Ólafur Stefánsson verður aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2015 15:03 Ólafur Stefánsson. Vísir/AFP Aron Kristjánsson, karlalandsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið tuttugu manna landsliðshóp fyrir leikina á móti Serbíu nú í lok mánaðarins sem eru í riðlakeppninni fyrir EM 2016. Liðið kemur saman til æfinga 27. apríl en leikir við Serba verða 29. apríl í Laugardalshöllinni og 3. maí í Serbíu. Aron velur tvo unga nýliða í hópinn eða þá Egil Magnússon úr Stjörnunni og Pétur Júníusson úr Aftureldingu. Ólafur Indriði Stefánsson, einn leikreyndasti og dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, verður í þjálfarateymi Arons Kristjánsson, landsliðsþjálfara, í komandi verkefnum og tekur þar sæti Erlings Richardssonar. Erlingur tekur sem kunnugt er við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Füsche Berlin í sumar og hefur ekki verið með landsliðinu síðan á æfingamóti fyrir HM og vill HSÍ nota tækifærið og þakka Erlingi fyrir þann tíma sem hann var með karlalandsliðinu og óska honum jafnframt góðs gengis í nýju verkefni. Ólafur mun einnig spila stórt hlutverk í Afrekshópum HSÍ, sem hleypt verður af stokkunum innan skamms. Þessum afrekshópum er ætlað að efla, bæta og þróa unga leikmenn, bæði í karla- og kvennaflokki, og stytta leið þeirra að A-landsliðum. Reynsla Ólafs og þekking eru dýrmæt í þessu samhengi og endurkoma hans að A-landsliðinu gerir það að verkum að hann getur miðlað þeim áhersluatriðum sem unnið er með hjá landsliðinu beint til afrekshópanna.Íslenski landsliðshópurinn:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball ClubAðrir leikmenn: Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen Arnór Atlason, St. Raphael Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club Aron Pálmarson, THW Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes Bjarki Már Gunnarsson, Aue Egill Magnússon, Stjarnan Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach Kári Kristján Kristjánsson, Valur Ólafur Guðmundsson, TSV Hannover-Burgdorf Pétur Júníusson, Afturelding Róbert Gunnarsson, Paris Handball Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Aron Kristjánsson, karlalandsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið tuttugu manna landsliðshóp fyrir leikina á móti Serbíu nú í lok mánaðarins sem eru í riðlakeppninni fyrir EM 2016. Liðið kemur saman til æfinga 27. apríl en leikir við Serba verða 29. apríl í Laugardalshöllinni og 3. maí í Serbíu. Aron velur tvo unga nýliða í hópinn eða þá Egil Magnússon úr Stjörnunni og Pétur Júníusson úr Aftureldingu. Ólafur Indriði Stefánsson, einn leikreyndasti og dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, verður í þjálfarateymi Arons Kristjánsson, landsliðsþjálfara, í komandi verkefnum og tekur þar sæti Erlings Richardssonar. Erlingur tekur sem kunnugt er við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Füsche Berlin í sumar og hefur ekki verið með landsliðinu síðan á æfingamóti fyrir HM og vill HSÍ nota tækifærið og þakka Erlingi fyrir þann tíma sem hann var með karlalandsliðinu og óska honum jafnframt góðs gengis í nýju verkefni. Ólafur mun einnig spila stórt hlutverk í Afrekshópum HSÍ, sem hleypt verður af stokkunum innan skamms. Þessum afrekshópum er ætlað að efla, bæta og þróa unga leikmenn, bæði í karla- og kvennaflokki, og stytta leið þeirra að A-landsliðum. Reynsla Ólafs og þekking eru dýrmæt í þessu samhengi og endurkoma hans að A-landsliðinu gerir það að verkum að hann getur miðlað þeim áhersluatriðum sem unnið er með hjá landsliðinu beint til afrekshópanna.Íslenski landsliðshópurinn:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball ClubAðrir leikmenn: Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen Arnór Atlason, St. Raphael Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club Aron Pálmarson, THW Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes Bjarki Már Gunnarsson, Aue Egill Magnússon, Stjarnan Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach Kári Kristján Kristjánsson, Valur Ólafur Guðmundsson, TSV Hannover-Burgdorf Pétur Júníusson, Afturelding Róbert Gunnarsson, Paris Handball Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira