Erlent

Nýsjálendingar ætla að kjósa um fánann

Margir íbúar Nýja Sjálands vilja sjá nýjan fána.
Margir íbúar Nýja Sjálands vilja sjá nýjan fána. Vísir/AFP
Nýsjálendingar hafa ákveðið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016 þar sem kosið verður um hvort þjóðin breyti fána sínum. Nefnd nokkurra valinkunnra Nýsjálendinga hefur þegar verið sett á laggirnar og er henni ætlað að koma með nokkrar tilllögur að nýjum fána, en málið hefur verið mikið í umræðunni í landinu síðustu misserin.

John Key forsætisráðherra segist þeirrar skoðunar, eins og raunar margir kjósenda hans, að best færi á því að á fánanum yrði silfurlitaður burkni, á svörtum grunni. Slíkur fáni er jafnan notaður á íþróttakappleikjum þegar verið er að hvetja nýsjálensk landslið og nýtur hann gríðarlegra vinsælda í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×