Innlent

Óeining veikir stöðu Íslands í aðildarviðræðum við ESB

Fulltrúi í samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu telur að óeining innan ríkisstjórnarinnar hafi veikt stöðu landsins í viðræðunum, en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 síðastliðinn sunnudag að hann vildi draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu tafarlaust til baka.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður sama flokks og fulltrúi í samninganefnd Íslands við ESB, segist telja að ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ríkisstjórn með Vinstri grænum verði aðildarviðræðunum slitið, og að næstu kosningar snúist um Evrópumálin að meira leyti en áður hafi sést.

Þorsteinn segist þó ekki reikna með að yfirlýsingar frá formanni stjórnarandstöðuflokks hafi mikil áhrif á framgang aðildarviðræðnanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×