænland datt í lukkupottinn Fréttir í gær um að gas hefði fundist undan ströndum Grænlands og vísbendingar um olíu eru taldar auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja að hefja olíuleit allt í kringum þetta næsta nágrannaríki Íslands. 25. ágúst 2010 12:07 Skotar finna olíu við Grænland Skoska olíufélagið Cairns hefur fundið olíu undan vesturströnd Grænlands. Þetta er í fyrsta sinn sem olía finnst við Grænland en áður hafði Cairns fundið gas á sömu slóðum. 21. september 2010 08:23 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir að olíufundur við vesturströnd Grænlands geti skapað tækifæri fyrir Íslendinga í þjónustu við vinnslu á olíu á svæðinu. Þá verður samstarf við Norðmenn aukið vegna hugsanlegrar olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Breskt olíufélag Cairns Energy fann olíu við vesturströnd Grænlands í ágúst síðastliðnum. Frá því var greint í morgun að tvenns konar tegundir olíu hefðu fundist, en ekkert bendir til annars en að olían þarna sé í vinnanlegu magni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir olíufundinn geta haft margvíslegar jákvæðar afleiðingar fyrir okkur Íslendinga. „Það er alveg ljóst að það eru möguleikar í því að við getum verið að þjónusta þá starfsemi sem þarna fer af stað og að því leytinu til geta þetta verið mjög jákvæðar fréttir fyrir okkur Íslendinga. Og við höfum nú þegar, fyrir vestan, verið að horfa til þess að bjóða fram þjónustusvæði fyrir þessa vinnslu að einhverju leyti, ekki vinnsluna sjálfa, heldur starfsemina," segir Katrín. Iðnaðarráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett sig í samband við grænlensku landsstjórnina vegna málsins enn, hins vegar sé gott samstarf milli Íslands og nágrannalanda á þessu sviði gegnum Orkustofnun. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið svokallaða úti fyrir Norðurlandi. Iðnaðarráðherra mun funda með Orkustofnun í þessari viku vegna aukins samstarfs við Norðmenn í tengslum við hugsanlega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal þess sem rætt verður eru ýmis öryggismál í olíuvinnslu vegna þeirra álitaefna sem komið hafa upp í kjölfar slyssins í Mexíkóflóa. Þá verða skattamál einnig á dagskránni. „Við erum að þétta samstarfið (við Norðmenn innsk. blm) þegar kemur að öryggismálum en einnig að þétta samstarfið þegar kemur að skattlagningu vegna þess að það er mikilvægt að við séum samkeppnishæf í samanburði við Norðmenn á svæðinu. Þannig að við erum að stíga skrefin í nánara samstarfi við Norðmenn," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.
Tengdar fréttir Grænlendinga dreymir um nýtt olíuævintýri Grænlendinga dreymir nú um nýtt olíuævintýri sem gæti leitt til þess að landið yrði fjárhagslega sjálfstætt frá Danmörku. 9. ágúst 2010 07:50 Grænland datt í lukkupottinn Fréttir í gær um að gas hefði fundist undan ströndum Grænlands og vísbendingar um olíu eru taldar auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja að hefja olíuleit allt í kringum þetta næsta nágrannaríki Íslands. 25. ágúst 2010 12:07 Skotar finna olíu við Grænland Skoska olíufélagið Cairns hefur fundið olíu undan vesturströnd Grænlands. Þetta er í fyrsta sinn sem olía finnst við Grænland en áður hafði Cairns fundið gas á sömu slóðum. 21. september 2010 08:23 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Grænlendinga dreymir um nýtt olíuævintýri Grænlendinga dreymir nú um nýtt olíuævintýri sem gæti leitt til þess að landið yrði fjárhagslega sjálfstætt frá Danmörku. 9. ágúst 2010 07:50
Grænland datt í lukkupottinn Fréttir í gær um að gas hefði fundist undan ströndum Grænlands og vísbendingar um olíu eru taldar auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja að hefja olíuleit allt í kringum þetta næsta nágrannaríki Íslands. 25. ágúst 2010 12:07
Skotar finna olíu við Grænland Skoska olíufélagið Cairns hefur fundið olíu undan vesturströnd Grænlands. Þetta er í fyrsta sinn sem olía finnst við Grænland en áður hafði Cairns fundið gas á sömu slóðum. 21. september 2010 08:23