Innlent

Nýtt hverfi rís á Kirkjusandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Höfuðstöðvar Íslandsbanka eru við Kirkjusand.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka eru við Kirkjusand. Vísir/Pjetur
Nýtt hverfi með allt að 300 íbúðum og fjölbreyttri þjónustu og atvinnustarfsemi mun rísa á Kirkjusandi samkvæmt nýju deiliskipulagi sem borgarráð hefur samþykkt að setja í auglýsingu.

Skipulagssvæðið spannar tvær lóðir, Kirkjusand 2 og Borgartún 41 en með breyttu deiliskipulagi verða til níu lóðir á svæðinu. Stefnt er að fjölbreyttilegri hönnun með misstórum íbúðum. Af þeim 150 íbúðum sem Reykjavíkurborg ráðstafar verður hluti af þeim leiguíbúðir.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gert sé ráð fyrir góðri aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi. Lögð verði áhersla á að hjólastæði verði vel staðsett ofanjarðar, sem næst inngöngum.

Almenn bílastæði í götum verða gjaldskyld, en bílastæði íbúða og atvinnustarfsemi að mestu í bílageymslum en kjallarar eru undir öllum lóðum, með sameiginlega aðkomu og samnýtanlegum bílastæðum að hluta.

Jafnframt munu Íslandsbanki og Reykjavíkurborg efna til samkeppni um gerð listaverks sem komið verði fyrir í almenningsrými í hverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×