Óku spölkorn á Range Rover í Bláa lónið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Hér láta hjónin fara vel um sig meðan á heimsókn þeirra stendur. vísir/ernir Þyrla flutti hjónin og stórstjörnurnar, Beyoncé og Jay Z, úr Úthlíð í Bláa lónið í gær. Heimildarmaður sá þyrluna lenda með hjónin spölkorn frá lóninu fimmtán mínútur fyrir fjögur í gærdag. Þar biðu tvær Range Rover-bifreiðar, önnur svört og hin hvít, sem fluttu gestina spottann sem eftir var í Bláa lónið. Talið er að tónlistarfólkið hafi komið hingað til lands á mánudagskvöld með einkaþotu frá Teterboro-flugvellinum í New York. Þaðan héldu þau í lúxussumarhús í Úthlíð í Biskupstungum. Sumarhúsið er feiknastórt og óstaðfestar sögur herma að ekki ómerkari maður en Roman Abramovich, rússneskur auðjöfur og eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, hafi dvalið þar. Ljósmyndari Fréttablaðsins náði myndum af þyrlu sem lent hafði verið við húsið en komst ekki nær sökum öryggisgæslu. Fram kom á Vísi í gær að tilefni heimsóknarinnar er afmæli rapparans Jay Z en hann verður hálffimmtugur á morgun. Samkvæmt óstaðfestum heimildum eru erlendar stórstjörnur úr ýmsum geirum að streyma til landsins til að fagna tímamótunum með hjónunum. Talið er að um sextíu fyrirmenni muni mæta í veislu sem haldin verður, allt frá leikkonunni Kate Hudson til söngvarans Robins Thicke. Ljósmyndarar landsins hafa flestir vopnast flössum og aðdráttarlinsum en erlendar fréttasíður eru tilbúnar að borga milljónir fyrir myndir af parinu hér á landi. Upphæð fyrir mynd úr fjarlægð getur numið rétt rúmri milljón en nái einhver góðum myndum úr stjörnum prýddri veislunni er líklegt að þær geti skilað sér í tugmilljóna tékka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Beyoncé og Jay Z eru hér á landi en þau dvöldu hér næturlangt í janúarmánuði 2008. Þau gistu þá á Hótel Keflavík. Ekki er vitað hvenær þau hyggjast hverfa af landi brott. Tengdar fréttir Beyonce og Jay-Z í Bláa lóninu Bandaríska ofurparið Beyoncé og Jay-Z eru eins og fram er komið á landinu. Ætla þau að halda upp á 45 ára afmæli rapparans sem hann fagnar þann 4. desember. 2. desember 2014 17:46 Milljónir í boði fyrir góða mynd af Beyonce og Jay Z Sannkallað æði ríkir nú meðal ljósmyndara á Íslandi en fúlgur fjár eru í boði fyrir góða mynd af hjónunum frægu meðan þau eru á Íslandi. 2. desember 2014 17:45 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Þyrla flutti hjónin og stórstjörnurnar, Beyoncé og Jay Z, úr Úthlíð í Bláa lónið í gær. Heimildarmaður sá þyrluna lenda með hjónin spölkorn frá lóninu fimmtán mínútur fyrir fjögur í gærdag. Þar biðu tvær Range Rover-bifreiðar, önnur svört og hin hvít, sem fluttu gestina spottann sem eftir var í Bláa lónið. Talið er að tónlistarfólkið hafi komið hingað til lands á mánudagskvöld með einkaþotu frá Teterboro-flugvellinum í New York. Þaðan héldu þau í lúxussumarhús í Úthlíð í Biskupstungum. Sumarhúsið er feiknastórt og óstaðfestar sögur herma að ekki ómerkari maður en Roman Abramovich, rússneskur auðjöfur og eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, hafi dvalið þar. Ljósmyndari Fréttablaðsins náði myndum af þyrlu sem lent hafði verið við húsið en komst ekki nær sökum öryggisgæslu. Fram kom á Vísi í gær að tilefni heimsóknarinnar er afmæli rapparans Jay Z en hann verður hálffimmtugur á morgun. Samkvæmt óstaðfestum heimildum eru erlendar stórstjörnur úr ýmsum geirum að streyma til landsins til að fagna tímamótunum með hjónunum. Talið er að um sextíu fyrirmenni muni mæta í veislu sem haldin verður, allt frá leikkonunni Kate Hudson til söngvarans Robins Thicke. Ljósmyndarar landsins hafa flestir vopnast flössum og aðdráttarlinsum en erlendar fréttasíður eru tilbúnar að borga milljónir fyrir myndir af parinu hér á landi. Upphæð fyrir mynd úr fjarlægð getur numið rétt rúmri milljón en nái einhver góðum myndum úr stjörnum prýddri veislunni er líklegt að þær geti skilað sér í tugmilljóna tékka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Beyoncé og Jay Z eru hér á landi en þau dvöldu hér næturlangt í janúarmánuði 2008. Þau gistu þá á Hótel Keflavík. Ekki er vitað hvenær þau hyggjast hverfa af landi brott.
Tengdar fréttir Beyonce og Jay-Z í Bláa lóninu Bandaríska ofurparið Beyoncé og Jay-Z eru eins og fram er komið á landinu. Ætla þau að halda upp á 45 ára afmæli rapparans sem hann fagnar þann 4. desember. 2. desember 2014 17:46 Milljónir í boði fyrir góða mynd af Beyonce og Jay Z Sannkallað æði ríkir nú meðal ljósmyndara á Íslandi en fúlgur fjár eru í boði fyrir góða mynd af hjónunum frægu meðan þau eru á Íslandi. 2. desember 2014 17:45 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Beyonce og Jay-Z í Bláa lóninu Bandaríska ofurparið Beyoncé og Jay-Z eru eins og fram er komið á landinu. Ætla þau að halda upp á 45 ára afmæli rapparans sem hann fagnar þann 4. desember. 2. desember 2014 17:46
Milljónir í boði fyrir góða mynd af Beyonce og Jay Z Sannkallað æði ríkir nú meðal ljósmyndara á Íslandi en fúlgur fjár eru í boði fyrir góða mynd af hjónunum frægu meðan þau eru á Íslandi. 2. desember 2014 17:45