Ófaglegar tillögur Mannréttindaráðs 26. október 2010 06:00 Vegna tillagna sem Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga vill stjórn Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði (FÉKKST) koma eftirfarandi á framfæri. FÉKKST er fagfélag innan Kennarasambands Íslands og eitt af meginmarkmiðum félagsins er að gæta hlutleysis og hlúa að greininni á faglegan hátt. Við viljum njóta trausts og vera hafin yfir ásakanir um trúboð í skólum. Fagmenntun kennara á að tryggja nemendum óhlutdræga fræðslu. Stjórn félagsins telur að ákvæði um að banna heimsóknir nemenda í bænahús trúfélaga feli í sér skerðingu á möguleikum kennara í trúarbragðafræði til að beita fjölbreyttum kennsluháttum. Slíkar vettvangsferðir eru vænlegur kostur til að dýpka skilning nemenda á ákveðnum viðfangsefnum og þjóna þeim tilgangi að kynna fyrir þeim hlutverk og innviði þessara bygginga, trúartákn sem þar er að finna og skipulag. Umrædd fræðsla hefur ekkert með trú nemandans að gera. Þvert á móti er verið að efla víðsýni nemenda og leitast við að fyrirbyggja fordóma. Víða í aðalnámskrá grunnskóla er talað um vettvangsferðir sem mikilvægan hluta af námi nemenda. Hér stangast tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur á við áherslur í aðalnámskrá. Með ákvæðum um bann við trúarlegri listsköpun og notkun sálma er einnig verið að hamla því að beitt sé skapandi og fjölbreyttum vinnubrögðum í trúarbragðakennslu. Biblían og önnur trúarrit eru uppfull af táknrænu myndmáli sem birtist í listasögunni og trúarleg efni hafa verið listamönnum innblástur í gegnum aldirnar. Í aðalnámskrá grunnskóla í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði er bæði gert ráð fyrir að nemendur kynnist listrænni tjáningu trúar og fái tækifæri til listrænnar sköpunar. Eftirsóknarvert þykir að samþætta kennslu í trúarbragðafræði við listgreinar og háleit markmið aðalnámskrár grunnskóla í listgreinum frá árinu 2007 bera þess glöggt vitni. Í henni má finna mýmörg dæmi um mikilvægi listsköpunar í námi barna. Svo virðist að kennurum sé ekki treystandi lengur til að beita kennsluháttum sem fela í sér listsköpun er tengjast trúarlegum viðfangsefnum án þess að í því felist trúarleg tilbeiðsla. Í aðalnámskrá grunnskóla er mikil áhersla lögð á skapandi vinnu nemenda og þykir okkur skjóta skökku við ef ekki má beita slíkum vinnubrögðum í trúarbragðakennslu. Í markmiðskafla nýju grunnskólalaganna er tóku gildi 1. júlí árið 2008 segir í 2. grein: Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að Íslendingar eru þjóð með kristna menningararfleifð sem skólarnir taka mið af. Skólinn hefur m.a. menningarlegum skyldum að gegna gagnvart nemendum sínum. Í grunnskólum borgarinnar er skólamenning sem sérhver skóli hefur mótað og þróað í starfi sínu. Ýmsir viðburðir og hefðir hafa fest sig í sessi og eru í dag órjúfanlegur þáttur í starfi skólanna. Má þar nefna kirkjuheimsóknir og helgileiki nemenda fyrir jól. Þannig heimsóknir þarf þó að skipuleggja út frá forsendum skólans sem fræðslustofnun með nemendur með ólíkan bakgrunn. Trúarbrögð gegna veigamiklu hlutverki í menningu og þjóðlífi og það hlýtur að teljast afneitun á þeirri staðreynd að ætla að skera á öll tengsl skóla og trúarstofnana í landinu. Félagið telur sjálfsagt mál að setja ramma um samstarf skóla og trúar- og lífskoðunarfélaga en telur tillögur Mannréttindaráðs með boðum og bönnum ekki vænlega leið. Stjórn FÉKKST þykir miður að tillögur Mannréttindaráðs skuli hamla skapandi skólastarfi á sviði trúarbragðafræðslu og takmarka sjálfstæði kennara í sínu faglega starfi. Markmið skólastarfs og kennslu er að gera nemendur meðvitaða um fjölbreytileika mannlífsins, stuðla að umburðarlyndi gagnvart ólíkum skoðunum fólks og fyrirbyggja fordóma. Þykja okkur tillögurnar sem eru til umfjöllunar hjá Mannréttindaráði bæði vanhugsaðar og gallaðar og hvetjum til að þær verði dregnar til baka í núverandi mynd. Hér hefur aðeins verið drepið á örfá atriði sem stjórn FÉKKST vill vekja athygli á að svo stöddu. Við teljum að tillögur Mannréttindaráðs vegi að fagmennsku kennara og séu ekki til þess fallnar að skapa þá nauðsynlegu sátt sem ríkja þarf um námsgreinina og skólastarfið almennt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Vegna tillagna sem Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga vill stjórn Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði (FÉKKST) koma eftirfarandi á framfæri. FÉKKST er fagfélag innan Kennarasambands Íslands og eitt af meginmarkmiðum félagsins er að gæta hlutleysis og hlúa að greininni á faglegan hátt. Við viljum njóta trausts og vera hafin yfir ásakanir um trúboð í skólum. Fagmenntun kennara á að tryggja nemendum óhlutdræga fræðslu. Stjórn félagsins telur að ákvæði um að banna heimsóknir nemenda í bænahús trúfélaga feli í sér skerðingu á möguleikum kennara í trúarbragðafræði til að beita fjölbreyttum kennsluháttum. Slíkar vettvangsferðir eru vænlegur kostur til að dýpka skilning nemenda á ákveðnum viðfangsefnum og þjóna þeim tilgangi að kynna fyrir þeim hlutverk og innviði þessara bygginga, trúartákn sem þar er að finna og skipulag. Umrædd fræðsla hefur ekkert með trú nemandans að gera. Þvert á móti er verið að efla víðsýni nemenda og leitast við að fyrirbyggja fordóma. Víða í aðalnámskrá grunnskóla er talað um vettvangsferðir sem mikilvægan hluta af námi nemenda. Hér stangast tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur á við áherslur í aðalnámskrá. Með ákvæðum um bann við trúarlegri listsköpun og notkun sálma er einnig verið að hamla því að beitt sé skapandi og fjölbreyttum vinnubrögðum í trúarbragðakennslu. Biblían og önnur trúarrit eru uppfull af táknrænu myndmáli sem birtist í listasögunni og trúarleg efni hafa verið listamönnum innblástur í gegnum aldirnar. Í aðalnámskrá grunnskóla í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði er bæði gert ráð fyrir að nemendur kynnist listrænni tjáningu trúar og fái tækifæri til listrænnar sköpunar. Eftirsóknarvert þykir að samþætta kennslu í trúarbragðafræði við listgreinar og háleit markmið aðalnámskrár grunnskóla í listgreinum frá árinu 2007 bera þess glöggt vitni. Í henni má finna mýmörg dæmi um mikilvægi listsköpunar í námi barna. Svo virðist að kennurum sé ekki treystandi lengur til að beita kennsluháttum sem fela í sér listsköpun er tengjast trúarlegum viðfangsefnum án þess að í því felist trúarleg tilbeiðsla. Í aðalnámskrá grunnskóla er mikil áhersla lögð á skapandi vinnu nemenda og þykir okkur skjóta skökku við ef ekki má beita slíkum vinnubrögðum í trúarbragðakennslu. Í markmiðskafla nýju grunnskólalaganna er tóku gildi 1. júlí árið 2008 segir í 2. grein: Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að Íslendingar eru þjóð með kristna menningararfleifð sem skólarnir taka mið af. Skólinn hefur m.a. menningarlegum skyldum að gegna gagnvart nemendum sínum. Í grunnskólum borgarinnar er skólamenning sem sérhver skóli hefur mótað og þróað í starfi sínu. Ýmsir viðburðir og hefðir hafa fest sig í sessi og eru í dag órjúfanlegur þáttur í starfi skólanna. Má þar nefna kirkjuheimsóknir og helgileiki nemenda fyrir jól. Þannig heimsóknir þarf þó að skipuleggja út frá forsendum skólans sem fræðslustofnun með nemendur með ólíkan bakgrunn. Trúarbrögð gegna veigamiklu hlutverki í menningu og þjóðlífi og það hlýtur að teljast afneitun á þeirri staðreynd að ætla að skera á öll tengsl skóla og trúarstofnana í landinu. Félagið telur sjálfsagt mál að setja ramma um samstarf skóla og trúar- og lífskoðunarfélaga en telur tillögur Mannréttindaráðs með boðum og bönnum ekki vænlega leið. Stjórn FÉKKST þykir miður að tillögur Mannréttindaráðs skuli hamla skapandi skólastarfi á sviði trúarbragðafræðslu og takmarka sjálfstæði kennara í sínu faglega starfi. Markmið skólastarfs og kennslu er að gera nemendur meðvitaða um fjölbreytileika mannlífsins, stuðla að umburðarlyndi gagnvart ólíkum skoðunum fólks og fyrirbyggja fordóma. Þykja okkur tillögurnar sem eru til umfjöllunar hjá Mannréttindaráði bæði vanhugsaðar og gallaðar og hvetjum til að þær verði dregnar til baka í núverandi mynd. Hér hefur aðeins verið drepið á örfá atriði sem stjórn FÉKKST vill vekja athygli á að svo stöddu. Við teljum að tillögur Mannréttindaráðs vegi að fagmennsku kennara og séu ekki til þess fallnar að skapa þá nauðsynlegu sátt sem ríkja þarf um námsgreinina og skólastarfið almennt.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun