Viðskipti innlent

Olíuævintýrið formlega hafið

JHH skrifar
Guðn Jóhannesson orkumálastjóri, í miðið, undirritar leyfið að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra og Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs.
Guðn Jóhannesson orkumálastjóri, í miðið, undirritar leyfið að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra og Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs. Mynd/ Stefán.
Orkustofnun gefur út sín fyrstu tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu í dag. Það eru fyrirtækin Faroe Petroleum Norge AS, útibús á Íslandi og Íslensk Kolvetni ehf. og Petero sem hljóta leyfin annars vegar. Hins vegar er það Valiant Petroleum ehf., Kolvetnis ehf., og Petoro sem hlýtur leyfi.

Norski olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe er hér á landi og var viðstaddur undirritun sérleyfanna í morgun. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri voru líka viðstaddir undirritun leyfanna, en undirritunin fór fram klukkan tíu í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×