Nýsköpunarsjóður fjárfestir í Mentor 30. júní 2007 16:59 Skrifað var undir samningana í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu. Fjármagnið sem Mentor aflar með hlutafjáraukningunni verður nýtt til að efla sókn á erlenda markaði og til áframhaldandi vöruþróunar. Í gær voru undirritaðir í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn samningar um kaup Mentors á sænska fyrirtækinu PODB og aðkomu Nýsköpunarsjóðs að sameinuðu félagi. PODB er eitt af fyrstu fyrirtækjum í Svíþjóð sem sérhæfir sig í upplýsingakerfum sérhönnuðum fyrir kennara með sérstakri áherslu á einstaklingsmiðaðar námsáætlanir og foreldraviðtöl. Árangur kerfisins er umtalsverður og er það nú með 350 leyfissamninga við grunn- og framhaldsskóla í um 100 sveitarfélögum í Svíþjóð. Kaup Mentors á PODB eru að hálfu fjármögnuð með reiðufé og að hálfu með hlutafé í Mentor ehf. Stofnandi og núverandi eigandi PODB mun starfa hjá hinu sameinaða félagi og verður jafnframt meðeigandi í Mentor ehf. „Þetta er mjög góð leið fyrir okkur til að ná fótfestu og sækja fram á sænska markaðnum. Við getum nú boðið enn betri lausnir fyrir einstaklingsmiðað nám sem verið er að leggja aukna áherslu á í mörgum Evrópulöndum. Ísland er lítill markaður en hann er hins vegar kröfuharður markaður sem hefur gefið okkur tækifæri til að mæta gæðakröfum og þróa okkar lausnir í samstarfi við íslenska kennara og skólastjórnendur á annan áratug. Nú er komið að því að sækja fram á erlendum mörkuðum með okkar lausnir og fagna ég því sérstaklega að Nýsköpunarsjóður komi til liðs við okkur í því ferli", segir Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors ehf. „Ég tel að hið sameinaða félag Mentor/ PODB hafi á að skipa mjög öflugum starfsmönnum sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði á Norðurlöndum og að félagið hafi möguleika til enn frekari vaxtar á öðrum mörkuðum þegar fram líða stundir" segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Mentor næstu 5 árin. Stjórnarformaður hins sameinaða félags verður Ásta Dís Óladóttir, dósent við Háskólann á Bifröst og framkvæmdastjóri verður Vilborg Einarsdóttir. Heildarfjöldi starfsmanna er 17 í dag og heildarvelta á þessu ári er áætluð 140 milljónir króna. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu. Fjármagnið sem Mentor aflar með hlutafjáraukningunni verður nýtt til að efla sókn á erlenda markaði og til áframhaldandi vöruþróunar. Í gær voru undirritaðir í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn samningar um kaup Mentors á sænska fyrirtækinu PODB og aðkomu Nýsköpunarsjóðs að sameinuðu félagi. PODB er eitt af fyrstu fyrirtækjum í Svíþjóð sem sérhæfir sig í upplýsingakerfum sérhönnuðum fyrir kennara með sérstakri áherslu á einstaklingsmiðaðar námsáætlanir og foreldraviðtöl. Árangur kerfisins er umtalsverður og er það nú með 350 leyfissamninga við grunn- og framhaldsskóla í um 100 sveitarfélögum í Svíþjóð. Kaup Mentors á PODB eru að hálfu fjármögnuð með reiðufé og að hálfu með hlutafé í Mentor ehf. Stofnandi og núverandi eigandi PODB mun starfa hjá hinu sameinaða félagi og verður jafnframt meðeigandi í Mentor ehf. „Þetta er mjög góð leið fyrir okkur til að ná fótfestu og sækja fram á sænska markaðnum. Við getum nú boðið enn betri lausnir fyrir einstaklingsmiðað nám sem verið er að leggja aukna áherslu á í mörgum Evrópulöndum. Ísland er lítill markaður en hann er hins vegar kröfuharður markaður sem hefur gefið okkur tækifæri til að mæta gæðakröfum og þróa okkar lausnir í samstarfi við íslenska kennara og skólastjórnendur á annan áratug. Nú er komið að því að sækja fram á erlendum mörkuðum með okkar lausnir og fagna ég því sérstaklega að Nýsköpunarsjóður komi til liðs við okkur í því ferli", segir Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors ehf. „Ég tel að hið sameinaða félag Mentor/ PODB hafi á að skipa mjög öflugum starfsmönnum sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði á Norðurlöndum og að félagið hafi möguleika til enn frekari vaxtar á öðrum mörkuðum þegar fram líða stundir" segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Mentor næstu 5 árin. Stjórnarformaður hins sameinaða félags verður Ásta Dís Óladóttir, dósent við Háskólann á Bifröst og framkvæmdastjóri verður Vilborg Einarsdóttir. Heildarfjöldi starfsmanna er 17 í dag og heildarvelta á þessu ári er áætluð 140 milljónir króna.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira