Ögmundur telur niðurstöðu sína rétta þrátt fyrir úrskurð kærunefndar VG skrifar 29. ágúst 2012 20:01 Ögmundur Jónasson. „Ég tel niðurstöðuna okkar rétta," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. Ögmundur skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns í stað Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi. Verjandi Höllu, Áslaug Árnadóttir, sagði í viðtali við RÚV að úrskurðurinn væri býsna afdráttarlaus. „Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að sá sem skipaður var í starfið sé svona jafnvel hæfari en umbjóðandi minn í einum þætti. Þau standi jafnfætis í þremur en að umbjóðandi minn hafi verið hæfari þeim sem skipaður var í fjórum af þessum átta þáttum." Ögmundur segir í samtali við Vísi að umsækjendurnir hafi verið jafnhæfir af nefnd sem fór yfir málið. Svo hafi komið til matskenndir þættir sem ráðherrann fór sjálfur yfir, „og þetta var niðurstaðan," bætir hann við. Ögmundur segir þetta niðurstöðu heildræns mats ráðuneytisins á þessum tveimur umsækjendum. Í frétt RÚV segir að kærunefndin gagnrýnir að innanríkisráðherra vísi í rökstuðningi sínum í meðmælabréf starfsmanna embættisins á Húsavík þar sem Svavar var settur sýslumaður. Ráðherrann hafi hins vegar ekki leitað álits hjá umsagnaraðilum kæranda. Í úrskurði kærunefndarinnar segir: „Kærði hefur ekki svo séð verði lagt málefnalagt mat á hæfni kæranda að þessu leyti og vegið hana á móti hæfni þess er skipaður var." Þá verði að gjalda varhug við því að leggja til grundvallar meðmæli undirmanna. Þá hafi ráðherra, segir í úrskurðinum, bent á persónulega eiginleika þess, sem skipaður var, með tilliti til þess að rekstur embættisins á Húsavík hafi krafist sérstakra hæfileika vegna niðurskurðar og fækkunar starfsmanna. Hins vegar sýni gögn málsins ekki að embættið á Húsavík hafi frekar þurft að taka á slíku en til dæmis embættið á Akranesi þar sem Halla Bergþóra er sýslumaður. Engin gögn liggi fyrir um að hún hafi staðið Svavari að baki hvað það varði. „Megináherslan hjá mér er sú að þegar úrskurður jafnréttismála er skoðaður, þá kemur í ljós að samkvæmt því mati standi þessir umsækjendur jafnfætis. En Þegar allir helstu þættir eru skoðaðir þá standa út af ýmsir matskenndir þættir, sem kemur í hlut ráðuneytisins að gera upp um. Eftir þá skoðun var niðurstaðan að ráða ætti Svavar," segir Ögmundur. Í úrskurðinum segir einnig: „Nauðsynlegt hafi verið að kærði (það er ráðherra) gætti sérstakrar varkárni við huglægt mat á hæfni þar sem umsækjendur hafi staðið nokkuð jafnt að vígi í hlutlægum þáttum." Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá innanríkisráðuneytinu um að áfrýja málinu. Ögmundur fékk úrskurðinn í hendurnar í dag og segir ráðuneytið taka næstu daga í að fara yfir niðurstöðuna. Spurður hvort það sé ekki heldur bagalegt að tveir ráðherrar úr ríkisstjórninni hafi verið úrskurðaðir brotlegir gegn jafnréttislögum, en forsætisráðherra hefur einnig verið úrskurð brotleg við sömu lög, endurtók Ögmundur fyrra svar um að hann legði áherslu á að niðurstaða heildræns mats hafi orðið til þess að ráðuneytið réði Svavar frekar en Höllu. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
„Ég tel niðurstöðuna okkar rétta," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. Ögmundur skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns í stað Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi. Verjandi Höllu, Áslaug Árnadóttir, sagði í viðtali við RÚV að úrskurðurinn væri býsna afdráttarlaus. „Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að sá sem skipaður var í starfið sé svona jafnvel hæfari en umbjóðandi minn í einum þætti. Þau standi jafnfætis í þremur en að umbjóðandi minn hafi verið hæfari þeim sem skipaður var í fjórum af þessum átta þáttum." Ögmundur segir í samtali við Vísi að umsækjendurnir hafi verið jafnhæfir af nefnd sem fór yfir málið. Svo hafi komið til matskenndir þættir sem ráðherrann fór sjálfur yfir, „og þetta var niðurstaðan," bætir hann við. Ögmundur segir þetta niðurstöðu heildræns mats ráðuneytisins á þessum tveimur umsækjendum. Í frétt RÚV segir að kærunefndin gagnrýnir að innanríkisráðherra vísi í rökstuðningi sínum í meðmælabréf starfsmanna embættisins á Húsavík þar sem Svavar var settur sýslumaður. Ráðherrann hafi hins vegar ekki leitað álits hjá umsagnaraðilum kæranda. Í úrskurði kærunefndarinnar segir: „Kærði hefur ekki svo séð verði lagt málefnalagt mat á hæfni kæranda að þessu leyti og vegið hana á móti hæfni þess er skipaður var." Þá verði að gjalda varhug við því að leggja til grundvallar meðmæli undirmanna. Þá hafi ráðherra, segir í úrskurðinum, bent á persónulega eiginleika þess, sem skipaður var, með tilliti til þess að rekstur embættisins á Húsavík hafi krafist sérstakra hæfileika vegna niðurskurðar og fækkunar starfsmanna. Hins vegar sýni gögn málsins ekki að embættið á Húsavík hafi frekar þurft að taka á slíku en til dæmis embættið á Akranesi þar sem Halla Bergþóra er sýslumaður. Engin gögn liggi fyrir um að hún hafi staðið Svavari að baki hvað það varði. „Megináherslan hjá mér er sú að þegar úrskurður jafnréttismála er skoðaður, þá kemur í ljós að samkvæmt því mati standi þessir umsækjendur jafnfætis. En Þegar allir helstu þættir eru skoðaðir þá standa út af ýmsir matskenndir þættir, sem kemur í hlut ráðuneytisins að gera upp um. Eftir þá skoðun var niðurstaðan að ráða ætti Svavar," segir Ögmundur. Í úrskurðinum segir einnig: „Nauðsynlegt hafi verið að kærði (það er ráðherra) gætti sérstakrar varkárni við huglægt mat á hæfni þar sem umsækjendur hafi staðið nokkuð jafnt að vígi í hlutlægum þáttum." Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá innanríkisráðuneytinu um að áfrýja málinu. Ögmundur fékk úrskurðinn í hendurnar í dag og segir ráðuneytið taka næstu daga í að fara yfir niðurstöðuna. Spurður hvort það sé ekki heldur bagalegt að tveir ráðherrar úr ríkisstjórninni hafi verið úrskurðaðir brotlegir gegn jafnréttislögum, en forsætisráðherra hefur einnig verið úrskurð brotleg við sömu lög, endurtók Ögmundur fyrra svar um að hann legði áherslu á að niðurstaða heildræns mats hafi orðið til þess að ráðuneytið réði Svavar frekar en Höllu.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira