Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2016 13:15 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun ekki bjóða sig fram til forseta að nýju. Ólafur Ragnar greindi frá þessu í nýársávarpi sínu nú fyrir stundu. Forsetinn sagði að væri hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forsetans á aðrar herðar og því hefði hann ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Hann sagði þó að kraftar hans yrðu þó áfram helgaðir baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Rökstuðningur forsetans Ólafur Ragnar sagði að þjóðinni hefði þrátt fyrir allt miðað vel frá því að hann og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fluttust á Bessastaði árið 1996. Þjóðin hefði leyst úr flestum þrautum sem vegferðin hefur fært henni í hendur. „Sú óvissa sem fyrir nokkrum árum mótaði afstöðu margra til forsetakjörsins sem þá var í vændum er ekki lengur fyrir hendi. Átökum við Evrópuríki í hinu svonefnda Icesave máli lauk með fullnaðarsigri Íslendinga, bæði í krafti þjóðaratkvæðagreiðslna og úrskurðar EFTA dómstóls. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, áformin um grundvallarbreytingar á fullveldi Íslands, hafa verið lögð til hliðar og allir flokkar á Alþingi heita því nú að aldrei verði aftur lagt í slíka vegferðnema þjóðin heimili það fyrst í sérstakri atkvæðagreiðslu. Uppgjör vegna hinna föllnu banka og afnám hafta í viðskiptum við önnur lönd eru senn í höfn; breið samstaða bæði innan þings og utan um lokaáfanga á þeirri braut. Deilurnar um uppstokkun á stjórnskipun landsins hafa vikið fyrir sátt um að velja heldur einstaka þætti sem njóta myndu víðtæks stuðnings; setja í forgang ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðareign á auðlindum. Sú margþætta óvissa sem fyrir fjórum árum leiddi til áskorana um að ég gegndi áfram embætti forseta mótar því blessunarlega ekki lengur stöðu okkar Íslendinga. Því er niðurstaðan sem ég lýsti hér á nýársdag 2012 enn frekar í gildi nú: „að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum.“ Margir hafa þó á undanförnum mánuðum í samræðum, með orðsendingum eða bréfum höfðað til skyldu minnar og áréttað að enn ríki óvissa á ýmsum sviðum, einkum varðandi skipan Alþingis og ríkisvalds á komandi árum. Ég met mikils traustið sem allt það góða fólk sýnir mér en bið það og landsmenn alla að íhuga vel lýsinguna á kjörstöðu Íslands sem ég hef í dag gert að meginboðskap. Í ljósi hennar og á grundvelli lýðræðisins sem er okkar aðalsmerki finnast mér blasa við hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forseta á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs. Nú er góður tími fyrir þjóðina að ganga með nýjum hætti til ákvörðunar um forseta; sess Íslands og innviðir þjóðlífsins eru traustari en um langan tíma. Þótt annar muni halda um forsetastýrið verð ég áfram reiðubúinn að sinna verkum á þjóðarskútu okkar Íslendinga; er á engan hátt að hverfa frá borði; verð ætíð fús að leggjast með öðrum á árar,“ sagði forsetinn.Forsetakosningar 25. júní Fimmta kjörtímabil Ólafs Ragnars rennur út í júlílok á þessu ári og verða forsetakosningar haldnar þann 25. júní 2016. Hann er fimmti forseti lýðveldisins, var fyrst kjörinn árið 1996 og hefur því setið á stóli forseta í tæp tuttugu ár. Í nýlegri skoðanakönnun MMR sem birist í síðustu viku sögðust um 48 prósent aðspurðra ánægð með störf Ólafs Ragnars í embætti forseta. 25 prósent sögðust óánægð en um 27 prósent sögðust hvorki vera ánægð né óánægð með störf hans. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir 48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31 Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Búist er við að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi upp í nýársávarpi sínu hvort hann bjóði sig fram til forseta næsta sumar. Guðni Th. Jóhannesson segir þá sem fylgst hafa með Ólafi telja líklegra að hann láti gott heita. