Óborganlegt myndband: Hvolpur og refur mestu mátar og veltast um í gannislag allan daginn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2015 20:46 Stella og Níels hanga saman allan daginn og leika sér þess á milli í gannislag. Mynd/Kristinn Þór Jónasson „Um leið og Stella fer út á morgnana þá fer hún beinustu leið að kíkja eftir rebba. Ekkert að hafa fyrir því að pissa fyrst, vill bara finna vin sinn,“ segir Berglind Ingvarsdóttir, eigandi Ferðaþjónustunnar Mjóeyri á Eskifirði en á Mjóeyri hefur myndast ólíkleg en sterk vinátta milli hvolps og yrðlings. Berglind rekur ferðaþjónustuna ásamt manni sínum Sævari Guðjónssyni sem hefur birt óborganlegt myndband af yrðlingnum og hvolpnum í gannislag. Eins og sjá má eru vinirnir mikið fyrir að veltast um í grasinu.Mynd/Kristinn Þór Jónasson„Þetta er yrðlingur sem var á greni sem var unnið,“ útskýrir Berglind, en það merkir að tófa sem hefur gotið er skotin og yrðlingunum er náð út. „Grenaskyttan kom með yrðlinginn til okkar og hann hefur verið hjá okkur síðan í júní.“ Yrðlingurinn var í upphafi nefnd Lóa tófa en síðar kom í ljós að tófan er í raun refur og þá var nafninu breytt í Níels. „Þetta var smá misskilingur,“ segir Berglind og hlær. „Hann var svo lítill að það var erfitt að sjá hvort hann væri.“ Skemmtilegt er að segja frá því að á bænum búa einnig tveir yrðlingar sem ganga undir nöfnunum Anna og Tommi, það vantar því aðeins eina Línu Langsokk og einn Litlakall til þess að allir vinirnir fimm úr sögum Astridar Lindgren búi á Mjóeyri. Stella og Níels eru mestu mátar í dag en það var þó ekki alltaf þannig. Í fyrstu greindi Berglind afbrýðisemi hjá Stellu sem er tveggja ára. „Það var alveg þannig til að byrja með þegar hún var að átta sig á þessu litla kvikindi sem var komið til okkar. Svo eru þau bara hinir mestu mátar. Þau eru að veltast um allan daginn.“ Berglind segir það hins vegar skýrt að Stella ráði en ekki litli refurinn. „Ef rebbi er farinn að verða of grófur í sínum leik þá sýnir Stella alveg hver ræður. Svo er það bara búið og þau halda áfram að leika.“ Berglind er enginn nýgræðingur í að hugsa um yrðlinga en þetta er í fjórða skiptið sem hún og maður hennar taka að sér yrðling. „Mynstrið er þannig að þetta eru náttúrulega grenadýr og þau eiga það til að hausti þegar þau fara að verða kynþroska og sjálfbjarga að fara úr greninu og finna sér nýja staði. Í september fara þeir að fara einn dag í einu og athuga umhverfið og svo einn daginn hverfa þeir alveg.“ Níels lifir frjáls á landareign Mjóeyrar og hefur búið sér til greni undir sumarbústöðum sem ferðaþjónustan á og leigir út. „Svo gefum við honum alltaf tvisvar til þrisvar á dag.“ Níels fékk í fyrstu rjóma en í dag borðar hann allskyns fæði – sér í lagi vítamínbættan hundamat. Hér að neðan má sjá myndband af Stellu og Níels í leik.Allir úti að leika í góða veðrinu. Lóa tofa og StellaPosted by Sævar Guðjónsson on Tuesday, June 23, 2015 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
„Um leið og Stella fer út á morgnana þá fer hún beinustu leið að kíkja eftir rebba. Ekkert að hafa fyrir því að pissa fyrst, vill bara finna vin sinn,“ segir Berglind Ingvarsdóttir, eigandi Ferðaþjónustunnar Mjóeyri á Eskifirði en á Mjóeyri hefur myndast ólíkleg en sterk vinátta milli hvolps og yrðlings. Berglind rekur ferðaþjónustuna ásamt manni sínum Sævari Guðjónssyni sem hefur birt óborganlegt myndband af yrðlingnum og hvolpnum í gannislag. Eins og sjá má eru vinirnir mikið fyrir að veltast um í grasinu.Mynd/Kristinn Þór Jónasson„Þetta er yrðlingur sem var á greni sem var unnið,“ útskýrir Berglind, en það merkir að tófa sem hefur gotið er skotin og yrðlingunum er náð út. „Grenaskyttan kom með yrðlinginn til okkar og hann hefur verið hjá okkur síðan í júní.“ Yrðlingurinn var í upphafi nefnd Lóa tófa en síðar kom í ljós að tófan er í raun refur og þá var nafninu breytt í Níels. „Þetta var smá misskilingur,“ segir Berglind og hlær. „Hann var svo lítill að það var erfitt að sjá hvort hann væri.“ Skemmtilegt er að segja frá því að á bænum búa einnig tveir yrðlingar sem ganga undir nöfnunum Anna og Tommi, það vantar því aðeins eina Línu Langsokk og einn Litlakall til þess að allir vinirnir fimm úr sögum Astridar Lindgren búi á Mjóeyri. Stella og Níels eru mestu mátar í dag en það var þó ekki alltaf þannig. Í fyrstu greindi Berglind afbrýðisemi hjá Stellu sem er tveggja ára. „Það var alveg þannig til að byrja með þegar hún var að átta sig á þessu litla kvikindi sem var komið til okkar. Svo eru þau bara hinir mestu mátar. Þau eru að veltast um allan daginn.“ Berglind segir það hins vegar skýrt að Stella ráði en ekki litli refurinn. „Ef rebbi er farinn að verða of grófur í sínum leik þá sýnir Stella alveg hver ræður. Svo er það bara búið og þau halda áfram að leika.“ Berglind er enginn nýgræðingur í að hugsa um yrðlinga en þetta er í fjórða skiptið sem hún og maður hennar taka að sér yrðling. „Mynstrið er þannig að þetta eru náttúrulega grenadýr og þau eiga það til að hausti þegar þau fara að verða kynþroska og sjálfbjarga að fara úr greninu og finna sér nýja staði. Í september fara þeir að fara einn dag í einu og athuga umhverfið og svo einn daginn hverfa þeir alveg.“ Níels lifir frjáls á landareign Mjóeyrar og hefur búið sér til greni undir sumarbústöðum sem ferðaþjónustan á og leigir út. „Svo gefum við honum alltaf tvisvar til þrisvar á dag.“ Níels fékk í fyrstu rjóma en í dag borðar hann allskyns fæði – sér í lagi vítamínbættan hundamat. Hér að neðan má sjá myndband af Stellu og Níels í leik.Allir úti að leika í góða veðrinu. Lóa tofa og StellaPosted by Sævar Guðjónsson on Tuesday, June 23, 2015
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira