MIĐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST NÝJAST 16:30

Atli: Snýst um ađ fćra liđiđ rétt

SPORT

Nýju markaprinsessur landsliđsins

Íslenski boltinn
kl 09:00, 15. september 2012
Margrét Lára Viđarsdóttir međ Söndru Maríu Jessen á hćgri hönd og Elínu Mettu Jensen á vinstri hönd.
Margrét Lára Viđarsdóttir međ Söndru Maríu Jessen á hćgri hönd og Elínu Mettu Jensen á vinstri hönd. MYND/STEFÁN

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið dugleg að safna að sér öllum helstum markametum í íslenskum fótbolta en um síðustu helgi tókst tveimur stórefnilegum leikmönnum að slá aldursmet hennar frá 2004 þegar Margrét Lára varð markadrottning úrvalsdeildarinnar 18 ára gömul.

Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen eru báðar fæddar árið 1995 og fögnuðu því 17 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Þær skoruðu báðar 18 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deild kvenna í sumar og urðu báðar markadrottningar. Elín Metta spilaði færri mínútur og fékk því gullskóinn en Sandra María varð jafnframt Íslandsmeistari með Þór/KA og er ein af þeim sem koma sterklega til greina sem besti leikmaður tímabilsins.

„Þetta er frábært og ég rosalega stolt af þessum stelpum. Ég þjálfaði aðeins Elínu þegar hún var yngri og þekki hana því aðeins betur en Söndru. Þær eru báðar hrikalega efnilegar og við fögnum því að það séu að koma leikmenn upp," sagði Margrét Lára aðspurð um nýju markaprinsessurnar.

Margrét Lára sjálf verður vonandi leikfær á Laugardalsvellinum klukkan 16.15 í dag þegar íslenska liðið mætir Norður-Írlandi í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM.

Sandra byrjaði landsliðsferilinn eins og Margrét Lára eða með því að skora með fyrstu snertingu aðeins nokkrum mínútum eftir að hún kom inn á í sínum fyrsta landsleik. „Sandra er þegar búin að standa sig vel með landsliðinu og báðar þessar stelpur eru með mikið sjálfstraust sem skiptir miklu máli þegar maður er að koma nýr inn. Við eigum von á því að þær eigi eftir að setja mark sitt á leikinn á laugardaginn (í dag)," sagði Margrét Lára.

„Ég er mjög spennt og ég held að þetta eigi eftir að ganga mjög vel á móti Norður-Írlandi. Ég passa mig að gera ekki of miklar væntingar um að fá að spila í þessum leik en ég vona að ég fái að spila eitthvað og að minnsta kosti að ég verði í hóp. Það er ótrúlega gaman að fá að vera ein af 22 og ég er mjög glöð með það," segir Sandra María Jessen en hún hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu landsleikjunum og skorað í báðum.

Sandra María varð eins og áður sagði að sjá á eftir gullskónum með minnsta mun. „Ég verð bara að sætta mig silfurskóinn sem er líka frábært. Aðalmálið var að vinna Íslandsmótið. Ég fékk þann bikar og get því ekki kvartað," segir Sandra María sem skoraði í síðasta leiknum en það var þó ekki nóg.„Nú hef ég bara eitthvað til að stefna að á næsta ári," segir Sandra María en það hefur þó ekkert slest upp á vinskapinn hjá þeim stöllum þrátt fyrir harða baráttu.

„Við erum mjög góðar vinkonur enn þá og það er allt í góðu. Það þarf alltaf einhver að vinna. Hún vann í þetta skiptið og það er bara flott hjá henni," sagði Sandra María og Elín Metta tekur undir þetta. „Við erum að sjálfsögðu enn þá vinkonur. Við erum búnar að vera herbergisfélagar með yngri landsliðunum og erum bara fínar vinkonur," segir Elín Metta. Hún er nú að spila meðal margra fyrirmynda sinna úr Val.

„Þetta er rosalega flott lið og það er ofboðslega gaman að fá að vera partur af því. Ég var bara boltasækir hjá þeim fyrir nokkrum árum og það er því mjög gaman að fá að spila með þeim núna," segir Elín Metta. Hún er að sjálfsögðu í skýjunum að hafa náð í gullskóinn í Pepsi-deildinni.

„Það er skemmtilegt og mikill heiður að fá gullskóinn. Ég var ekkert að búast við því að vinna þetta. Hún var einu marki fyrir ofan mig og ég var ekki búin að kynna mér reglurnar þannig að ég vissi ekkert hvernig þetta færi ef við yrðum jafnar. Svo kom þetta bara skemmtilegt á óvart," sagði Elín Metta.

Margrét Lára hefur skorað 45 mörk fyrir íslenska landsliðsins síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu í ársbyrjun 2007 eða langmest af öllum leikmönnum liðsins á þeim tíma.

„Okkur hefur svolítið vantað markaskorara undanfarin ár og það er því frábært að fá svona stelpur inn. Það er greinilegt að þær hafa verið að æfa vel undanfarin ár sem er að skila þeim langt. Það eiga líka örugglega fleiri góðir leikmenn eftir að koma upp og við fögnum því," segir Margrét Lára.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRA SPORT Á VÍSI

Íslenski boltinn 20. ágú. 2014 11:45

Dóttir Freys bađ fyrir íslenska landsliđinu | Mynd

Dóttir Freys Alexanderssonar er ekki búin ađ gefa upp alla von ađ íslenska kvennalandsliđinu takist ađ tryggja sér sćti á Heimsmeistaramótinu 2015 í Kanada. Meira
Íslenski boltinn 19. ágú. 2014 21:11

ÍA fékk spćnska ađstođ frá Ólafsvík og fćrist nćr efstu deild

KV í fallsćti eftir 3-2 tap á Ásvöllum ţar sem ţrjú rauđ spjöld fóru á loft. Stólarnir fallnir. Meira
Íslenski boltinn 19. ágú. 2014 17:45

Hafsteinn: Ég bauđ upp á ţetta

"Ég var ađ líta á ţetta áđan, ég var í sjokki ţegar dómarinn stoppađi ţetta ekki en hann sá ţetta ekki nćgilega vel enda sneri hann baki í ţetta,“ sagđi Hafsteinn Briem ţegar undirritađur bađ ha... Meira
Íslenski boltinn 19. ágú. 2014 15:32

Jóhann Laxdal: Silfurskeiđin verđur alveg vitlaus

Stjarnan tekur á móti stórliđi Inter á Laugardalsvelli á morgun, en ţetta er fyrri leikur liđanna um sćti í riđlakeppni Evrópudeildarinnar. Meira
Íslenski boltinn 19. ágú. 2014 15:00

Sjáđu umdeilt mark Árna | Myndband

Árni Vilhjálmsson kom Breiđablik yfir í gćr međ vćgast sagt skrautlegu marki en leikmenn Fram voru afar óánćgđir ţegar dómari leiksins dćmdi markiđ gilt. Meira
Íslenski boltinn 19. ágú. 2014 11:01

Draumar geta rćst | Myndband

Stjörnumenn mćta Inter á morgun í stćrsta leik í sögu félagsins. Meira
Íslenski boltinn 19. ágú. 2014 07:30

Ítalir bíđa eftir ađ sjá fögn Stjörnumanna

Leikmađur kvennaliđs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síđustu leiktíđ en liđin mćtast annađ kvöld. Meira
Íslenski boltinn 18. ágú. 2014 21:32

Páll Viđar: Allt liđiđ og ţjálfararnir bera ábyrgđ á ţessu

Ţórsarar stefna hrađbyri niđur í 1. deildina eftir tap í Lautinni í kvöld. Meira
Íslenski boltinn 18. ágú. 2014 16:13

Umfjöllun, viđtöl og einkunnir: Breiđablik - Fram 3-0 | Blikar geta andađ léttar

Blikar unnu magnađan sigur á Fram, 3-0, í Pepsi-deild karla í kvöld. Meira
Íslenski boltinn 18. ágú. 2014 20:44

Sjáđu mörkin úr Víkinni | Myndband

Eyjamenn lyftu sér upp úr fallsćti međ sigri á Víkingi í Pepsi-deildinni í kvöld. Meira
Íslenski boltinn 18. ágú. 2014 16:10

Umfjöllun, viđtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - Ţór | Fall blasir viđ Ţór

Fylkir skellti Ţór 4-1 í fallbaráttuslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Lokatölurnar gefa rétta mynd af yfirburđum Fylkis í leiknum. Meira
Íslenski boltinn 18. ágú. 2014 16:04

