Innlent

Obama heimsótti Ölduselsskóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama þáði smákökur og kakó hjá nemendum. Mynd/ Frikki.
Obama þáði smákökur og kakó hjá nemendum. Mynd/ Frikki.
Sarah Obama, föðuramma Baraks Obama Bandaríkjaforseta, heimsótti nemendur í Ölduselsskóla í dag. Þar kynnti hún sér verk og listgreinar skólans. Hún fylgdist með leiklistaratriði hjá nemendum í sjötta bekk. Þá skellti hún sér í matreiðslutíma og þáði kakó og smákökur af nemendum.

Paul Ramses hafði veg og vanda að komu Obama til landsins. Mynd/ Frikki.
Sarah hefur verið stödd hérna síðustu daga. Það er Keníumaðurinn Paul Ramses sem hafði veg og vanda að komu hennar til landsins. Hann var líka í Ölduselsskóla í dag ásamt eiginkonu sinni og barni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×