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun ekki bjóða sig fram til forseta að nýju. Ólafur Ragnar greindi frá þessu í nýársávarpi sínu nú fyrir stundu. Forsetinn sagði að væri hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forsetans á aðrar herðar og því hefði hann ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Hann sagði þó að kraftar hans yrðu þó áfram helgaðir baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Rökstuðningur forsetans Ólafur Ragnar sagði að þjóðinni hefði þrátt fyrir allt miðað vel frá því að hann og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fluttust á Bessastaði árið 1996. Þjóðin hefði leyst úr flestum þrautum sem vegferðin hefur fært henni í hendur. „Sú óvissa sem fyrir nokkrum árum mótaði afstöðu margra til forsetakjörsins sem þá var í vændum er ekki lengur fyrir hendi. Átökum við Evrópuríki í hinu svonefnda Icesave máli lauk með fullnaðarsigri Íslendinga, bæði í krafti þjóðaratkvæðagreiðslna og úrskurðar EFTA dómstóls. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, áformin um grundvallarbreytingar á fullveldi Íslands, hafa verið lögð til hliðar og allir flokkar á Alþingi heita því nú að aldrei verði aftur lagt í slíka vegferðnema þjóðin heimili það fyrst í sérstakri atkvæðagreiðslu. Uppgjör vegna hinna föllnu banka og afnám hafta í viðskiptum við önnur lönd eru senn í höfn; breið samstaða bæði innan þings og utan um lokaáfanga á þeirri braut. Deilurnar um uppstokkun á stjórnskipun landsins hafa vikið fyrir sátt um að velja heldur einstaka þætti sem njóta myndu víðtæks stuðnings; setja í forgang ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðareign á auðlindum. Sú margþætta óvissa sem fyrir fjórum árum leiddi til áskorana um að ég gegndi áfram embætti forseta mótar því blessunarlega ekki lengur stöðu okkar Íslendinga. Því er niðurstaðan sem ég lýsti hér á nýársdag 2012 enn frekar í gildi nú: „að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum.“ Margir hafa þó á undanförnum mánuðum í samræðum, með orðsendingum eða bréfum höfðað til skyldu minnar og áréttað að enn ríki óvissa á ýmsum sviðum, einkum varðandi skipan Alþingis og ríkisvalds á komandi árum. Ég met mikils traustið sem allt það góða fólk sýnir mér en bið það og landsmenn alla að íhuga vel lýsinguna á kjörstöðu Íslands sem ég hef í dag gert að meginboðskap. Í ljósi hennar og á grundvelli lýðræðisins sem er okkar aðalsmerki finnast mér blasa við hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forseta á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs. Nú er góður tími fyrir þjóðina að ganga með nýjum hætti til ákvörðunar um forseta; sess Íslands og innviðir þjóðlífsins eru traustari en um langan tíma. Þótt annar muni halda um forsetastýrið verð ég áfram reiðubúinn að sinna verkum á þjóðarskútu okkar Íslendinga; er á engan hátt að hverfa frá borði; verð ætíð fús að leggjast með öðrum á árar,“ sagði forsetinn.Forsetakosningar 25. júní Fimmta kjörtímabil Ólafs Ragnars rennur út í júlílok á þessu ári og verða forsetakosningar haldnar þann 25. júní 2016. Hann er fimmti forseti lýðveldisins, var fyrst kjörinn árið 1996 og hefur því setið á stóli forseta í tæp tuttugu ár. Í nýlegri skoðanakönnun MMR sem birist í síðustu viku sögðust um 48 prósent aðspurðra ánægð með störf Ólafs Ragnars í embætti forseta. 25 prósent sögðust óánægð en um 27 prósent sögðust hvorki vera ánægð né óánægð með störf hans.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir 48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31 Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Búist er við að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi upp í nýársávarpi sínu hvort hann bjóði sig fram til forseta næsta sumar. Guðni Th. Jóhannesson segir þá sem fylgst hafa með Ólafi telja líklegra að hann láti gott heita. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31
Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Búist er við að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi upp í nýársávarpi sínu hvort hann bjóði sig fram til forseta næsta sumar. Guðni Th. Jóhannesson segir þá sem fylgst hafa með Ólafi telja líklegra að hann láti gott heita. 31. desember 2015 07:00