Erlent

Obama varð fyrir kynþáttafordómum af hendi áhrifamanns innan Repúblikanaflokksins

Anton Egilsson skrifar
Barrack Obama segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í forsetatíð sinni.
Barrack Obama segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í forsetatíð sinni. Vísir/AFP
Barrack Obama, starfandi Bandaríkjaforseti, segir að hann hafi orðið fyrir töluverðum kynþáttafordómum í forsetatíð sinni. Þetta kemur fram í viðtali hans við CNN þar sem hann gerir upp forsetaferil sinn.

Í viðtalinu greina bæði Obama og nánir samstarfsmenn hans frá kynþáttafordómum í hans garð.

David Axelrod, fyrrum aðalráðgjafi Obama, minnist þess þegar áhrifamaður innan Repúblikanaflokksins sagði Obama skoðun sína á kjöri hans í embætti forseta.

„Þú veist að okkur finnst að þú ættir ekki að vera hérna. Bandaríkjamenn voru annarrar skoðunar þannig að við þurfum að vinna með þér.“

Þá segir Obama að margir hafi séð mikið að því að hann liti út fyrir að vera útlendingur.   

„Er til fólk sem hafði það aðaláhyggjuefni varðandi mig að ég liti út fyrir að vera útlendingur? Engin spurning.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×