Óheimilt að leigja íbúðir nema allir gefi samþykki Þórdís Valsdóttir skrifar 11. apríl 2016 07:00 Deilt var um heimild eigenda þriggja íbúða í Skuggahverfi til að leigja þær út í atvinnuskyni til ferðamanna. Fréttablaðið/GVA Samkvæmt nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þarf samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi fyrir því að leigja út íbúðir í atvinnuskyni. Óvíst er hvaða áhrif dómurinn hefur á allan þann fjölda íbúða sem leigðar eru út til ferðamanna. Í dóminum hafði húsfélag nokkurra húsa í Skuggahverfinu stefnt hjónum sem leigja út þrjár íbúðir í húsunum í atvinnuskyni til ferðamanna. Niðurstaða dómsins var sú að hagnýting þeirra á íbúðunum hefði haft svo verulegt ónæði, óþægindi og röskun í för með sér fyrir aðra eigendur í húsinu að sú hagnýting skyldi háð samþykki allra eigenda þess. Fjöldi eigna í umræddu húsunum er um 95.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá JA lögmönnum, segir að í málum sem þessum vegist á tveir pólar, annars vegar réttur eiganda til að nýta eign sína og svo annarra eigenda í húsinu til að vera í friði. Hjónin höfðu stofnað félag um reksturinn og fram kom í dóminum að álagning fasteignagjalda hefði miðast við að um atvinnuhúsnæði væri að ræða. Dómurinn taldi einnig að hjónin nýttu íbúðirnar ekki lengur sem íbúðarhúsnæði, heldur atvinnuhúsnæði, og að það fæli í sér breytingu á hagnýtingu eignarinnar í skilningi fjöleignarhúsalaga. Auður telur að draga megi þá ályktun af dóminum að umfangið geti skipt máli. „Hér er ekki bara um eina íbúð að ræða heldur þrjár og auk þess hafa þau stofnað félag um reksturinn og borgað fasteignagjöld eins og um atvinnuhúsnæði væri að ræða,“ segir Auður og bætir við að í málum sem þessum sé nauðsynlegt að meta hvert tilvik fyrir sig. Aðspurð hvort dómurinn gæti haft áhrif á annars konar atvinnurekstur í fjölbýlishúsum, til dæmis dagvistun barna, segir Auður að sú starfsemi sé einnig leyfisskyld og sé óumdeilanlega atvinnustarfsemi. „Þar er ekki talið að þörf sé á samþykki allra eigenda þó það feli í sér meiri umgang og starfseminni fylgi mögulega ónæði. Þá er það samt ekki nógu mikið til að það útheimti samþykki allra,“ segir Auður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Samkvæmt nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þarf samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi fyrir því að leigja út íbúðir í atvinnuskyni. Óvíst er hvaða áhrif dómurinn hefur á allan þann fjölda íbúða sem leigðar eru út til ferðamanna. Í dóminum hafði húsfélag nokkurra húsa í Skuggahverfinu stefnt hjónum sem leigja út þrjár íbúðir í húsunum í atvinnuskyni til ferðamanna. Niðurstaða dómsins var sú að hagnýting þeirra á íbúðunum hefði haft svo verulegt ónæði, óþægindi og röskun í för með sér fyrir aðra eigendur í húsinu að sú hagnýting skyldi háð samþykki allra eigenda þess. Fjöldi eigna í umræddu húsunum er um 95.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá JA lögmönnum, segir að í málum sem þessum vegist á tveir pólar, annars vegar réttur eiganda til að nýta eign sína og svo annarra eigenda í húsinu til að vera í friði. Hjónin höfðu stofnað félag um reksturinn og fram kom í dóminum að álagning fasteignagjalda hefði miðast við að um atvinnuhúsnæði væri að ræða. Dómurinn taldi einnig að hjónin nýttu íbúðirnar ekki lengur sem íbúðarhúsnæði, heldur atvinnuhúsnæði, og að það fæli í sér breytingu á hagnýtingu eignarinnar í skilningi fjöleignarhúsalaga. Auður telur að draga megi þá ályktun af dóminum að umfangið geti skipt máli. „Hér er ekki bara um eina íbúð að ræða heldur þrjár og auk þess hafa þau stofnað félag um reksturinn og borgað fasteignagjöld eins og um atvinnuhúsnæði væri að ræða,“ segir Auður og bætir við að í málum sem þessum sé nauðsynlegt að meta hvert tilvik fyrir sig. Aðspurð hvort dómurinn gæti haft áhrif á annars konar atvinnurekstur í fjölbýlishúsum, til dæmis dagvistun barna, segir Auður að sú starfsemi sé einnig leyfisskyld og sé óumdeilanlega atvinnustarfsemi. „Þar er ekki talið að þörf sé á samþykki allra eigenda þó það feli í sér meiri umgang og starfseminni fylgi mögulega ónæði. Þá er það samt ekki nógu mikið til að það útheimti samþykki allra,“ segir Auður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira