Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Sunna Valgerðardóttir skrifar 15. júní 2013 00:01 Dorrit býr nú lögum samkvæmt í Bretlandi, en þau hjónin eru ekki á leið að slíta samvistum, samkvæmt forsetaritara. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur fært lögheimili sitt til Bretlands og er því ekki lengur skráð til heimilis með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Flutningar lögheimilis Dorritar frá Bessastöðum til Bretlands gengu í gegn í fyrra, án athugasemda frá Þjóðskrá, en samkvæmt íslenskum lögum þurfa hjón að vera skráð á sama lögheimili. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skráninguna hafa gengið í gegn með venjubundnum hætti, án athugasemda frá Hagstofu og þjóðskrá. „Breytingin tengist heimili, störfum Dorritar og fjölskyldu hennar í London,“ segir Örnólfur. „Það var engin athugasemd gerð af hálfu opinberra aðila.“ Spurður hvort Dorrit og Ólafur hafi slitið samvistir segir hann svo ekki vera. „Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistum og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn.“ Samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá þurfa hjón að slíta samvistir til þess að geta haft sitthvort lögheimilið samkvæmt lögum. Margrét Hauksdóttir, forstjóri þjóðskrár, segir að fólk þurfi að framvísa staðfestingu á því að það sé búið að slíta samvistum eða sé að skilja að borði og sæng, ætli annað hjónanna að flytja lögheimili sitt. Svoleiðis séu lögin og engar undantekningar gerðar á því að undanskildum þingmönnum, ráðherrum og starfsmönnum sendiráða erlendis. Hún geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Greint var frá því í fyrra að Dorrit greiðir ekki auðlegðarskatt hér á landi, þrátt fyrir að vera búsett hér og gift Íslendingi. Fjölskylda hennar er vellauðug og voru foreldrar hennar einir fremstu skartgripasafnarar heims. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Bæði forseti Íslands og maki hans greiða skatta og gjöld af tekjum sínum og eru hjón lögum samkvæmt samsköttuð. Dorrit fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2006, þremur árum eftir að hún giftist Ólafi Ragnari. Dorrit og Ólafur trúlofuðust árið 2000 og giftu sig á afmælisdegi forsetans þann 14. maí 2003. Hjón eiga að eiga sama lögheimili „Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn hjóna eru hjá þeim báðum eða hjón eru barnlaus skulu þau ákveða á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður Þjóðskrá Íslands það. Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lögheimilið hvort.“ Úr 7. grein laga um lögheimili Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur fært lögheimili sitt til Bretlands og er því ekki lengur skráð til heimilis með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Flutningar lögheimilis Dorritar frá Bessastöðum til Bretlands gengu í gegn í fyrra, án athugasemda frá Þjóðskrá, en samkvæmt íslenskum lögum þurfa hjón að vera skráð á sama lögheimili. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skráninguna hafa gengið í gegn með venjubundnum hætti, án athugasemda frá Hagstofu og þjóðskrá. „Breytingin tengist heimili, störfum Dorritar og fjölskyldu hennar í London,“ segir Örnólfur. „Það var engin athugasemd gerð af hálfu opinberra aðila.“ Spurður hvort Dorrit og Ólafur hafi slitið samvistir segir hann svo ekki vera. „Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistum og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn.“ Samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá þurfa hjón að slíta samvistir til þess að geta haft sitthvort lögheimilið samkvæmt lögum. Margrét Hauksdóttir, forstjóri þjóðskrár, segir að fólk þurfi að framvísa staðfestingu á því að það sé búið að slíta samvistum eða sé að skilja að borði og sæng, ætli annað hjónanna að flytja lögheimili sitt. Svoleiðis séu lögin og engar undantekningar gerðar á því að undanskildum þingmönnum, ráðherrum og starfsmönnum sendiráða erlendis. Hún geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Greint var frá því í fyrra að Dorrit greiðir ekki auðlegðarskatt hér á landi, þrátt fyrir að vera búsett hér og gift Íslendingi. Fjölskylda hennar er vellauðug og voru foreldrar hennar einir fremstu skartgripasafnarar heims. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Bæði forseti Íslands og maki hans greiða skatta og gjöld af tekjum sínum og eru hjón lögum samkvæmt samsköttuð. Dorrit fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2006, þremur árum eftir að hún giftist Ólafi Ragnari. Dorrit og Ólafur trúlofuðust árið 2000 og giftu sig á afmælisdegi forsetans þann 14. maí 2003. Hjón eiga að eiga sama lögheimili „Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn hjóna eru hjá þeim báðum eða hjón eru barnlaus skulu þau ákveða á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður Þjóðskrá Íslands það. Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lögheimilið hvort.“ Úr 7. grein laga um lögheimili
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira