FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 14:30

Safnar fyrir náminu međ tónleikum í Dómkirkjunni

LÍFIĐ

Nýju markaprinsessur landsliđsins

Íslenski boltinn
kl 09:00, 15. september 2012
Margrét Lára Viđarsdóttir međ Söndru Maríu Jessen á hćgri hönd og Elínu Mettu Jensen á vinstri hönd.
Margrét Lára Viđarsdóttir međ Söndru Maríu Jessen á hćgri hönd og Elínu Mettu Jensen á vinstri hönd. MYND/STEFÁN

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið dugleg að safna að sér öllum helstum markametum í íslenskum fótbolta en um síðustu helgi tókst tveimur stórefnilegum leikmönnum að slá aldursmet hennar frá 2004 þegar Margrét Lára varð markadrottning úrvalsdeildarinnar 18 ára gömul.

Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen eru báðar fæddar árið 1995 og fögnuðu því 17 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Þær skoruðu báðar 18 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deild kvenna í sumar og urðu báðar markadrottningar. Elín Metta spilaði færri mínútur og fékk því gullskóinn en Sandra María varð jafnframt Íslandsmeistari með Þór/KA og er ein af þeim sem koma sterklega til greina sem besti leikmaður tímabilsins.

„Þetta er frábært og ég rosalega stolt af þessum stelpum. Ég þjálfaði aðeins Elínu þegar hún var yngri og þekki hana því aðeins betur en Söndru. Þær eru báðar hrikalega efnilegar og við fögnum því að það séu að koma leikmenn upp," sagði Margrét Lára aðspurð um nýju markaprinsessurnar.

Margrét Lára sjálf verður vonandi leikfær á Laugardalsvellinum klukkan 16.15 í dag þegar íslenska liðið mætir Norður-Írlandi í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM.

Sandra byrjaði landsliðsferilinn eins og Margrét Lára eða með því að skora með fyrstu snertingu aðeins nokkrum mínútum eftir að hún kom inn á í sínum fyrsta landsleik. „Sandra er þegar búin að standa sig vel með landsliðinu og báðar þessar stelpur eru með mikið sjálfstraust sem skiptir miklu máli þegar maður er að koma nýr inn. Við eigum von á því að þær eigi eftir að setja mark sitt á leikinn á laugardaginn (í dag)," sagði Margrét Lára.

„Ég er mjög spennt og ég held að þetta eigi eftir að ganga mjög vel á móti Norður-Írlandi. Ég passa mig að gera ekki of miklar væntingar um að fá að spila í þessum leik en ég vona að ég fái að spila eitthvað og að minnsta kosti að ég verði í hóp. Það er ótrúlega gaman að fá að vera ein af 22 og ég er mjög glöð með það," segir Sandra María Jessen en hún hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu landsleikjunum og skorað í báðum.

Sandra María varð eins og áður sagði að sjá á eftir gullskónum með minnsta mun. „Ég verð bara að sætta mig silfurskóinn sem er líka frábært. Aðalmálið var að vinna Íslandsmótið. Ég fékk þann bikar og get því ekki kvartað," segir Sandra María sem skoraði í síðasta leiknum en það var þó ekki nóg.„Nú hef ég bara eitthvað til að stefna að á næsta ári," segir Sandra María en það hefur þó ekkert slest upp á vinskapinn hjá þeim stöllum þrátt fyrir harða baráttu.

„Við erum mjög góðar vinkonur enn þá og það er allt í góðu. Það þarf alltaf einhver að vinna. Hún vann í þetta skiptið og það er bara flott hjá henni," sagði Sandra María og Elín Metta tekur undir þetta. „Við erum að sjálfsögðu enn þá vinkonur. Við erum búnar að vera herbergisfélagar með yngri landsliðunum og erum bara fínar vinkonur," segir Elín Metta. Hún er nú að spila meðal margra fyrirmynda sinna úr Val.

„Þetta er rosalega flott lið og það er ofboðslega gaman að fá að vera partur af því. Ég var bara boltasækir hjá þeim fyrir nokkrum árum og það er því mjög gaman að fá að spila með þeim núna," segir Elín Metta. Hún er að sjálfsögðu í skýjunum að hafa náð í gullskóinn í Pepsi-deildinni.

„Það er skemmtilegt og mikill heiður að fá gullskóinn. Ég var ekkert að búast við því að vinna þetta. Hún var einu marki fyrir ofan mig og ég var ekki búin að kynna mér reglurnar þannig að ég vissi ekkert hvernig þetta færi ef við yrðum jafnar. Svo kom þetta bara skemmtilegt á óvart," sagði Elín Metta.

Margrét Lára hefur skorað 45 mörk fyrir íslenska landsliðsins síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu í ársbyrjun 2007 eða langmest af öllum leikmönnum liðsins á þeim tíma.

„Okkur hefur svolítið vantað markaskorara undanfarin ár og það er því frábært að fá svona stelpur inn. Það er greinilegt að þær hafa verið að æfa vel undanfarin ár sem er að skila þeim langt. Það eiga líka örugglega fleiri góðir leikmenn eftir að koma upp og við fögnum því," segir Margrét Lára.


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRA SPORT Á VÍSI

Íslenski boltinn 24. júl. 2014 13:30

Kristján tók fram skóna

Mćtti á ćfingu hjá Fylkismönnum í fyrsta sinn í sumar í gćr. Meira
Íslenski boltinn 24. júl. 2014 13:00

Ţorsteinn Már kominn međ leikheimild hjá Ólafsvíkingum

Snýr aftur á heimaslóđir sem lánsmađur frá KR. Meira
Íslenski boltinn 24. júl. 2014 08:45

Albert má ekki spila gegn FH á sunnudaginn

Fylkismenn vildu ekki notfćra sér mistök FH-inga. Meira
Íslenski boltinn 24. júl. 2014 06:30

Rúnar: Viđ hlökkum mikiđ til

Stjarnan og Motherwelll mćtast í kvöld í 2. umferđ forkeppni Evrópudeildarinnar. Meira
Íslenski boltinn 24. júl. 2014 06:00

Heimir: Ţeir eru mjög sterkir í skyndisóknum

Heimir Guđjónsson, ţjálfari FH, á von á erfiđum leik gegn hvít-rússneska liđinu Neman Grodno í kvöld. Meira
Íslenski boltinn 23. júl. 2014 19:51

Ţorsteinn Már lánađur til Ólafsvíkur

Fer í 1. deild ţrátt fyrir mikinn áhuga liđa í Pepsi-deildinni. Meira
Íslenski boltinn 23. júl. 2014 15:15

FH og Fram vilja Indriđa Áka

Magnús Gylfason segir ađ Indriđi Áki Ţorláksson hafi fariđ fram á ađ losna frá Val. Meira
Íslenski boltinn 23. júl. 2014 13:58

Oliver og Baldvin í Breiđablik

Breiđablik styrkir sig fyrir síđari hluta tímabilsins í Pepsi-deild karla. Meira
Íslenski boltinn 23. júl. 2014 10:41

Harma líkamsárás í knattspyrnuleik

Stjórn Sindra á Höfn í Hornafirđi bađ leikmanninn og fjölskyldu hans afsökunar. Meira
Íslenski boltinn 23. júl. 2014 07:22

Birna aftur í Val

Valur hefur kallađ á markvörđinn Birnu Kristjánsdóttur úr láni hjá ÍR ţar sem hún lék sex leiki fyrr í sumar. Meira
Íslenski boltinn 23. júl. 2014 06:00

Arnar: Ţeir völtuđu yfir okkur

Arnar Már Björgvinsson er leikmađur tólftu umferđar ađ mati Fréttablađsins, en hann átti frábćran leik ţegar Stjarnan bar sigurorđ af Fylki í Árbćnum međ ţremur mörkum gegn einu. Meira
Íslenski boltinn 22. júl. 2014 21:35

Kjartan Henry: Ţykist ekki vera einhver Mel Gibson

Framherjinn fór úr axlarliđ í leiknum gegn Celtic í kvöld en var kippt í liđinn og hélt áfram. Meira
Íslenski boltinn 22. júl. 2014 16:35

Umfjöllun, viđtöl og myndir: Stjarnan - Breiđablik 1-0 | Sjö stiga forysta Stjörnunnar

Stjarnan lagđi Blika, 1-0, í Garđabć. Meira
Íslenski boltinn 22. júl. 2014 16:48

Celtic fór létt međ KR í Skotlandi

Íslandsmeistararnir úr leik í Meistaradeildinni eftir 4-0 tap í Edinborg. Meira
Íslenski boltinn 22. júl. 2014 18:00

Pepsi-mörkin | 12. ţáttur

Styttri útgáfa af Pepsi-mörkunum ţar sem tólfta umferđin var tekin fyrir. Meira
Íslenski boltinn 22. júl. 2014 17:03

Doumbia fékk ţriggja leikja bann

Löglegur nćst gegn Keflavík í Pepsi-deildinni 18. ágúst. Meira
Íslenski boltinn 22. júl. 2014 16:45

Hendrickx: Rétti dómaranum bara spjaldiđ

Undarleg uppákoma á Kópavogsvelli í gćr ţar sem dómarinn missti rauđa spjaldiđ. Meira
Íslenski boltinn 22. júl. 2014 13:37

Uppbótartíminn: Doumbia sá rautt

Tólftu umferđ Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gćr. Hverjir áttu góđan dag og hverjir áttu vondan dag? Hvađ segir tölfrćđin og hver var umrćđan á Twitter? Vísir gerir upp umferđina á léttum nó... Meira
Íslenski boltinn 22. júl. 2014 14:16

Doumbia: Ég á ekki ađ gera ţetta

Kassim Doumbia neitar ađ hafa slegiđ til dómarans í leik FH og Breiđabliks í gćr. Meira
Íslenski boltinn 22. júl. 2014 12:32

Milos: Sjúkrakerfiđ á Íslandi í ruglinu

Ađstođarţjálfari Víkings furđar sig á vinnubrögđum í heilbrigđiskerfinu hér á landi. Meira
Íslenski boltinn 22. júl. 2014 12:09

Rúnar kominn međ UEFA Pro ţjálfaragráđu

Rúnar Kristinsson, ţjálfari Íslandsmeistara KR, útskrifađist á dögunum međ UEFA Pro ţjálfaragráđu. Meira
Íslenski boltinn 22. júl. 2014 11:30

Sögulegur árangur Víkinga

Víkingur hefur komiđ liđa mest á óvart í Pepsi-deild karla, en eftir tólf umferđir sitja nýliđarnir í 4. sćti međ 22 stig, jafnmörg og Íslandsmeistarar KR. Meira
Íslenski boltinn 22. júl. 2014 06:00

Rúnar: Deila ţarf ađ sanna sig strax

KR mćtir skoska stórliđinu Celtic í dag í seinni leik liđanna í 2. umferđ forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Meira
Íslenski boltinn 21. júl. 2014 22:22

Heimir: Náđi ađ rífast viđ flesta á svćđinu

Ţjálfara FH var heitt í hamsi á Kópavogsvelli í kvöld. Meira
Íslenski boltinn 21. júl. 2014 22:09

Hristov sendur heim frá Víkingum

Búlgarinn ţótti ekki standa undir vćntingum í Víkinni. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Nýju markaprinsessur landsliđsins
Fara efst