Erlent

Óheppnir þjófar

Finnur Thorlacius skrifar
Mayura Dissanyake er afgreiðslumaður á bensínstöð í Houston í Texas-fylki Bandaríkjanna. Svo vill reyndar til að hann er einnig fimmfaldur landsmeistari í heimalandi sínu, Sri Lanka, í MMA bardagaíþróttinni.

Það var eitthvað sem þrír þjófar reiknuðu ekki með er þeir gerðu tilraun til að ræna einn af samstarfsmönnum hans. Sá var að koma úr bankanum með peningatösku undir hendinni og hafði lagt bíl sínum fyrir utan bensínstöðina.

Umsvifalaust réðust ræningjarnir að honum með höggum og spörkum og huggðust ná af honum töskunni. Þetta sá Mayura og lagðist strax til atlögu við ræningjana. Það tók hann ekki langan tíma að yfirbuga þá, en þann fyrsta sparkaði hann hressilega í andlitið á og sá næsti fékk vænt hnefahögg í andlitið.

Tveir þjófanna stukka við þetta á brott en af hræslu við að sá þriðji væri vopnaður hélt Mayura áfram að þjarma að honum uns hann lá óvígur eftir og hreyfingalaus. Búið er að ákæra þann óvíga fyrir ofbeldisfullt rán en hinna tveggja er enn leitað. Þeir verða ef til vill ekki óheppnari en þetta þjófarnir en sjá má átökin í myndskeiði sem náðist í öryggismyndavél á bensínstöðinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×