Ólíðandi að hjólreiðamenn verði fyrir árásum Una Sighvatsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 21:00 Garðar Þór Magnússon var að hjóla heim frá vinnu á sjötta tímanum í gær þegar hann varð þess var á síðustu stundi að snæri var strengt þvert yfir brúna við Kópavogslæk. Annar hjólreiðamaður var þar fyrir að reyna að losa niður snærið. „Ég næ ekkert að bremsa, ég næ bara að beygja mig og finn spottann fara í hjálminn og eftir bakinu á mér. Svo sný ég við þegar ég kem hér út af brúnni og hjálpa fólkinu að skera niður spottann," segir Garðar Þór.Strengt í höfuðhæð Ofan af Kópavogshálsinum kemur fjöldi hjólreiðamenn á háannatíma, sumir á allt að 20-30 km hraða. Því má rétt ímynda sér afleiðingarnar af því að lenda á strengdu snæri, í höfuð- eða brjósthæð, á slíkri ferð. „Það er ljótt að segja, en það gæti orðið bara afhöfðun ef maður lendir á þessu,“ segir Garðar sem var skiljanlega brugðið. „Þegar ég kom heim þá bara sauð á mér, ég var foxillur yfir þessu alveg. Þetta er ekki í fyrsta sinn hérna í Kópavogi sem þetta gerist. Ég veit ekki hvað skal gera til þess að koma í veg fyrir þetta."Vegfarendur hvattir til að tilkynna lögreglu Að minnsta kosti þrjú önnur dæmi hafa komið upp í sumar þar sem snæri hafa verið strengd yfir stíga með þessum hætti. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og biður vegfarendur að tilkynna um öll slík tilfelli. Fyrir tveimur árum slasaðist hjólreiðamaður illa þegar hann lenti á vír sem hafði verið strengdur yfir brú við ósa Elliðaár. Sjá einnig: Telur sig hafa sloppið vel frá því að hjóla á vír við ElliðaárGangandi og hjólandi í sátt og samlyndi Hjólreiðar hafa aukist mjög síðustu ár og Garðar Þór segir að umferðarmenningin verði að vera þannig að gangandi og hjólandi séu í sátt og samlyndi. Hinsvegar sé ólíðandi að hjólreiðamenn þurfi að búa við hættu af árásum frá samborgurum sínum. „Maður á stundum fullt í fangi með að gæta sín á bílunum og hundunum, svo bætast spottarnir við. Það er ekki eitthvað sem maður vill sjá í þessu." Tengdar fréttir Taug strengd yfir hjólastíg í Kópavogi Litlu munaði að illa færi. 20. júní 2016 11:37 Vír strengdur yfir brú á hjólastíg í Kópavogi: Lögreglan lítur málið alvarlegum augum Búið var að strengja vír yfir brú í Kórahverfi í Kópavogi þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur fara um þegar Elín Áslaug Ásgeirsdóttir fór þar um í morgun. 23. júní 2016 14:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Garðar Þór Magnússon var að hjóla heim frá vinnu á sjötta tímanum í gær þegar hann varð þess var á síðustu stundi að snæri var strengt þvert yfir brúna við Kópavogslæk. Annar hjólreiðamaður var þar fyrir að reyna að losa niður snærið. „Ég næ ekkert að bremsa, ég næ bara að beygja mig og finn spottann fara í hjálminn og eftir bakinu á mér. Svo sný ég við þegar ég kem hér út af brúnni og hjálpa fólkinu að skera niður spottann," segir Garðar Þór.Strengt í höfuðhæð Ofan af Kópavogshálsinum kemur fjöldi hjólreiðamenn á háannatíma, sumir á allt að 20-30 km hraða. Því má rétt ímynda sér afleiðingarnar af því að lenda á strengdu snæri, í höfuð- eða brjósthæð, á slíkri ferð. „Það er ljótt að segja, en það gæti orðið bara afhöfðun ef maður lendir á þessu,“ segir Garðar sem var skiljanlega brugðið. „Þegar ég kom heim þá bara sauð á mér, ég var foxillur yfir þessu alveg. Þetta er ekki í fyrsta sinn hérna í Kópavogi sem þetta gerist. Ég veit ekki hvað skal gera til þess að koma í veg fyrir þetta."Vegfarendur hvattir til að tilkynna lögreglu Að minnsta kosti þrjú önnur dæmi hafa komið upp í sumar þar sem snæri hafa verið strengd yfir stíga með þessum hætti. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og biður vegfarendur að tilkynna um öll slík tilfelli. Fyrir tveimur árum slasaðist hjólreiðamaður illa þegar hann lenti á vír sem hafði verið strengdur yfir brú við ósa Elliðaár. Sjá einnig: Telur sig hafa sloppið vel frá því að hjóla á vír við ElliðaárGangandi og hjólandi í sátt og samlyndi Hjólreiðar hafa aukist mjög síðustu ár og Garðar Þór segir að umferðarmenningin verði að vera þannig að gangandi og hjólandi séu í sátt og samlyndi. Hinsvegar sé ólíðandi að hjólreiðamenn þurfi að búa við hættu af árásum frá samborgurum sínum. „Maður á stundum fullt í fangi með að gæta sín á bílunum og hundunum, svo bætast spottarnir við. Það er ekki eitthvað sem maður vill sjá í þessu."
Tengdar fréttir Taug strengd yfir hjólastíg í Kópavogi Litlu munaði að illa færi. 20. júní 2016 11:37 Vír strengdur yfir brú á hjólastíg í Kópavogi: Lögreglan lítur málið alvarlegum augum Búið var að strengja vír yfir brú í Kórahverfi í Kópavogi þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur fara um þegar Elín Áslaug Ásgeirsdóttir fór þar um í morgun. 23. júní 2016 14:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Vír strengdur yfir brú á hjólastíg í Kópavogi: Lögreglan lítur málið alvarlegum augum Búið var að strengja vír yfir brú í Kórahverfi í Kópavogi þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur fara um þegar Elín Áslaug Ásgeirsdóttir fór þar um í morgun. 23. júní 2016 14:30