Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2014 12:00 Ólafur Kristjánsson stýrir Blikum í síðasta sinn í kvöld. Vísir/Daníel „Ég lít bara á þetta sem hvern annan leik, hvort sem þetta sé sá fyrsti eða síðasti,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi en hann stýrir Blikum í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni á Kópvogsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Pepsi-mörkin eru svo í beinu framhaldi klukkan 22.00. „Við erum í þröngri stöðu og þurfum að ná í sigur. Ég er ekki enn búinn að ná í sigur í deildinni og nú eru síðustu forvöð. Það er svona efst í huga mér núna. Ég hef ekki náð að fara yfir hitt,“ segir Ólafur en Blikar eru með þrjú stig í 11. sæti deildarinnar eftir fimm leiki.Blikar eru með þrjú stig og hafa ekki unnið leik.Vísir/StefánEkki fara á taugum Ólafur fær að kveðja sitt fólk á Kópvogsvelli í kvöld en hann hefur stýrt Breiðabliki síðan um mitt sumar 2006 og orðið Íslands- og bikarmeistari með liðið. „Það er gaman að fá að enda þar eða loksins að fá að spila á vellinum á þessu sumri. Maður hefur alltaf verið að spá í því hvernig þessi dagur yrði en svo rennur hann upp og þá er þetta bara eins og hver annar dagur. Maður klárar undirbúninginn snemma og bíður svo bara,“ segir Ólafur en hvað þarf Blikaliðið að gera til að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld? „Við þurfum að halda áfram að gera það sem hefur verið að batna í undanförnum leikjum. Þetta snýst um að hafa trú á það sem við erum að gera, vera með ís í maganum og fara ekki á taugum. Stjarnan er með gott sóknarlið þannig við þurfum að verjast vel. Svo þurfum við að halda áfram að skapa færi og nýta þau,“ segir Ólafur.Guðmundur Benediktsson tekur við Breiðabliki eftir kvöldið.Vísir/StefánFH fór í sömu æfingaferð Breiðablik gaf það út fyrir tímabilið að Ólafur myndi stýra liðinu í fyrstu sex leikjum deildarinnar áður en hann tæki við Nordsjælland í Danmörku. Nú þegar Blikum gengur jafnilla og raun ber vitni hefur umræðan mikið til snúist um hvort hann hefði átt að stíga strax til hliðar og láta Guðmund Benediktsson, eftirmann sinn, taka við liðinu. „Þessi umræða truflar mig ekkert en ég get haft skoðanir á henni. Ef liðið væri með fleiri stig og allt léki í lyndi væri umræðan öðruvísi og að sama skapi ef ég hefði hætt og Gummi væri með liðið núna í sömu stöðu,“ segir Ólafur. „Allar ákvarðanir sem teknar eru þegar þú ert að stjórna einhverju eru teknar út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir á þeim tíma. Það er ekki hægt að taka ákvarðanir byggðar á því sem mun gerast eftir þrjár vikur.“ „Menn mega hafa skoðanir á öllu. Einn sérfræðingurinn sagði um daginn að Breiðabliki gengi ekki vel núna því liðið fór í æfingaferð í febrúar. FH fór í sömu æfingaferð og hvar er það statt í töflunni? Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að hvaða skoðun menn hafa skiptir mig engu máli,“ segir Ólafur. Ólafur fer á fullt í nýrri vinnu sinni hjá Nordsjælland á næstu dögum en hann hefur fengið andrými til að klára sitt starf hjá Breiðabliki. „Þeir vita að ég er með Blikaliðið og hafa gefið mér frið. Auðvitað höfum við rætt málin og ég er spurður álits á hinu og þessu en þarna er öflugt starfslið sem sér um hlutina. Ég get séð leikina og greint á og á fimmtudaginn fer ég upp á Skaga að skoða tvo Svía sem verða að spila með U21 árs landsliðinu þar,“ segir Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Ég lít bara á þetta sem hvern annan leik, hvort sem þetta sé sá fyrsti eða síðasti,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi en hann stýrir Blikum í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni á Kópvogsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Pepsi-mörkin eru svo í beinu framhaldi klukkan 22.00. „Við erum í þröngri stöðu og þurfum að ná í sigur. Ég er ekki enn búinn að ná í sigur í deildinni og nú eru síðustu forvöð. Það er svona efst í huga mér núna. Ég hef ekki náð að fara yfir hitt,“ segir Ólafur en Blikar eru með þrjú stig í 11. sæti deildarinnar eftir fimm leiki.Blikar eru með þrjú stig og hafa ekki unnið leik.Vísir/StefánEkki fara á taugum Ólafur fær að kveðja sitt fólk á Kópvogsvelli í kvöld en hann hefur stýrt Breiðabliki síðan um mitt sumar 2006 og orðið Íslands- og bikarmeistari með liðið. „Það er gaman að fá að enda þar eða loksins að fá að spila á vellinum á þessu sumri. Maður hefur alltaf verið að spá í því hvernig þessi dagur yrði en svo rennur hann upp og þá er þetta bara eins og hver annar dagur. Maður klárar undirbúninginn snemma og bíður svo bara,“ segir Ólafur en hvað þarf Blikaliðið að gera til að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld? „Við þurfum að halda áfram að gera það sem hefur verið að batna í undanförnum leikjum. Þetta snýst um að hafa trú á það sem við erum að gera, vera með ís í maganum og fara ekki á taugum. Stjarnan er með gott sóknarlið þannig við þurfum að verjast vel. Svo þurfum við að halda áfram að skapa færi og nýta þau,“ segir Ólafur.Guðmundur Benediktsson tekur við Breiðabliki eftir kvöldið.Vísir/StefánFH fór í sömu æfingaferð Breiðablik gaf það út fyrir tímabilið að Ólafur myndi stýra liðinu í fyrstu sex leikjum deildarinnar áður en hann tæki við Nordsjælland í Danmörku. Nú þegar Blikum gengur jafnilla og raun ber vitni hefur umræðan mikið til snúist um hvort hann hefði átt að stíga strax til hliðar og láta Guðmund Benediktsson, eftirmann sinn, taka við liðinu. „Þessi umræða truflar mig ekkert en ég get haft skoðanir á henni. Ef liðið væri með fleiri stig og allt léki í lyndi væri umræðan öðruvísi og að sama skapi ef ég hefði hætt og Gummi væri með liðið núna í sömu stöðu,“ segir Ólafur. „Allar ákvarðanir sem teknar eru þegar þú ert að stjórna einhverju eru teknar út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir á þeim tíma. Það er ekki hægt að taka ákvarðanir byggðar á því sem mun gerast eftir þrjár vikur.“ „Menn mega hafa skoðanir á öllu. Einn sérfræðingurinn sagði um daginn að Breiðabliki gengi ekki vel núna því liðið fór í æfingaferð í febrúar. FH fór í sömu æfingaferð og hvar er það statt í töflunni? Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að hvaða skoðun menn hafa skiptir mig engu máli,“ segir Ólafur. Ólafur fer á fullt í nýrri vinnu sinni hjá Nordsjælland á næstu dögum en hann hefur fengið andrými til að klára sitt starf hjá Breiðabliki. „Þeir vita að ég er með Blikaliðið og hafa gefið mér frið. Auðvitað höfum við rætt málin og ég er spurður álits á hinu og þessu en þarna er öflugt starfslið sem sér um hlutina. Ég get séð leikina og greint á og á fimmtudaginn fer ég upp á Skaga að skoða tvo Svía sem verða að spila með U21 árs landsliðinu þar,“ segir Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira