Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Perú

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftamiðjan á að hafa verið á skógi vöxnu landsvæði í austurhluta Perú.
Skjálftamiðjan á að hafa verið á skógi vöxnu landsvæði í austurhluta Perú. Vísir/Getty
Öflugur jarðskjálfti reið yfir austurhluta Perú, nærri landamærunum að Brasilíu, fyrr í kvöld.

Reuters greinir frá því að skjálftinn hafi mælst 7,5 að stærð og mælst á um 600 kílómetra dýpi. Skjálftamiðjan á að hafa verið á skógi vöxnu landsvæði í austurhluta landsins, um 175 kílómetrum frá borginni Iberia.

Ekki liggur fyrir um hvort eitthvert manntjón hafi orðið eða annað tjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×