Ólafur Þ. Stephensen ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins 24. febrúar 2010 09:42 Mynd/Anton Brink Ritstjóraskipti verða á Fréttablaðinu í dag. Jón Kaldal, sem verið hefur ritstjóri frá árinu 2007, lætur af störfum. Við starfinu tekur Ólafur Þ. Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og 24 stunda. Auk þess að sinna ritstjórn Fréttablaðsins mun Ólafur vinna að því að auka samstarf fréttaritstjórna 365 miðla.Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að tvenns konar áherslur liggi að baki breytingunni; efling Fréttablaðsins sem helsta dagblaðs landsins og það markmið að styrkja samvinnu fjölmiðla fyrirtækisins. „Fréttablaðið hefur náð gífurlegum árangri á undanförnum árum. Við viljum byggja á þeim árangri og ná enn lengra. Við viljum líka láta reyna á að þróa frekar samvinnu milli miðla 365 í fréttaöflun og -vinnslu. Við teljum, að öllum öðrum ólöstuðum, að Ólafur Stephensen sé hæfasti maðurinn sem við getum fengið í það verkefni. Jóni Kaldal vil ég þakka störf hans í þágu Fréttablaðsins, hann hefur átt drjúgan þátt í árangri blaðsins á undanförnum árum."„Ég lít á starfið hjá Fréttablaðinu sem frábært tækifæri til að vinna áfram við blaðamennsku. Fréttablaðið á mikil sóknarfæri á blaðamarkaðnum að mínu mati og ég hlakka til að taka þátt í að nýta þau tækifæri," segir Ólafur Þ. Stephensen. „Útbreiðsla Fréttablaðsins er einstök og blaðið nýtur vaxandi trausts hjá lesendum sínum. Ég lít á það sem mitt meginhlutverk að efla það traust enn frekar með faglegum og metnaðarfullum fréttaflutningi."Ólafur Þ. Stephensen er 41 árs og hefur starfað við blaðamennsku og tengd störf frá 1987. Hann var ritstjóri Morgunblaðsins 2008-2009 og ritstýrði þar áður fríblaðinu 24 stundum. Hann var aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins um sjö ára skeið og áður blaðamaður þess í meira en áratug. Hann var forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Símans 1998-2000 og forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins 2000-2001. Ólafur er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc-gráðu í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics and Political Science. Þá hefur hann í vetur lagt stund á diplómanám við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona á Spáni. Ólafur er kvæntur Halldóru Traustadóttur, forstöðumanni reksturs útibúa hjá Íslandsbanka. Þau eiga þrjú börn. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Ritstjóraskipti verða á Fréttablaðinu í dag. Jón Kaldal, sem verið hefur ritstjóri frá árinu 2007, lætur af störfum. Við starfinu tekur Ólafur Þ. Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og 24 stunda. Auk þess að sinna ritstjórn Fréttablaðsins mun Ólafur vinna að því að auka samstarf fréttaritstjórna 365 miðla.Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að tvenns konar áherslur liggi að baki breytingunni; efling Fréttablaðsins sem helsta dagblaðs landsins og það markmið að styrkja samvinnu fjölmiðla fyrirtækisins. „Fréttablaðið hefur náð gífurlegum árangri á undanförnum árum. Við viljum byggja á þeim árangri og ná enn lengra. Við viljum líka láta reyna á að þróa frekar samvinnu milli miðla 365 í fréttaöflun og -vinnslu. Við teljum, að öllum öðrum ólöstuðum, að Ólafur Stephensen sé hæfasti maðurinn sem við getum fengið í það verkefni. Jóni Kaldal vil ég þakka störf hans í þágu Fréttablaðsins, hann hefur átt drjúgan þátt í árangri blaðsins á undanförnum árum."„Ég lít á starfið hjá Fréttablaðinu sem frábært tækifæri til að vinna áfram við blaðamennsku. Fréttablaðið á mikil sóknarfæri á blaðamarkaðnum að mínu mati og ég hlakka til að taka þátt í að nýta þau tækifæri," segir Ólafur Þ. Stephensen. „Útbreiðsla Fréttablaðsins er einstök og blaðið nýtur vaxandi trausts hjá lesendum sínum. Ég lít á það sem mitt meginhlutverk að efla það traust enn frekar með faglegum og metnaðarfullum fréttaflutningi."Ólafur Þ. Stephensen er 41 árs og hefur starfað við blaðamennsku og tengd störf frá 1987. Hann var ritstjóri Morgunblaðsins 2008-2009 og ritstýrði þar áður fríblaðinu 24 stundum. Hann var aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins um sjö ára skeið og áður blaðamaður þess í meira en áratug. Hann var forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Símans 1998-2000 og forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins 2000-2001. Ólafur er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc-gráðu í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics and Political Science. Þá hefur hann í vetur lagt stund á diplómanám við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona á Spáni. Ólafur er kvæntur Halldóru Traustadóttur, forstöðumanni reksturs útibúa hjá Íslandsbanka. Þau eiga þrjú börn.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir