Ögmundur telur niðurstöðu sína rétta þrátt fyrir úrskurð kærunefndar VG skrifar 29. ágúst 2012 20:01 Ögmundur Jónasson. „Ég tel niðurstöðuna okkar rétta," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. Ögmundur skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns í stað Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi. Verjandi Höllu, Áslaug Árnadóttir, sagði í viðtali við RÚV að úrskurðurinn væri býsna afdráttarlaus. „Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að sá sem skipaður var í starfið sé svona jafnvel hæfari en umbjóðandi minn í einum þætti. Þau standi jafnfætis í þremur en að umbjóðandi minn hafi verið hæfari þeim sem skipaður var í fjórum af þessum átta þáttum." Ögmundur segir í samtali við Vísi að umsækjendurnir hafi verið jafnhæfir af nefnd sem fór yfir málið. Svo hafi komið til matskenndir þættir sem ráðherrann fór sjálfur yfir, „og þetta var niðurstaðan," bætir hann við. Ögmundur segir þetta niðurstöðu heildræns mats ráðuneytisins á þessum tveimur umsækjendum. Í frétt RÚV segir að kærunefndin gagnrýnir að innanríkisráðherra vísi í rökstuðningi sínum í meðmælabréf starfsmanna embættisins á Húsavík þar sem Svavar var settur sýslumaður. Ráðherrann hafi hins vegar ekki leitað álits hjá umsagnaraðilum kæranda. Í úrskurði kærunefndarinnar segir: „Kærði hefur ekki svo séð verði lagt málefnalagt mat á hæfni kæranda að þessu leyti og vegið hana á móti hæfni þess er skipaður var." Þá verði að gjalda varhug við því að leggja til grundvallar meðmæli undirmanna. Þá hafi ráðherra, segir í úrskurðinum, bent á persónulega eiginleika þess, sem skipaður var, með tilliti til þess að rekstur embættisins á Húsavík hafi krafist sérstakra hæfileika vegna niðurskurðar og fækkunar starfsmanna. Hins vegar sýni gögn málsins ekki að embættið á Húsavík hafi frekar þurft að taka á slíku en til dæmis embættið á Akranesi þar sem Halla Bergþóra er sýslumaður. Engin gögn liggi fyrir um að hún hafi staðið Svavari að baki hvað það varði. „Megináherslan hjá mér er sú að þegar úrskurður jafnréttismála er skoðaður, þá kemur í ljós að samkvæmt því mati standi þessir umsækjendur jafnfætis. En Þegar allir helstu þættir eru skoðaðir þá standa út af ýmsir matskenndir þættir, sem kemur í hlut ráðuneytisins að gera upp um. Eftir þá skoðun var niðurstaðan að ráða ætti Svavar," segir Ögmundur. Í úrskurðinum segir einnig: „Nauðsynlegt hafi verið að kærði (það er ráðherra) gætti sérstakrar varkárni við huglægt mat á hæfni þar sem umsækjendur hafi staðið nokkuð jafnt að vígi í hlutlægum þáttum." Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá innanríkisráðuneytinu um að áfrýja málinu. Ögmundur fékk úrskurðinn í hendurnar í dag og segir ráðuneytið taka næstu daga í að fara yfir niðurstöðuna. Spurður hvort það sé ekki heldur bagalegt að tveir ráðherrar úr ríkisstjórninni hafi verið úrskurðaðir brotlegir gegn jafnréttislögum, en forsætisráðherra hefur einnig verið úrskurð brotleg við sömu lög, endurtók Ögmundur fyrra svar um að hann legði áherslu á að niðurstaða heildræns mats hafi orðið til þess að ráðuneytið réði Svavar frekar en Höllu. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ég tel niðurstöðuna okkar rétta," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. Ögmundur skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns í stað Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi. Verjandi Höllu, Áslaug Árnadóttir, sagði í viðtali við RÚV að úrskurðurinn væri býsna afdráttarlaus. „Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að sá sem skipaður var í starfið sé svona jafnvel hæfari en umbjóðandi minn í einum þætti. Þau standi jafnfætis í þremur en að umbjóðandi minn hafi verið hæfari þeim sem skipaður var í fjórum af þessum átta þáttum." Ögmundur segir í samtali við Vísi að umsækjendurnir hafi verið jafnhæfir af nefnd sem fór yfir málið. Svo hafi komið til matskenndir þættir sem ráðherrann fór sjálfur yfir, „og þetta var niðurstaðan," bætir hann við. Ögmundur segir þetta niðurstöðu heildræns mats ráðuneytisins á þessum tveimur umsækjendum. Í frétt RÚV segir að kærunefndin gagnrýnir að innanríkisráðherra vísi í rökstuðningi sínum í meðmælabréf starfsmanna embættisins á Húsavík þar sem Svavar var settur sýslumaður. Ráðherrann hafi hins vegar ekki leitað álits hjá umsagnaraðilum kæranda. Í úrskurði kærunefndarinnar segir: „Kærði hefur ekki svo séð verði lagt málefnalagt mat á hæfni kæranda að þessu leyti og vegið hana á móti hæfni þess er skipaður var." Þá verði að gjalda varhug við því að leggja til grundvallar meðmæli undirmanna. Þá hafi ráðherra, segir í úrskurðinum, bent á persónulega eiginleika þess, sem skipaður var, með tilliti til þess að rekstur embættisins á Húsavík hafi krafist sérstakra hæfileika vegna niðurskurðar og fækkunar starfsmanna. Hins vegar sýni gögn málsins ekki að embættið á Húsavík hafi frekar þurft að taka á slíku en til dæmis embættið á Akranesi þar sem Halla Bergþóra er sýslumaður. Engin gögn liggi fyrir um að hún hafi staðið Svavari að baki hvað það varði. „Megináherslan hjá mér er sú að þegar úrskurður jafnréttismála er skoðaður, þá kemur í ljós að samkvæmt því mati standi þessir umsækjendur jafnfætis. En Þegar allir helstu þættir eru skoðaðir þá standa út af ýmsir matskenndir þættir, sem kemur í hlut ráðuneytisins að gera upp um. Eftir þá skoðun var niðurstaðan að ráða ætti Svavar," segir Ögmundur. Í úrskurðinum segir einnig: „Nauðsynlegt hafi verið að kærði (það er ráðherra) gætti sérstakrar varkárni við huglægt mat á hæfni þar sem umsækjendur hafi staðið nokkuð jafnt að vígi í hlutlægum þáttum." Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá innanríkisráðuneytinu um að áfrýja málinu. Ögmundur fékk úrskurðinn í hendurnar í dag og segir ráðuneytið taka næstu daga í að fara yfir niðurstöðuna. Spurður hvort það sé ekki heldur bagalegt að tveir ráðherrar úr ríkisstjórninni hafi verið úrskurðaðir brotlegir gegn jafnréttislögum, en forsætisráðherra hefur einnig verið úrskurð brotleg við sömu lög, endurtók Ögmundur fyrra svar um að hann legði áherslu á að niðurstaða heildræns mats hafi orðið til þess að ráðuneytið réði Svavar frekar en Höllu.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira