Bílar

Nýr Nissan Leaf með 200 km drægni í ágúst

Finnur Thorlacius skrifar
Nissan Leaf
Nissan Leaf
Bandaríska bílatímaritið Automative News greinir frá því að ný kynslóð Nissan Leaf verði kynntur í ágúst og þar fari bíll með 200 km akstursdrægni, þ.e. umtalsvert meiri drægni en í núverandi bíl sem er með um 135 km drægni.

Rafhlöður bílsins stækka ekki heldur nær Nissan að kreista meira út úr þeim og þær geta nú geymt 30 kílówattstundir í stað 24 kílówattstunda áður. Blaðamenn Automative News halda því reyndar fram að drægni nýs Leaf verði aldrei meiri en 170-180 kílómetrar, en það ætti hvort sem er að duga flestum til daglegra nota.

Sala Nissan Leaf féll um 25% á fyrstu 5 mánuðum ársins í ár í Bandaríkjunum, þó svo salan hafi verið ágæt í Evrópu. Ástæða þessa er það lága bensínverð sem er nú vestanhafs og kaupendur meta því rafmagnsbíla þar minna en Evrópubúar. Nissan hefur nú þegar hafið prófanir á næstu kynslóð Leaf sem á að hafa svo mikla drægni sem 500 kílómetra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×