MIŠVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER NŻJAST 12:01

MH17: Rįku slóš Buk-kerfisins frį og til Rśssum

FRÉTTIR

Oftślkun į diplómatķskum oršum

 
Innlent
07:00 10. FEBRŚAR 2016
Nefndarmenn voru ekki sammįla tślkun Birgittu į oršum žingmannana.
Nefndarmenn voru ekki sammįla tślkun Birgittu į oršum žingmannana. MYND/CARL COURT

Nefndarmönnun í þingmannanefnd ESB og Íslands eru ekki sammála túlkun Birgitta Jónsdóttir þingmanns Pírata á orðum þingmanna nefndarinnar um að aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins væru á núllpunkti ef þær væru teknar upp aftur.

„Ef þjóðin í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu ákveður að fara í aðildarviðræður, þá þýðir það að við erum algerlega komin á upphafsreit,“ skrifaði Birgitta á Facebook í gær.

„Mér finnst hún lesa mikið í þau diplómatísku svör sem hafa verið gefin,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir sem situr einnig í þingmannanefndinni. „Þarna var öll áhersla lögð á að þetta væri í höndum Íslands, ákvörðunin væri Íslendinga og allt framtíðarstef í þessum efnum væri samkomulag á milli Íslands og Evrópusambandsins.“
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er einnig meðal nefndarmanna en hann segir það vera ljóst að umsóknin hefur ekki verið dregin til baka og það sé á forræði íslenskra stjórnvalda að ákvarða framhaldið. „Það hefur alltaf verið vitað að það er sjálfstæð ákvörðun hvenær þráðurinn verður tekinn upp að nýju og ef það dregst mjög lengi þá minnkar gildi þeirrar vinnu sem hefur verið unnin. Ef það gerist fljótt má búast við að við njótum þeirrar vinnu,“ segir hann.

Eiríkur Bergmann stjórn­málafræði­ prófessor segir slíka ákvörðun af hálfu Evrópusambandsins þurfa að koma frá framkvæmdastjórn ESB.


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Fréttir / Innlent / Oftślkun į diplómatķskum oršum
Fara efst