Erlent

Ofurhugi lést þegar fallhlífin opnaðist ekki

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Stökkvararnir setja sig í mikla hættu.
Stökkvararnir setja sig í mikla hættu.
Ungverskur ofurhugi hefur fundist látinn, daginn eftir að hann lét sig flakka í vængbúningi niður af fjalli í dal í Kína við æfingar fyrir heimsmeistaramót.

Björgunarmenn fundu manninn með brotna höfuðkúpu við fjallsrætur og telja að hann hafi skollið á fjallinu eftir að fallhlíf mannsins opnaðist ekki.

Stökk í vængbúningum er virkilega hættuleg íþrótt þar sem stökkvararnir svífa gegnum loftið í sérútbúnum búningum. Eins og í fallhlífastökki endar stökkið með því að fallhlíf er sleppt sem hægir á fallinu og gerir stökkvaranum kleift að lenda.

Þrír aðrir stökkvarar náðu að ljúka sínum stökkum á sama tíma en um 200 slökkviliðs- og lögreglumenn tóku þátt í leitinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×