Erlent

Obama lítur á Skandinavíu sem fyrirmynd

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ýmis málefni voru rædd á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, en hæst báru málefni Sýrlands.
Ýmis málefni voru rædd á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, en hæst báru málefni Sýrlands. vísir/epa
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að líta megi á Skandinavíu sem fyrirmynd. Hann segir að ef fleiri þjóðir væru líkari ríkjum Skandinavíu, væru vandamál heimsins færri.

Þetta sagði hann í samtali við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í vikunni. Aftonbladet greinir frá því að Löfven hafi tekið sig á tal við forsetann að fundi loknum og hrósað honum fyrir góða ræðu. Obama hafi svarað því sem svo að Skandinavía væri fyrirmynd þegar kæmi að friði í heiminum.

Leiðtogar heimsins ræddu ýmis málefni á fundinum í New York í vikunni. Málefni Sýrlands báru þar hæst en Obama og Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kölluðu báðir eftir samvinnu þjóðanna til að binda endi á stríðsástandið sem þar ríkir. Obama nefndi Rússland og Íran sérstaklega í því samhengi.

Þá funduðu Vladimír Pútín og Obama að allsherjarþinginu loknu, í fyrsta sinn í tæpt ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×