Umfjöllun, viđtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - ÍBV 1-2 | ÍBV skaust upp úr fallsćti

ÍBV skaust upp í 8. sćti Pepsi-deildarinnar međ 2-1 sigri á Víking í Fossvoginum í kvöld. Sigurmark kvöldsins var í skrautlegari kantinum ţegar fyrirgjöf Arnars Braga Bergssonar endađi í netinu. Meira
Íslenski boltinn 18. ágú. 2014 19:00

Markalaust hjá lćrisveinum Ólafs gegn nýliđunum

Spútnikliđ Hobro heldur áfram ađ koma á óvart í dönsku úrvalsdeildinni. Meira
Íslenski boltinn 18. ágú. 2014 16:15

Dađi: Kominn smá stöđugleiki í liđiđ

Fram sćkir Breiđablik heim í miklum fallslag í Pepsi-deild karla í kvöld. Meira
Íslenski boltinn 18. ágú. 2014 14:22

Ársmiđahafar Stjörnunnar ekki í gróđahug

Lítiđ er um endursölu á miđum á viđureign Stjörnunnar og Inter í forkeppni Evrópudeildar sem fram fer á Laugardalsvelli á miđvikudaginn. Meira
Íslenski boltinn 18. ágú. 2014 14:15

Guđmundur: Ţetta er risaleikur fyrir okkur

Breiđablik tekur á móti Fram í gríđarlega mikilvćgum leik í fallbaráttu Pepsi-deildar karla í kvöld. Meira
Íslenski boltinn 18. ágú. 2014 07:00

Grétar Sigfinnur og Jónas Guđni í góđan hóp

KR-ingar unnu um helgina fjórđa bikarmeistaratitilinn á sex árum og Grétar og Jónas Guđni komust í hóp sigursćlustu bikarmeistara í Laugardalnum. Meira
Íslenski boltinn 17. ágú. 2014 23:54

Byrjađi snemma og ćtlar ađ hćtta snemma

Guđmundur Reynir Gunnarsson, nýkrýndur bikarmeistari međ KR, hefur ákveđiđ ađ leggja skóna á hilluna í lok tímabils. Vinstri bakvörđurinn er ađeins 25 ára gamall. Meira
Íslenski boltinn 17. ágú. 2014 19:15

Búumst viđ ćvintýralegri stemningu

Stjarnan og ítalska stórliđiđ Inter mćtast nćsta miđvikudag í Evrópudeildinni og verđur leikiđ á Laugardalsvelli. Ţađ er ţegar uppselt á leikinn og von á einstakri stemningu í Dalnum á miđvikudagskvöl... Meira
Íslenski boltinn 16. ágú. 2014 22:00

Stjörnumenn syngja ţekkt stuđningsmannalag | Myndband

Vodafone birti í kvöld auglýsingu fyrir leik Stjörnunnar gegn Inter í forkeppni Evrópudeildarinnar, ţar sem leikmenn liđsins leika á alls oddi. Meira
Íslenski boltinn 16. ágú. 2014 19:16

Sjáđu bikarafhendinguna og fögnuđ KR-inga

Bikarfögnuđ KR má sjá í ţessari frétt. Meira
Íslenski boltinn 16. ágú. 2014 19:14

Kjartan Henry: Ég trúi ţessu varla

Framherjinn skorađi sigurmarkiđ gegn Keflavík í bikarúrslitaleiknum í dag í uppbótartíma. Meira
Íslenski boltinn 16. ágú. 2014 19:10

Baldur: Veit hversu mikiđ Keflavík vildi vinna

Smalinn úr Mýtvatnssveitinni vann fjórđa bikarmeistaratitilinn sinn í dag. Meira
Íslenski boltinn 16. ágú. 2014 18:16

Rúnar: Kjartan Henry veit hvar boltinn kemur

Rúnar Kristinsson, ţjálfari KR, var kampakátur í leikslok ţegar Guđjón Guđmundsson greip hann í viđtal strax eftir sigur KR á Keflavík í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Meira
Íslenski boltinn 16. ágú. 2014 18:07

Kristján: Kjánalegt mark undir lokin

Kristján Guđmundsson, ţjálfari Keflavíkur, var hundfúll í leikslok eftir 2-1 tap gegn KR, í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Nýju markaprinsessur landsliđsins
Fara efst