Enski boltinn

Nýr samningur á borðinu en helmingi lélegri laun

Glen Johnson.
Glen Johnson. vísir/getty
Framtíð bakvarðarsins Glen Johnson hjá Liverpool er enn í mikilli óvissu.

Hann verður samningslaus í sumar en hefur verið boðinn nýr tveggja ára samningur. Sá er reyndar ekki jafn góður og núverandi samningur.

Nýi samningurinn hljóðar upp á 50 prósent launalækkun. Úr 120 þúsund pundum á viku í 60 þúsund pund.

Johnson ku ekki vera par sáttur með nýja tilboðið og er að skoða sína möguleika í stöðunni.

Hann ætti ekki að vera í vandræðum með að finna sér nýtt félag ef hann ákveður að róa á önnur mið. Ítalska liðið Roma er á meðal þeirra félaga sem þegar hafa sýnt honum áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×