Nýjum öryrkjum fjölgaði um 22 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2017 11:00 Hannes Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA og stjórnarformaður VIRK Heilbrigðismál „Tölurnar tala sínu máli. Þrátt fyrir það mikla og góða starf sem við höfum verið að vinna hjá VIRK við að aðstoða fólk sem lendir í vanda, og við höfum náð miklum árangri, þá heldur samt þessi þungi straumur áfram sem hefur verið undanfarinn áratug. Og þetta er algjörlega óviðunandi staða,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og stjórnarformaður VIRK. Á síðasta ári fengu 1.796 einstaklingar úrskurð um 75 prósent örorkumat. Það er 22 prósentum fleiri en árið á undan og var jafn mikil fjölgun á meðal karla og kvenna. Aukning í nýgengi örorkumats var 19 prósent árið 2015, um 23 prósent á meðal kvenna og 14 prósent hjá körlum. Sé litið til síðustu tíu ára voru 44 prósent fleiri nýir öryrkjar árið 2016 en árið 2007. Aukning í nýgengi örorkumats hjá konum á aldrinum 20-39 var um 60 prósent í fyrra en um 12 prósent hjá konum á aldrinum 40-64 ára. Þessu er öfugt farið meðal karla. Þar er aukning í aldurshópnum 20-39 ára um 19 prósent en 28 prósent í aldurshópnum 40-64 ára. Hannes segir það alvarlegt að svona margir einstaklingar hverfi vanalega af vinnumarkaði vegna vandamála sem ættu í mörgum tilvikum að vera meðhöndlanleg. „Sem er þá yfirleitt stoðkerfisvandi eða einhvers konar geðrænn vandi,“ segir hann. Í gögnum frá VIRK kemur fram að ýmsar kerfislegar ástæður leiði til þess að konur fari frekar á endurhæfingarlífeyri eða örorkulífeyri eftir að hafa verið hjá VIRK. Það skýrist meðal annars af greiðslu skattfrjáls ótekjutengds barnalífeyris, sem verður til þess að lítill tekjulegur hvati er fyrir konur að fara í vinnu. Sérstaklega ef konurnar eiga börn. Hannes segir mikilvægt að breyta örorkumati þannig að horft sé á starfsgetu einstaklings í stað þess að horfa á skort á getu hvers einstaklings til að starfa. Umræða um slíkar breytingar hafi staðið yfir frá árinu 2007, en ekki enn ratað í lög. „Það er alls ekki rétt nálgun að þessum vanda að vera með þessa áherslu á vangetuna frekar en getuna. Það á að beina sjónum að því hvað fólk getur og efla styrkleika þess,“ segir Hannes. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Heilbrigðismál „Tölurnar tala sínu máli. Þrátt fyrir það mikla og góða starf sem við höfum verið að vinna hjá VIRK við að aðstoða fólk sem lendir í vanda, og við höfum náð miklum árangri, þá heldur samt þessi þungi straumur áfram sem hefur verið undanfarinn áratug. Og þetta er algjörlega óviðunandi staða,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og stjórnarformaður VIRK. Á síðasta ári fengu 1.796 einstaklingar úrskurð um 75 prósent örorkumat. Það er 22 prósentum fleiri en árið á undan og var jafn mikil fjölgun á meðal karla og kvenna. Aukning í nýgengi örorkumats var 19 prósent árið 2015, um 23 prósent á meðal kvenna og 14 prósent hjá körlum. Sé litið til síðustu tíu ára voru 44 prósent fleiri nýir öryrkjar árið 2016 en árið 2007. Aukning í nýgengi örorkumats hjá konum á aldrinum 20-39 var um 60 prósent í fyrra en um 12 prósent hjá konum á aldrinum 40-64 ára. Þessu er öfugt farið meðal karla. Þar er aukning í aldurshópnum 20-39 ára um 19 prósent en 28 prósent í aldurshópnum 40-64 ára. Hannes segir það alvarlegt að svona margir einstaklingar hverfi vanalega af vinnumarkaði vegna vandamála sem ættu í mörgum tilvikum að vera meðhöndlanleg. „Sem er þá yfirleitt stoðkerfisvandi eða einhvers konar geðrænn vandi,“ segir hann. Í gögnum frá VIRK kemur fram að ýmsar kerfislegar ástæður leiði til þess að konur fari frekar á endurhæfingarlífeyri eða örorkulífeyri eftir að hafa verið hjá VIRK. Það skýrist meðal annars af greiðslu skattfrjáls ótekjutengds barnalífeyris, sem verður til þess að lítill tekjulegur hvati er fyrir konur að fara í vinnu. Sérstaklega ef konurnar eiga börn. Hannes segir mikilvægt að breyta örorkumati þannig að horft sé á starfsgetu einstaklings í stað þess að horfa á skort á getu hvers einstaklings til að starfa. Umræða um slíkar breytingar hafi staðið yfir frá árinu 2007, en ekki enn ratað í lög. „Það er alls ekki rétt nálgun að þessum vanda að vera með þessa áherslu á vangetuna frekar en getuna. Það á að beina sjónum að því hvað fólk getur og efla styrkleika þess,“ segir Hannes.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði