Ólafur Ragnar Grímsson: Fá mál betur til þess fallin að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 19. júní 2013 08:24 Ólafur Ragnar Grímsson: Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafn vel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það. Um fimmtán þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um veiðigjöld, sem lækka mun gjöldin um allt að 48 prósent hjá stærstu útgerðum landsins í bortnfiskveiðum. Aðstandendur undirskriftarsöfnunarinnar boða að undirskriftirnar verði afhentar Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, verði Alþingi ekki við henni. En forsetinn sagði í aðdraganda forsetakosninga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni hinn 13. maí í fyrra, að hann hefði það sem reglu að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru í meðförum hjá Alþingi. En... "Hitt er alveg ljóst, og það er í samræmi við málflutning til dæmis forystumanna núverandi ríkisstjórnar og reyndar stjórnarandstöðuflokkanna líka, að kvótamálið er samkvæmt þeim orðið stærsta mál þjóðarinnar. Þar er um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt," sagði forsetinn í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í maí í fyrra og bætti við að fá mál væri eins vel til þess fallinn og kvótamálin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu: "Þannig að ég tel að eðli málsins sé þannig, að það séu tiltölulega fá mál jafn vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin. Því þar er þjóðin sjálf að taka afstöðu til þess hvernig hún vill ráðstafa sameign sinni og ég gæti ekki séð það að nokkur forystumaður núverandi ríkisstjórnar, hvorki Jóhanna eða Steingrímur, gætu gagnrýnt það að forsetinn myndi vísa slíkum frumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess er krafist. Vegna þess að þau hafa sjálf talað um þetta sem stærstu mál þjóðarinnar. Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafn vel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það." Undirskriftasöfnunina er að finna hér. Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Um fimmtán þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um veiðigjöld, sem lækka mun gjöldin um allt að 48 prósent hjá stærstu útgerðum landsins í bortnfiskveiðum. Aðstandendur undirskriftarsöfnunarinnar boða að undirskriftirnar verði afhentar Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, verði Alþingi ekki við henni. En forsetinn sagði í aðdraganda forsetakosninga í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni hinn 13. maí í fyrra, að hann hefði það sem reglu að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru í meðförum hjá Alþingi. En... "Hitt er alveg ljóst, og það er í samræmi við málflutning til dæmis forystumanna núverandi ríkisstjórnar og reyndar stjórnarandstöðuflokkanna líka, að kvótamálið er samkvæmt þeim orðið stærsta mál þjóðarinnar. Þar er um að ræða ráðstöfun á sameign þjóðarinnar. Þar er um að ræða hvað þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fær í sinn hlut. Það er erfitt að hugsa sér stærra mál en það, sem myndi vera eðlilegt að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhver hluti þjóðarinnar telur það mikilvægt," sagði forsetinn í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í maí í fyrra og bætti við að fá mál væri eins vel til þess fallinn og kvótamálin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu: "Þannig að ég tel að eðli málsins sé þannig, að það séu tiltölulega fá mál jafn vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og kvótamálin. Því þar er þjóðin sjálf að taka afstöðu til þess hvernig hún vill ráðstafa sameign sinni og ég gæti ekki séð það að nokkur forystumaður núverandi ríkisstjórnar, hvorki Jóhanna eða Steingrímur, gætu gagnrýnt það að forsetinn myndi vísa slíkum frumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess er krafist. Vegna þess að þau hafa sjálf talað um þetta sem stærstu mál þjóðarinnar. Þannig að ég hlýt að hugleiða það mjög alvarlega, ef upp kemur sú staða, af því að ég tel að fá mál liggi jafn vel fyrir til þess að láta þjóðina sjálfa ákveða það." Undirskriftasöfnunina er að finna hér.
Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira