Ójöfn staða sakborninga Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2015 09:45 Ákveðnir hópar virðast vera í betri stöðu en aðrir innan réttarvörslukerfisins hvað varðar nauðgunarmál. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur um meðferð nauðgunarmála. Efni rannsóknarinnar hefur verið kynnt innanríkisráðherra. „Margir „venjulegir menn“, ef hægt er að orða sem svo, eru sakborningar í nauðgunarmálum en sá hópur er hlutfallslega lítill þegar kemur til ákæru,“ segir Hildur Fjóla. Í rannsókn Hildar Fjólu er lausleg skilgreining á „venjulegum mönnum“, höfð eftir viðmælanda hennar að „þeir séu ekki endilega í dópi eða alkóhólistar eða í einhverjum afbrotum almennt“. „Við höfum einnig séð í erlendum rannsóknum og sjáum það í þessari rannsókn einnig, að þeir sem eiga við félagsleg-, geðræn, eða áfengisvandamál að stríða, eru líklegri til að fara alla leið í íslensku réttarkerfi þegar kemur að þessum brotaflokki. Svo virðist vera að þeir sem eiga undir högg að sækja á einhvern hátt eigi einnig undir högg að sækja í réttarkerfinu,“ segir Hildur Fjóla. Hún segir þessar niðurstöður þurfa að skoðast betur og í samhengi við það að brotaflokkurinn er sérstakur fyrir þær sakir að þarna eru sakborningar oftar venjulegir menn. „Það einkennir þennan brotaflokk að sakborningar eru einhvers konar þversnið af þjóðinni,“ segir Hildur Fjóla. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, telur þetta eina af mörgum þörfum ábendingum skýrslunnar. „Þessi þarfa ábending vísar til þess að kynferðisbrotamenn er að finna í öllum stéttum en um leið að frekar er ákært í málum þar sem gerendur hafa brotaferil, geðræn vandamál eða áfengis- og fíknivanda. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort um sé að ræða afleiðingar forgangsröðunar við rannsóknir, sem kunna að byggja á huglægu mati þeirra sem þeim stýra. Lögreglan hefur verið að vinna að því að skýra verklag rannsókna, sem fer saman við ákveðna nýliðun og aukna fagmennsku. Við verðum að vænta þess að sú vinna skili sér,“ segir Tryggvi. Viðhorf og reynsla fagaðila sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins var efni rannsóknar Hildar Fjólu. Rannsóknin var unnin í samstarfi við innanríkisráðuneytið og markmið hennar var að kanna viðhorf og reynslu fagaðila og hvort breytinga sé þörf á málaflokknum. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Rannsóknin er seinni hluti rannsóknar um einkenni og meðferð nauðgunarmála. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Ákveðnir hópar virðast vera í betri stöðu en aðrir innan réttarvörslukerfisins hvað varðar nauðgunarmál. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur um meðferð nauðgunarmála. Efni rannsóknarinnar hefur verið kynnt innanríkisráðherra. „Margir „venjulegir menn“, ef hægt er að orða sem svo, eru sakborningar í nauðgunarmálum en sá hópur er hlutfallslega lítill þegar kemur til ákæru,“ segir Hildur Fjóla. Í rannsókn Hildar Fjólu er lausleg skilgreining á „venjulegum mönnum“, höfð eftir viðmælanda hennar að „þeir séu ekki endilega í dópi eða alkóhólistar eða í einhverjum afbrotum almennt“. „Við höfum einnig séð í erlendum rannsóknum og sjáum það í þessari rannsókn einnig, að þeir sem eiga við félagsleg-, geðræn, eða áfengisvandamál að stríða, eru líklegri til að fara alla leið í íslensku réttarkerfi þegar kemur að þessum brotaflokki. Svo virðist vera að þeir sem eiga undir högg að sækja á einhvern hátt eigi einnig undir högg að sækja í réttarkerfinu,“ segir Hildur Fjóla. Hún segir þessar niðurstöður þurfa að skoðast betur og í samhengi við það að brotaflokkurinn er sérstakur fyrir þær sakir að þarna eru sakborningar oftar venjulegir menn. „Það einkennir þennan brotaflokk að sakborningar eru einhvers konar þversnið af þjóðinni,“ segir Hildur Fjóla. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, telur þetta eina af mörgum þörfum ábendingum skýrslunnar. „Þessi þarfa ábending vísar til þess að kynferðisbrotamenn er að finna í öllum stéttum en um leið að frekar er ákært í málum þar sem gerendur hafa brotaferil, geðræn vandamál eða áfengis- og fíknivanda. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort um sé að ræða afleiðingar forgangsröðunar við rannsóknir, sem kunna að byggja á huglægu mati þeirra sem þeim stýra. Lögreglan hefur verið að vinna að því að skýra verklag rannsókna, sem fer saman við ákveðna nýliðun og aukna fagmennsku. Við verðum að vænta þess að sú vinna skili sér,“ segir Tryggvi. Viðhorf og reynsla fagaðila sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins var efni rannsóknar Hildar Fjólu. Rannsóknin var unnin í samstarfi við innanríkisráðuneytið og markmið hennar var að kanna viðhorf og reynslu fagaðila og hvort breytinga sé þörf á málaflokknum. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Rannsóknin er seinni hluti rannsóknar um einkenni og meðferð nauðgunarmála.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira