Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar 4. febrúar 2011 11:41 Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi, segir ekki tímabært að gera hugmyndirnar opinberar að svo stöddu því enn sem komið er séu þær aðeins hugmyndir. „Við höfum teiknað upp ótal tillögur. Stjórnendur hafa fengið að vita hvaða hugmyndir eru á borðinu sem tengjast þeirra skóla. Það er ekki þar með sagt að þær verði allar að endingu að veruleika," segir Oddný. Bréfin voru send til stjórnenda í gær og segist Oddný ekki enn hafa fengið nein viðbrögð frá þeim við hugmyndunum. Þeir hafa verið boðaðir á fund með starfshópnum í næstu viku til að fara yfir hugmyndirnar. Starfshópurinn hefur starfað frá í nóvember og hefur stjórnendum skólanna verið haldið upplýstum um gang mála, að sögn Oddnýjar. Hún segir breytingar alltaf vera viðkvæmt mál en misjafnt er hvernig skólastjórnendur hafa tekið því að sameiningar séu mögulegar. Sumir sjái tækifæri í þessum breytingum en aðrir hafi áhyggjur að þær skapi vanda. Á sjötta tug hugmynda hafa verið settar fram en sumar þeirra tengjast fleiri en einu skóla. Hugmyndirnar taka flestar á sameiningu tveggja skóla, en í einstaka tilvikum er lagt til að þrír skólar verði sameinaðir. Hugmyndirnar ganga bæði út á sameiningu leikskóla við annan leikskóla, sameiningu grunnskóla við leikskóla eða jafnvel að frístundaheimili verði sameinað grunnskóla. Starfshópurinn lýkur vinnu sinni í lok þessa mánaðar. Tengdar fréttir Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi, segir ekki tímabært að gera hugmyndirnar opinberar að svo stöddu því enn sem komið er séu þær aðeins hugmyndir. „Við höfum teiknað upp ótal tillögur. Stjórnendur hafa fengið að vita hvaða hugmyndir eru á borðinu sem tengjast þeirra skóla. Það er ekki þar með sagt að þær verði allar að endingu að veruleika," segir Oddný. Bréfin voru send til stjórnenda í gær og segist Oddný ekki enn hafa fengið nein viðbrögð frá þeim við hugmyndunum. Þeir hafa verið boðaðir á fund með starfshópnum í næstu viku til að fara yfir hugmyndirnar. Starfshópurinn hefur starfað frá í nóvember og hefur stjórnendum skólanna verið haldið upplýstum um gang mála, að sögn Oddnýjar. Hún segir breytingar alltaf vera viðkvæmt mál en misjafnt er hvernig skólastjórnendur hafa tekið því að sameiningar séu mögulegar. Sumir sjái tækifæri í þessum breytingum en aðrir hafi áhyggjur að þær skapi vanda. Á sjötta tug hugmynda hafa verið settar fram en sumar þeirra tengjast fleiri en einu skóla. Hugmyndirnar taka flestar á sameiningu tveggja skóla, en í einstaka tilvikum er lagt til að þrír skólar verði sameinaðir. Hugmyndirnar ganga bæði út á sameiningu leikskóla við annan leikskóla, sameiningu grunnskóla við leikskóla eða jafnvel að frístundaheimili verði sameinað grunnskóla. Starfshópurinn lýkur vinnu sinni í lok þessa mánaðar.
Tengdar fréttir Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24