Golf

Ólafía Þórunn og Þórður Rafn í toppbaráttunni fyrir lokahringina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafía Þórunn horfir hér á eftir höggi.
Ólafía Þórunn horfir hér á eftir höggi. Vísir/Daníel
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er meðal efstu kylfinga fyrir lokahringinn á LET Access mótaröðinni en það er næst sterkasta atvinnumannamótaröð Evrópu.

Ólafía er í 7. sæti fyrir lokahringinn, fjórum höggum á eftir efsta kylfing en hún lék á þremur höggum undir pari í gær og krækti í alls sex fugla.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL tók sömuleiðis þátt á mótinu í Belgíu en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Var hún einu höggi frá niðurskurðinum en hún byrjaði illa á hringnum í gær og var sex höggum yfir pari eftir aðeins fimm holur.

Þá er Þórður Rafn Gissurarson, kylfingurinn úr GR, sömuleiðis nálægt toppnum fyrir lokahringinn á Sparkassen Open sem fer fram í Þýskalandi en hann er fjórum höggum frá efsta kylfing.

Þórður Rafn fékk sannkallaða draumabyrjun í gær þegar hann krækti í örn á fyrstu holu en hann er á níu höggum undir pari eftir tvo fyrstu dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×