Nýtt sterafrumvarp fjallar ekki um neytendur Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2017 16:12 "Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra.“ Vísir/Getty Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga á þingi í mars næstkomandi um misnotkun vefjaaukandi efna og stera. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í þingmálaskránni kemur fram að um ný lög sé að ræða og að nauðsynlegt sé að leggja fram frumvarp sem spornar við misnotkun á vefjaaukandi efnum og sterum. Eru engin lög sögð í gildi sem taka á misnotkun vefaukandi efna og stera en er regluverkinu meðal annars ætla að taka með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun, framleiðslu, innflutningi og dreifingu á þessum efnum. Í þingmálaskránni kemur fram að óskað hafi verið eftir því af ýmsum aðilum að lögfestar verði reglur á þessu sviði, en í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Vísis kemur fram að óskað hafi verið einna helst eftir því af tollstjóra og lögreglunni.Ætla að horfa til danskrar löggjafar Sterar falla undir lyfjalög hér á landi og því varðar varsla á þeim fjársektum en ekki fangelsisvist, nema brotið sé stórfellt eða ítrekað. Innflutningur og framleiðsla á þeim er ólögleg og brýtur í bága við lyfjalögin. Í þingmálaskránni kemur fram að sambærileg dönsk löggjöf verði höfð til hliðsjónar þegar kemur að því að lögfesta reglur á þessu sviði. Í Danmörku er hámarksrefsing fyrir vörslu stera allt að tveggja ára fangelsisvist.Fjallar ekki um neytendur Hafa því margir velt fyrir sér orðalagi í þingmálaskránni þar sem kemur fram að taka eigi með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun á sterum. Hafa einhverjir túlkað það þannig að taka eigi þeim sem neyta stera með skýrum hætti en Óttarr Proppé segir svo ekki vera í svari til Vísis. „Frumvarpið sem spurt er um er enn í vinnslu í ráðuneytinu. Það fjallar ekki að neinu leyti um þá sem neyta umræddra efna. Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra. Samráð verður haft við breiðan hóp hagsmunaaðila við smíði frumvarpsins og er stefnt að því að birta drög að frumvarpinu á vef ráðuneytisins til umsagnar áður en það verður lagt fram á Alþingi,“ segir Óttarr.Nefnd lagði til skaðaminnkandi úrræði Unnið hefur verið að þessu frumvarpi í einhvern tíma og áður en Óttarr tók til starfa sem heilbrigðisráðherra. Forveri hans í starfi, Kristján Þór Júlíusson sem nú er mennta- og menningarmálaráðherra, setti saman nefnd á síðasta kjörtímabili sem átti að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Tillögur nefndarinnar byggðu á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Var til að mynda lagt til að fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna, þegar um neysluskammta er að ræða, yrði bundin við sektir þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga á þingi í mars næstkomandi um misnotkun vefjaaukandi efna og stera. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í þingmálaskránni kemur fram að um ný lög sé að ræða og að nauðsynlegt sé að leggja fram frumvarp sem spornar við misnotkun á vefjaaukandi efnum og sterum. Eru engin lög sögð í gildi sem taka á misnotkun vefaukandi efna og stera en er regluverkinu meðal annars ætla að taka með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun, framleiðslu, innflutningi og dreifingu á þessum efnum. Í þingmálaskránni kemur fram að óskað hafi verið eftir því af ýmsum aðilum að lögfestar verði reglur á þessu sviði, en í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Vísis kemur fram að óskað hafi verið einna helst eftir því af tollstjóra og lögreglunni.Ætla að horfa til danskrar löggjafar Sterar falla undir lyfjalög hér á landi og því varðar varsla á þeim fjársektum en ekki fangelsisvist, nema brotið sé stórfellt eða ítrekað. Innflutningur og framleiðsla á þeim er ólögleg og brýtur í bága við lyfjalögin. Í þingmálaskránni kemur fram að sambærileg dönsk löggjöf verði höfð til hliðsjónar þegar kemur að því að lögfesta reglur á þessu sviði. Í Danmörku er hámarksrefsing fyrir vörslu stera allt að tveggja ára fangelsisvist.Fjallar ekki um neytendur Hafa því margir velt fyrir sér orðalagi í þingmálaskránni þar sem kemur fram að taka eigi með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun á sterum. Hafa einhverjir túlkað það þannig að taka eigi þeim sem neyta stera með skýrum hætti en Óttarr Proppé segir svo ekki vera í svari til Vísis. „Frumvarpið sem spurt er um er enn í vinnslu í ráðuneytinu. Það fjallar ekki að neinu leyti um þá sem neyta umræddra efna. Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra. Samráð verður haft við breiðan hóp hagsmunaaðila við smíði frumvarpsins og er stefnt að því að birta drög að frumvarpinu á vef ráðuneytisins til umsagnar áður en það verður lagt fram á Alþingi,“ segir Óttarr.Nefnd lagði til skaðaminnkandi úrræði Unnið hefur verið að þessu frumvarpi í einhvern tíma og áður en Óttarr tók til starfa sem heilbrigðisráðherra. Forveri hans í starfi, Kristján Þór Júlíusson sem nú er mennta- og menningarmálaráðherra, setti saman nefnd á síðasta kjörtímabili sem átti að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Tillögur nefndarinnar byggðu á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Var til að mynda lagt til að fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna, þegar um neysluskammta er að ræða, yrði bundin við sektir þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Sjá meira