Erlent

Obama býður leiðtogum ríkja við Persaflóa til fundar

Atli Ísleifsson skrifar
Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur boðið leiðtogum aðildarríkja Persaflóasamstarfsráðsins til fundar í Hvíta húsinu í Washington í maí.

Leiðtogar Barein, Kúveit, Óman, Katar, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna munu meðal annars ræða samninginn um kjarnorkuáætlun Írans og ástandið í Jemen við bandaríska forsetann.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að leiðtogunum verði boðið til Washington þann 13. maí og að daginn eftir muni þeir áfram funda í Camp David, bústað Bandaríkjaforseta í Maryland-ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×