Nýr leikvangur þyrfti ekki að kosta skattgreiðendur krónu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2015 21:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ kallaði eftir þessu í beinni útsendingu á Vísi í gærkvöldi frá Ingólfstorgi. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir. Uppselt hefur verið á alla heimaleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að góður árangur landsliðsins fór að láta á sér kræla. Eðlilega velta menn því fyrir sér hvort Laugardalsvöllur dugi fyrir lið sem er komið í hóp 20 bestu knattspyrnuþjóða heims en fyrir leikinn á móti Hollendingum, sem Ísland vann 0-1, var Ísland í 23. sæti styrkleikalista FIFA. Fyrir ofan allar hinar Norðurlandaþjóðirnar. Að þessu sögðu er býsna öruggt að Ísland verður ofar á styrkleikalistanum við endurskoðun hans. Tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll Það er tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll vegna fjarlægðar á milli stúka og hlaupabrautarinnar. Forsvarsmenn KSÍ sjá Laugardalsvöll ekki fyrir sér sem framtíðarleikvang og vilja byggjan nýjan 20-25 þúsund manna leikvang, yfirbyggðan. Mögulega með færanlegu þaki. Sumir hafa nefnt Amsterdam Arena, heimavöll Ajax í Amsterdam, sem fyrirmynd í þessu sambandi. Fréttastofan ræddi við Illuga Gunnarsson ráðherra íþróttamála og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag og má nálgast viðbrögð þeirra í myndskeiði með frétt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist taka undir með forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar að þörf sé á nýjum þjóðarleikvangi. Hann segir að knattspyrna á Íslandi hafi eflst mikið eftir mannvirkjauppbyggingu (knatthallir) sem hófst fyrir tæpum tveimur áratugum. Þessi má geta að Bjarni er sjálfur fyrrverandi knattspyrnumaður en hann var miðvörður í Stjörnunni á sínum yngri árum og lék með yngri landsliðum Íslands. „Sú uppbygging sem hefur átt sér stað undanfarna tvo áratugi á mannvirkjum er að skila þessu. Næsta skref er þá væntanlega að þjóðarleikvangurinn sé í samræmi við áhuga Íslendinga á að mæta á völlinn,“ segir Bjarni. Kostnaður við byggingu nýs leikvangs veltur auðvitað á sætafjölda hönnun og íburði. Reikna má þó með að slíkur leikvangur með 20-25 þúsund sætum gæti kostað að minnsta kosti 15-20 milljarða króna. Það er ekki víst að skattgreiðendur þyrftu að greiða neitt fyrir nýjan leikvang. Á síðustu árum hefur svokölluð eignatryggð fjármögnun (e. asset backed securitization, ABS) verið nýtt til að fjármagna stór mannvirki og eru Hvalfjarðargöngin eitt besta dæmið. Í tilviki nýs þjóðarleikvangs gætu lífeyrissjóðir eða aðrir fagfjárfestar byggt völlinn gegn veðrétti í X hlutdeild af öllum seldum miðum á leikvanginn í einhver ár eða áratugi þangað til upp fæst í kostnað og viðunandi arðsemi af verkefninu. Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki sérstaklega mælt með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Þá eru mörg svæði í Laugardalnum þegar skilgreind sem íþróttasvæði í aðalskipulagi svo óvíst er hvort gera þyrfti breytingar á því til að byggja völlinn.Fréttin var uppfærð 8. september kl. 9:45 og bætt var við eftirfarandi setningu: Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki mælt sérstaklega með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ kallaði eftir þessu í beinni útsendingu á Vísi í gærkvöldi frá Ingólfstorgi. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir. Uppselt hefur verið á alla heimaleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að góður árangur landsliðsins fór að láta á sér kræla. Eðlilega velta menn því fyrir sér hvort Laugardalsvöllur dugi fyrir lið sem er komið í hóp 20 bestu knattspyrnuþjóða heims en fyrir leikinn á móti Hollendingum, sem Ísland vann 0-1, var Ísland í 23. sæti styrkleikalista FIFA. Fyrir ofan allar hinar Norðurlandaþjóðirnar. Að þessu sögðu er býsna öruggt að Ísland verður ofar á styrkleikalistanum við endurskoðun hans. Tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll Það er tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll vegna fjarlægðar á milli stúka og hlaupabrautarinnar. Forsvarsmenn KSÍ sjá Laugardalsvöll ekki fyrir sér sem framtíðarleikvang og vilja byggjan nýjan 20-25 þúsund manna leikvang, yfirbyggðan. Mögulega með færanlegu þaki. Sumir hafa nefnt Amsterdam Arena, heimavöll Ajax í Amsterdam, sem fyrirmynd í þessu sambandi. Fréttastofan ræddi við Illuga Gunnarsson ráðherra íþróttamála og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag og má nálgast viðbrögð þeirra í myndskeiði með frétt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist taka undir með forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar að þörf sé á nýjum þjóðarleikvangi. Hann segir að knattspyrna á Íslandi hafi eflst mikið eftir mannvirkjauppbyggingu (knatthallir) sem hófst fyrir tæpum tveimur áratugum. Þessi má geta að Bjarni er sjálfur fyrrverandi knattspyrnumaður en hann var miðvörður í Stjörnunni á sínum yngri árum og lék með yngri landsliðum Íslands. „Sú uppbygging sem hefur átt sér stað undanfarna tvo áratugi á mannvirkjum er að skila þessu. Næsta skref er þá væntanlega að þjóðarleikvangurinn sé í samræmi við áhuga Íslendinga á að mæta á völlinn,“ segir Bjarni. Kostnaður við byggingu nýs leikvangs veltur auðvitað á sætafjölda hönnun og íburði. Reikna má þó með að slíkur leikvangur með 20-25 þúsund sætum gæti kostað að minnsta kosti 15-20 milljarða króna. Það er ekki víst að skattgreiðendur þyrftu að greiða neitt fyrir nýjan leikvang. Á síðustu árum hefur svokölluð eignatryggð fjármögnun (e. asset backed securitization, ABS) verið nýtt til að fjármagna stór mannvirki og eru Hvalfjarðargöngin eitt besta dæmið. Í tilviki nýs þjóðarleikvangs gætu lífeyrissjóðir eða aðrir fagfjárfestar byggt völlinn gegn veðrétti í X hlutdeild af öllum seldum miðum á leikvanginn í einhver ár eða áratugi þangað til upp fæst í kostnað og viðunandi arðsemi af verkefninu. Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki sérstaklega mælt með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Þá eru mörg svæði í Laugardalnum þegar skilgreind sem íþróttasvæði í aðalskipulagi svo óvíst er hvort gera þyrfti breytingar á því til að byggja völlinn.Fréttin var uppfærð 8. september kl. 9:45 og bætt var við eftirfarandi setningu: Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki mælt sérstaklega með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira