Innlent

Óholl gasmengun á Kirkjubæjarklaustri

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Mælingar sýna mikið magn af brennisteinsdíoxíði í andrúmsloftinu við Kirkjubæjarklaustur. Mælingar sýna að hæst hefur magn brennisteinsdíoxíðs farið í 2600 µg/m3, sem telst vera óhollt magn á skala Umhverfisstofnunnar.

Þetta kemur fram á vef Almannavarna. Þar segir einnig að á Höfn í Hornafirði og nágrenni hafi mengunin farið minnkandi og mælist nú milli 300 – 600 µg/m3.

Á vef umhevrfisstofnunar segir meðal annars:

„Ef fólk þarf nauðsynlega að vera utandyra í mikilli mengun sem veldur óþægindum er gagnlegt að hafa blautan klút fyrir vitum en það dregur úr brennisteinsmengun í innöndunarlofti. Klútur vættur í matarsódalausn, eins og lýst er hér að ofan, er þó áhrifaríkari. Athugið að vatnið í klútnum gerir hann mun þéttari þannig að erfiðara er að anda í gegnum hann. Það getur reyndst lasburða einstaklingum erfitt og jafnvel hættulegt.

Einnig er hægt að taka hefbunda rykgrímu eins og fæst í byggingavöruverslunum og bleyta hana í matarsódalausn. Hins vegar eru rykgrímur það þéttar að vatnið sem bætist við eykur mótstöðu í grímunni og gerir það erfitt að anda í gegnum hana. Því þarf að láta hana þorna alveg sem tekur um sólarhring.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×