Ójöfn staða sakborninga Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2015 09:45 Ákveðnir hópar virðast vera í betri stöðu en aðrir innan réttarvörslukerfisins hvað varðar nauðgunarmál. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur um meðferð nauðgunarmála. Efni rannsóknarinnar hefur verið kynnt innanríkisráðherra. „Margir „venjulegir menn“, ef hægt er að orða sem svo, eru sakborningar í nauðgunarmálum en sá hópur er hlutfallslega lítill þegar kemur til ákæru,“ segir Hildur Fjóla. Í rannsókn Hildar Fjólu er lausleg skilgreining á „venjulegum mönnum“, höfð eftir viðmælanda hennar að „þeir séu ekki endilega í dópi eða alkóhólistar eða í einhverjum afbrotum almennt“. „Við höfum einnig séð í erlendum rannsóknum og sjáum það í þessari rannsókn einnig, að þeir sem eiga við félagsleg-, geðræn, eða áfengisvandamál að stríða, eru líklegri til að fara alla leið í íslensku réttarkerfi þegar kemur að þessum brotaflokki. Svo virðist vera að þeir sem eiga undir högg að sækja á einhvern hátt eigi einnig undir högg að sækja í réttarkerfinu,“ segir Hildur Fjóla. Hún segir þessar niðurstöður þurfa að skoðast betur og í samhengi við það að brotaflokkurinn er sérstakur fyrir þær sakir að þarna eru sakborningar oftar venjulegir menn. „Það einkennir þennan brotaflokk að sakborningar eru einhvers konar þversnið af þjóðinni,“ segir Hildur Fjóla. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, telur þetta eina af mörgum þörfum ábendingum skýrslunnar. „Þessi þarfa ábending vísar til þess að kynferðisbrotamenn er að finna í öllum stéttum en um leið að frekar er ákært í málum þar sem gerendur hafa brotaferil, geðræn vandamál eða áfengis- og fíknivanda. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort um sé að ræða afleiðingar forgangsröðunar við rannsóknir, sem kunna að byggja á huglægu mati þeirra sem þeim stýra. Lögreglan hefur verið að vinna að því að skýra verklag rannsókna, sem fer saman við ákveðna nýliðun og aukna fagmennsku. Við verðum að vænta þess að sú vinna skili sér,“ segir Tryggvi. Viðhorf og reynsla fagaðila sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins var efni rannsóknar Hildar Fjólu. Rannsóknin var unnin í samstarfi við innanríkisráðuneytið og markmið hennar var að kanna viðhorf og reynslu fagaðila og hvort breytinga sé þörf á málaflokknum. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Rannsóknin er seinni hluti rannsóknar um einkenni og meðferð nauðgunarmála. Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Ákveðnir hópar virðast vera í betri stöðu en aðrir innan réttarvörslukerfisins hvað varðar nauðgunarmál. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur um meðferð nauðgunarmála. Efni rannsóknarinnar hefur verið kynnt innanríkisráðherra. „Margir „venjulegir menn“, ef hægt er að orða sem svo, eru sakborningar í nauðgunarmálum en sá hópur er hlutfallslega lítill þegar kemur til ákæru,“ segir Hildur Fjóla. Í rannsókn Hildar Fjólu er lausleg skilgreining á „venjulegum mönnum“, höfð eftir viðmælanda hennar að „þeir séu ekki endilega í dópi eða alkóhólistar eða í einhverjum afbrotum almennt“. „Við höfum einnig séð í erlendum rannsóknum og sjáum það í þessari rannsókn einnig, að þeir sem eiga við félagsleg-, geðræn, eða áfengisvandamál að stríða, eru líklegri til að fara alla leið í íslensku réttarkerfi þegar kemur að þessum brotaflokki. Svo virðist vera að þeir sem eiga undir högg að sækja á einhvern hátt eigi einnig undir högg að sækja í réttarkerfinu,“ segir Hildur Fjóla. Hún segir þessar niðurstöður þurfa að skoðast betur og í samhengi við það að brotaflokkurinn er sérstakur fyrir þær sakir að þarna eru sakborningar oftar venjulegir menn. „Það einkennir þennan brotaflokk að sakborningar eru einhvers konar þversnið af þjóðinni,“ segir Hildur Fjóla. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, telur þetta eina af mörgum þörfum ábendingum skýrslunnar. „Þessi þarfa ábending vísar til þess að kynferðisbrotamenn er að finna í öllum stéttum en um leið að frekar er ákært í málum þar sem gerendur hafa brotaferil, geðræn vandamál eða áfengis- og fíknivanda. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort um sé að ræða afleiðingar forgangsröðunar við rannsóknir, sem kunna að byggja á huglægu mati þeirra sem þeim stýra. Lögreglan hefur verið að vinna að því að skýra verklag rannsókna, sem fer saman við ákveðna nýliðun og aukna fagmennsku. Við verðum að vænta þess að sú vinna skili sér,“ segir Tryggvi. Viðhorf og reynsla fagaðila sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins var efni rannsóknar Hildar Fjólu. Rannsóknin var unnin í samstarfi við innanríkisráðuneytið og markmið hennar var að kanna viðhorf og reynslu fagaðila og hvort breytinga sé þörf á málaflokknum. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Rannsóknin er seinni hluti rannsóknar um einkenni og meðferð nauðgunarmála.
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira