Óbærilegt að sjá enga manneskju allan daginn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2016 20:00 Eldri borgarar sem nýta sér þjónustu mötuneytis Eirborga í Grafarvogi, sem borgin rekur, eru miður sín vegna ákvörðunar um að maturinn verði ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. Talsmaður íbúanna segir þá hreinlega kvíða framtíðinni og að hætta sé á að fólk einangrist félagslega. Jón Gunnar Ásgeirsson, tónskáld, leggur vanalega af stað í hádegismat í mötuneytinu í þjónustumiðstöðinni Eirborgum í Grafarvogi rétt fyrir klukkkan tólf á hádegi. Þar er framreiddur heitur matur í hádeginu en nú um áramótin varð sú breyting á að maturinn er ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. „Þegar við gerðum okkar leigusamninga þá var okkur sagt að við myndum fá mat á hverjum degi. Um það hefur verið rifist,“ segir Jón. Íbúar geta þó alltaf fengið heimsendan mat frá borginni, sem kostar 200 krónum meira en máltíðin í mötuneytinu. „Og borða einn. Þetta eru svona plastbakkar og maturinn er settur í bakkana tveim dögum áður. Og geymt svo í kælingu. Þetta er nú ekki lystilegur matur,“ segir Jón. „Lengstu dagar sem ég hef lifað það voru dagarnir tveir um daginn, laugardagur og sunnudagur. Þetta er svo óbærilegt, að sjá enga manneskju allan daginn“, segir Sigrún Þorleifsdóttir, sessunautur Jóns. Eir óskaði eftir að taka að sér rekstur mötuneytisins en borgin vildi það ekki. Þá segir Jón að íbúarnir hafi boðist til að borga meira fyrir máltíðina um helgar og á helgidögum en að það hafi ekki verið til umræðu. Málið brennur á íbúunum en Ásta Jónsdóttir hefur fjórum sinnum á síðustu tveimur árum staðið fyrir undirskriftasöfnunum til að reyna að tryggja að það yrði áfram matur um helgar. „Fólk er ekki ánægt með þetta og fólk kvíðir fyrir framtíðinni,“ segir Ásta. Heimsendur matur geri ekkert í félagslegu tilliti. Forgangsröðunin hjá borginni sé kolröng. „Fyrr en varir eru þeir sem ráða núna orðnir eldri borgarar. Borgarstjóri er að tala um að það eigi að gera Reykjavík að ellivænni borg og það eigi að stuðla að því að fólkið búi heima sem lengst. Þetta er þvert á móti,“ segir Ásta. Tengdar fréttir Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira
Eldri borgarar sem nýta sér þjónustu mötuneytis Eirborga í Grafarvogi, sem borgin rekur, eru miður sín vegna ákvörðunar um að maturinn verði ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. Talsmaður íbúanna segir þá hreinlega kvíða framtíðinni og að hætta sé á að fólk einangrist félagslega. Jón Gunnar Ásgeirsson, tónskáld, leggur vanalega af stað í hádegismat í mötuneytinu í þjónustumiðstöðinni Eirborgum í Grafarvogi rétt fyrir klukkkan tólf á hádegi. Þar er framreiddur heitur matur í hádeginu en nú um áramótin varð sú breyting á að maturinn er ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. „Þegar við gerðum okkar leigusamninga þá var okkur sagt að við myndum fá mat á hverjum degi. Um það hefur verið rifist,“ segir Jón. Íbúar geta þó alltaf fengið heimsendan mat frá borginni, sem kostar 200 krónum meira en máltíðin í mötuneytinu. „Og borða einn. Þetta eru svona plastbakkar og maturinn er settur í bakkana tveim dögum áður. Og geymt svo í kælingu. Þetta er nú ekki lystilegur matur,“ segir Jón. „Lengstu dagar sem ég hef lifað það voru dagarnir tveir um daginn, laugardagur og sunnudagur. Þetta er svo óbærilegt, að sjá enga manneskju allan daginn“, segir Sigrún Þorleifsdóttir, sessunautur Jóns. Eir óskaði eftir að taka að sér rekstur mötuneytisins en borgin vildi það ekki. Þá segir Jón að íbúarnir hafi boðist til að borga meira fyrir máltíðina um helgar og á helgidögum en að það hafi ekki verið til umræðu. Málið brennur á íbúunum en Ásta Jónsdóttir hefur fjórum sinnum á síðustu tveimur árum staðið fyrir undirskriftasöfnunum til að reyna að tryggja að það yrði áfram matur um helgar. „Fólk er ekki ánægt með þetta og fólk kvíðir fyrir framtíðinni,“ segir Ásta. Heimsendur matur geri ekkert í félagslegu tilliti. Forgangsröðunin hjá borginni sé kolröng. „Fyrr en varir eru þeir sem ráða núna orðnir eldri borgarar. Borgarstjóri er að tala um að það eigi að gera Reykjavík að ellivænni borg og það eigi að stuðla að því að fólkið búi heima sem lengst. Þetta er þvert á móti,“ segir Ásta.
Tengdar fréttir Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Sjá meira
Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. 14. janúar 2016 07:00