Nýta blóðflögur til næringar fyrir stofnfrumur Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 13:00 Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch er hluti af teyminu á bak við Platome líftækni. Vísir/Eyþór Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fyrirtækin sem taka þátt að þessu sinni eru mjög fjölbreytt, tvö eru að þróa tölvuleik, eitt er að framleiða súkkulaði og enn annað að framleiða næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Platome líftækni er fyrirtæki framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Að baki fyrirtækisins standa Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, sem er að klára doktorspróf í sameindalíffræði, og Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, doktor í stofnfrumum og ofnæmisfræði, og dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, sem stýrir grunnrannsóknum og stofnfrumuvinnslu í Blóðbankanum. „Við vinnum allar okkar vörur sem eru næring fyrir stofnfrumur úr blóðflögum frá Blóðbankanum sem á að henda þar. Við tökum þann efnivið og breytum yfir í næringu fyrir stofnfrumur. Það er hægt að nota þessa næringu inná rannsóknastofum þegar verið er að skoða og rannsaka stofnfrumur, til dæmis þegar er verið að þróa meðferðir úr stofnfrumum," segir Sandra. Sandra segir að þau hafi verið að vinna að vörunni í fimm ár, en fyrirtækið hafnaði í öðru sæti í Gullegginu í vor. „Við erum byrjuð að framleiða og erum komin með rannsóknastofur sem eru að testa þetta fyrir okkur og viðskiptavini. Svo erum við að ganga frá framleiðsluferlinu í sumar og þjónustuaðila sem gera þetta undir algjörlega öruggum aðstæðum. Við erum bara að hefja í raun og veru markaðssetningu núna," segir Sandra. Teymið var nýverið á ferðalagi þar sem þau tölðu á stórri ráðstefnu, sem yfir þúsund vísindamenn í þessum geira sóttu. „Við vorum með sýningabás og slíkt og vorum að markaðsestja fyrirtækið," segir Sandra. Sandra segir að þáttaka í Startup Reykjavík hafi verið liður í að flýta ferlinu. „Við munum algjörlega vinna að þessu áfram þegar hraðlinum líkur, og munum bara halda áfram að fylgja þessari vöru. Markmiðið er að hún verði komin á markað í síðasta lagi í miðbik síðasta árs. Þá eiga að vera komnar ein eða tvær vörur á markað," segir Sandra. Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fyrirtækin sem taka þátt að þessu sinni eru mjög fjölbreytt, tvö eru að þróa tölvuleik, eitt er að framleiða súkkulaði og enn annað að framleiða næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Platome líftækni er fyrirtæki framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Að baki fyrirtækisins standa Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, sem er að klára doktorspróf í sameindalíffræði, og Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, doktor í stofnfrumum og ofnæmisfræði, og dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, sem stýrir grunnrannsóknum og stofnfrumuvinnslu í Blóðbankanum. „Við vinnum allar okkar vörur sem eru næring fyrir stofnfrumur úr blóðflögum frá Blóðbankanum sem á að henda þar. Við tökum þann efnivið og breytum yfir í næringu fyrir stofnfrumur. Það er hægt að nota þessa næringu inná rannsóknastofum þegar verið er að skoða og rannsaka stofnfrumur, til dæmis þegar er verið að þróa meðferðir úr stofnfrumum," segir Sandra. Sandra segir að þau hafi verið að vinna að vörunni í fimm ár, en fyrirtækið hafnaði í öðru sæti í Gullegginu í vor. „Við erum byrjuð að framleiða og erum komin með rannsóknastofur sem eru að testa þetta fyrir okkur og viðskiptavini. Svo erum við að ganga frá framleiðsluferlinu í sumar og þjónustuaðila sem gera þetta undir algjörlega öruggum aðstæðum. Við erum bara að hefja í raun og veru markaðssetningu núna," segir Sandra. Teymið var nýverið á ferðalagi þar sem þau tölðu á stórri ráðstefnu, sem yfir þúsund vísindamenn í þessum geira sóttu. „Við vorum með sýningabás og slíkt og vorum að markaðsestja fyrirtækið," segir Sandra. Sandra segir að þáttaka í Startup Reykjavík hafi verið liður í að flýta ferlinu. „Við munum algjörlega vinna að þessu áfram þegar hraðlinum líkur, og munum bara halda áfram að fylgja þessari vöru. Markmiðið er að hún verði komin á markað í síðasta lagi í miðbik síðasta árs. Þá eiga að vera komnar ein eða tvær vörur á markað," segir Sandra.
Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira