Nýnasistar misnota nafn Ásatrúarfélagsins Snærós Sindradóttir skrifar 28. ágúst 2014 08:15 Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði. Fréttablaðið/Vilhelm „Við höfnum því að Ásatrú sé notuð til að réttlæta kynþáttahyggju, hernaðarhyggju eða dýrafórnir,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Ásatrúarfélagsins sem birt var á þriðjudag. Tilefnið er ítrekaðar tilraunir erlendra einstaklinga og hópa til að spyrða öfgafullar skoðanir sínar við Ásatrúarfélagið, en jafnframt til að gefa málstað sínum frekari vigt. „Þetta er yfirlýsing sem hefði helst átt að koma út einu sinni á ári undanfarin 38 ár,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði. Hann segir að árlega komi fjöldi erlendra gesta til Ásatrúarfélagsins. Sumir þeirra telji sig, að lokinni heimsókn, geta talað fyrir hönd trúfélagsins. „Fólk hefur látið líta út fyrir að einhverjar þýðingar sem það er að bulla með séu gerðar með okkar velþóknun. Við viljum ekki að verið sé að nota nafnið okkar til að gefa því sem það er að gera einhvers konar gildi.“ Hilmar segir að fjöldi öfgahópa sem tengi sig við ásatrú séu vandamál. „Þarna er lið sem er hægra megin við Hitler sem í sumum tilfellum notar ásatrú sem yfirvarp.“ Hann segir afkima bandaríska söfnuðarins Christian identidy hafa tengt sig ásatrú. „Svo kom í ljós að það var bara arísk kristni. Einhver nasistakristni. Við ítrekum að þetta eru ekki við,“ segir Hilmar. Hilmar Örn segir að ástæða yfirlýsingarinnar nú sé klofningur sem sé að eiga sér stað í danska ásatrúarsöfnuðinum Forn siðr. Hluti safnaðarins hefur tekið upp kenningar bandaríska kennismiðsins Stephen McNallen um að trúin sé þeim að einhverju leyti í blóð borin. Í helsta kenniriti Stephens segir meðal annars: „Þess vegna er trúin [ásatrú] ekki fyrir allt mannkyn, heldur frekar trú sem kallar á sína.“ Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Sjá meira
„Við höfnum því að Ásatrú sé notuð til að réttlæta kynþáttahyggju, hernaðarhyggju eða dýrafórnir,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Ásatrúarfélagsins sem birt var á þriðjudag. Tilefnið er ítrekaðar tilraunir erlendra einstaklinga og hópa til að spyrða öfgafullar skoðanir sínar við Ásatrúarfélagið, en jafnframt til að gefa málstað sínum frekari vigt. „Þetta er yfirlýsing sem hefði helst átt að koma út einu sinni á ári undanfarin 38 ár,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði. Hann segir að árlega komi fjöldi erlendra gesta til Ásatrúarfélagsins. Sumir þeirra telji sig, að lokinni heimsókn, geta talað fyrir hönd trúfélagsins. „Fólk hefur látið líta út fyrir að einhverjar þýðingar sem það er að bulla með séu gerðar með okkar velþóknun. Við viljum ekki að verið sé að nota nafnið okkar til að gefa því sem það er að gera einhvers konar gildi.“ Hilmar segir að fjöldi öfgahópa sem tengi sig við ásatrú séu vandamál. „Þarna er lið sem er hægra megin við Hitler sem í sumum tilfellum notar ásatrú sem yfirvarp.“ Hann segir afkima bandaríska söfnuðarins Christian identidy hafa tengt sig ásatrú. „Svo kom í ljós að það var bara arísk kristni. Einhver nasistakristni. Við ítrekum að þetta eru ekki við,“ segir Hilmar. Hilmar Örn segir að ástæða yfirlýsingarinnar nú sé klofningur sem sé að eiga sér stað í danska ásatrúarsöfnuðinum Forn siðr. Hluti safnaðarins hefur tekið upp kenningar bandaríska kennismiðsins Stephen McNallen um að trúin sé þeim að einhverju leyti í blóð borin. Í helsta kenniriti Stephens segir meðal annars: „Þess vegna er trúin [ásatrú] ekki fyrir allt mannkyn, heldur frekar trú sem kallar á sína.“
Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Sjá meira