Viðskipti innlent

Nýjum hluthafa fylgdu fleiri verkefni

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Gestur G. Gestsson forstjóri Advania. Fyrirtækið bætir við sig fólki í framhaldi af nýju eignarhaldi síðasta sumar.
Gestur G. Gestsson forstjóri Advania. Fyrirtækið bætir við sig fólki í framhaldi af nýju eignarhaldi síðasta sumar. Fréttablaðið/GVA
Advania auglýsir um þessar mundir eftir á þriðja tug nýrra starfsmanna sem býr yfir þekkingu á forritun og/eða hafa almenna menntun eða reynslu í upplýsingatækni.

Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, segir mannaráðningar nú ráðast af mjög góðri verkefnastöðu hjá fyrirtækinu. Þar vegi þungt að gengið hafi eftir væntingar um aukin erlend verkefni í kjölfar hlutafjáraukningar fyrirtækisins síðasta sumar. Þá eignaðist sænska félagið Adinvest AB 51 prósent hlutafjár.

Gestur segir markaðsstarf á erlendri grundu nú markvissara en verið hafi, auk þess sem verkefna staða á Íslandi sé góð.

„Núna sjáum við fram á aukningu um þrjátíu stöðugildi,“ segir hann. Að baki séu mjög fjölbreytt verkefni, allt frá  kjarnaforritun yfir í ferlagreiningar og ýmislegt annað. En þótt hópurinn sé breiður segir Gestur fyrst og fremst leitað að tæknimenntuðu fólki.

„Bæði fólki sem er nýútskrifað og fólki með nokkur ár á bak við sig með tilheyrandi reynslu, þekkingu og kunnáttu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×