MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER NÝJAST 16:36

Tróđ saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá ţér“

FRÉTTIR

Nýju markaprinsessur landsliđsins

Íslenski boltinn
kl 09:00, 15. september 2012
Margrét Lára Viđarsdóttir međ Söndru Maríu Jessen á hćgri hönd og Elínu Mettu Jensen á vinstri hönd.
Margrét Lára Viđarsdóttir međ Söndru Maríu Jessen á hćgri hönd og Elínu Mettu Jensen á vinstri hönd. MYND/STEFÁN

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið dugleg að safna að sér öllum helstum markametum í íslenskum fótbolta en um síðustu helgi tókst tveimur stórefnilegum leikmönnum að slá aldursmet hennar frá 2004 þegar Margrét Lára varð markadrottning úrvalsdeildarinnar 18 ára gömul.

Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen eru báðar fæddar árið 1995 og fögnuðu því 17 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Þær skoruðu báðar 18 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deild kvenna í sumar og urðu báðar markadrottningar. Elín Metta spilaði færri mínútur og fékk því gullskóinn en Sandra María varð jafnframt Íslandsmeistari með Þór/KA og er ein af þeim sem koma sterklega til greina sem besti leikmaður tímabilsins.

„Þetta er frábært og ég rosalega stolt af þessum stelpum. Ég þjálfaði aðeins Elínu þegar hún var yngri og þekki hana því aðeins betur en Söndru. Þær eru báðar hrikalega efnilegar og við fögnum því að það séu að koma leikmenn upp," sagði Margrét Lára aðspurð um nýju markaprinsessurnar.

Margrét Lára sjálf verður vonandi leikfær á Laugardalsvellinum klukkan 16.15 í dag þegar íslenska liðið mætir Norður-Írlandi í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM.

Sandra byrjaði landsliðsferilinn eins og Margrét Lára eða með því að skora með fyrstu snertingu aðeins nokkrum mínútum eftir að hún kom inn á í sínum fyrsta landsleik. „Sandra er þegar búin að standa sig vel með landsliðinu og báðar þessar stelpur eru með mikið sjálfstraust sem skiptir miklu máli þegar maður er að koma nýr inn. Við eigum von á því að þær eigi eftir að setja mark sitt á leikinn á laugardaginn (í dag)," sagði Margrét Lára.

„Ég er mjög spennt og ég held að þetta eigi eftir að ganga mjög vel á móti Norður-Írlandi. Ég passa mig að gera ekki of miklar væntingar um að fá að spila í þessum leik en ég vona að ég fái að spila eitthvað og að minnsta kosti að ég verði í hóp. Það er ótrúlega gaman að fá að vera ein af 22 og ég er mjög glöð með það," segir Sandra María Jessen en hún hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu landsleikjunum og skorað í báðum.

Sandra María varð eins og áður sagði að sjá á eftir gullskónum með minnsta mun. „Ég verð bara að sætta mig silfurskóinn sem er líka frábært. Aðalmálið var að vinna Íslandsmótið. Ég fékk þann bikar og get því ekki kvartað," segir Sandra María sem skoraði í síðasta leiknum en það var þó ekki nóg.„Nú hef ég bara eitthvað til að stefna að á næsta ári," segir Sandra María en það hefur þó ekkert slest upp á vinskapinn hjá þeim stöllum þrátt fyrir harða baráttu.

„Við erum mjög góðar vinkonur enn þá og það er allt í góðu. Það þarf alltaf einhver að vinna. Hún vann í þetta skiptið og það er bara flott hjá henni," sagði Sandra María og Elín Metta tekur undir þetta. „Við erum að sjálfsögðu enn þá vinkonur. Við erum búnar að vera herbergisfélagar með yngri landsliðunum og erum bara fínar vinkonur," segir Elín Metta. Hún er nú að spila meðal margra fyrirmynda sinna úr Val.

„Þetta er rosalega flott lið og það er ofboðslega gaman að fá að vera partur af því. Ég var bara boltasækir hjá þeim fyrir nokkrum árum og það er því mjög gaman að fá að spila með þeim núna," segir Elín Metta. Hún er að sjálfsögðu í skýjunum að hafa náð í gullskóinn í Pepsi-deildinni.

„Það er skemmtilegt og mikill heiður að fá gullskóinn. Ég var ekkert að búast við því að vinna þetta. Hún var einu marki fyrir ofan mig og ég var ekki búin að kynna mér reglurnar þannig að ég vissi ekkert hvernig þetta færi ef við yrðum jafnar. Svo kom þetta bara skemmtilegt á óvart," sagði Elín Metta.

Margrét Lára hefur skorað 45 mörk fyrir íslenska landsliðsins síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu í ársbyrjun 2007 eða langmest af öllum leikmönnum liðsins á þeim tíma.

„Okkur hefur svolítið vantað markaskorara undanfarin ár og það er því frábært að fá svona stelpur inn. Það er greinilegt að þær hafa verið að æfa vel undanfarin ár sem er að skila þeim langt. Það eiga líka örugglega fleiri góðir leikmenn eftir að koma upp og við fögnum því," segir Margrét Lára.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

MEIRA SPORT Á VÍSI

Íslenski boltinn 01. sep. 2014 14:11

Kjartan til Horsens

Kjartan Henry Finnbogason er genginn í rađir danska 1. deildarliđsins AC Horsens frá bikarmeisturum KR. Meira
Íslenski boltinn 01. sep. 2014 08:25

Hólmbert í dönsku úrvalsdeildina

Danska úrvalsdeildarliđiđ Brřndby hefur fengiđ Hólmbert Aron Friđjónsson á láni frá skosku meisturunum í Glasgow Celtic. Meira
Íslenski boltinn 01. sep. 2014 07:13

„Langt í ađ gullaldarárum Stjörnunnar ljúki“

Allt fram til ársins 2011 hafđi meistaraflokkum Stjörnunnar í knattspyrnu hvorki tekist ađ vinna bikarinn á Íslandi né Íslandsmeistaratitilinn. Meira
Íslenski boltinn 01. sep. 2014 00:01

Uppbótartíminn: Enginn Evrópublús hjá Stjörnunni | Myndbönd

Átjánda umferđ Pepsi-deildar karla fór fram í gćr. Hverjir áttu góđan dag og hverjir áttu erfiđan dag? Meira
Íslenski boltinn 31. ágú. 2014 17:30

Umfjöllun, viđtöl og einkunnir: Keflavík - Fram 2-4 | Svakalegur seinni hálfleikur hjá Fram

Fram hleypti miklu lífi í vonir sínar um ađ halda sér í Pepsi-deildinni međ sigri á Keflvíkingum fyrr í dag. Meira
Íslenski boltinn 31. ágú. 2014 00:01

Umfjöllun, viđtöl og einkunnir: Breiđablik - Fylkir 2-2 | Ellefta jafntefli Breiđabliks

Breiđablik og Fylkir skildu jöfn 2-2 í hörku leik á Kópavogsvelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Meira
Íslenski boltinn 31. ágú. 2014 00:01

FH og Stjarnan unnu bćđi - Framarar upp úr fallsćti

FH og Stjarnan héldu áfram sínu skriđi í toppbaráttunni og unnu sína leiki í 18. umferđ Pepsi-deildar karla í kvöld. Sigrarnir voru hinsvegar afar ólíkir. Meira
Íslenski boltinn 31. ágú. 2014 00:01

Umfjöllun, viđtöl og einkunnir: FH - Fjölnir 4-0 | FH keyrđi yfir Fjölni í síđari hálfleik

FH keyrđi yfir Fjölni í síđari hálfleik í Kaplakrika, en lokatölur urđu 4-0 eftir ađ markalaust hafi veriđ í hálfleik. Atli Guđnason og Steven Lennon léku á alls oddi. Meira
Íslenski boltinn 31. ágú. 2014 00:01

Umfjöllun, viđtöl, myndir og einkunnir: KR - Stjarnan 2-3 | Stjarnan heldur í titilvonina

Stjarnan vann magnađan sigur, 3-2, á KR-ingum í Vesturbćnum í kvöld. Ólafur Karl Finsen gerđi tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld sem heldur áfram í Íslandsmeistaravonirnar. Meira
Íslenski boltinn 31. ágú. 2014 00:01

Umfjöllun, viđtöl, myndir og einkunnir: Valur - ÍBV 3-0 | Sannfćrandi sigur hjá Val

Valsmenn enduđu ţriggja leikja taphrinu međ sannfćrandi 3-0 sigri á Eyjamönnum í fyrsta leik 18. umferđar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Meira
Íslenski boltinn 31. ágú. 2014 15:36

Leikur KR og Stjörnunnar fer fram | Myndir

Stórleikur KR og Stjörnunnar fer fram í kvöld ţrátt fyrir erfitt veđurfar og ađ KR-völlurinn sé í slćmu ástandi. Meira
Íslenski boltinn 31. ágú. 2014 12:30

Engin áform um frestun | KR-völlurinn á floti

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir í samtali viđ Vísi ađ engin félög hafi haft samband viđ hann og beđiđ um frestun á leikjunum sem eiga ađ fara fram í dag. Heil umferđ í Pepsi-deild karla er fyr... Meira
Íslenski boltinn 31. ágú. 2014 00:01

Umfjöllun og viđtöl: Ţór - Víkingur 0-1 | Abnett hetja Víkinga á Akureyri

Michael Maynard Abnett tryggđi Víkingum 1-0 sigur á botnliđi Ţórs á Ţórsvellinum á Akureyri í Pepsi-deild karla í kvöld og negldi um leiđ nokkra nagla í kistu Ţórsliđsins. Meira
Íslenski boltinn 30. ágú. 2014 22:30

Tvö mörk á tveimur mínútum | Myndband

Stjarnan vann Selfoss 4-0 í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í dag, en Stjörnustúlkur tryggđu sér ţví bikarmeistaratitilinn í annađ skipti í sögu félagsins. Meira
Íslenski boltinn 30. ágú. 2014 00:01

Umfjöllun,viđtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014

Stjarnan varđ í dag í annađ sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Ţorsteinsdóttir reyndist andstćđingum sínum erfiđ eins og oft áđur ... Meira
Íslenski boltinn 30. ágú. 2014 16:05

ÍA steig stórt skref í átt ađ Pepsi-deildinni

Hallur Flosason tryggđi ÍA afar mikilvćgan sigur í baráttunni um laust sćti í Pepsi-deild karla á nćsta ári, en liđiđ vann BÍ/Bolungarvík í dag. Meira
Íslenski boltinn 30. ágú. 2014 11:45

Gunnar: Jákvćtt ađ leikmenn séu stressađir

Gunnar Rafn Borgţórsson, ţjálfari Selfoss, vonast til ţess ađ leikmenn sínir notfćri sér stressiđ í upphafi leiks til góđa í bikarúrslitaleik liđsins gegn Stjörnunni á Laugardalsvelli í dag. Meira
Íslenski boltinn 30. ágú. 2014 10:30

Ólafur: Ţađ er enginn saddur í Garđabćnum

Kvennaliđ Stjörnunnar keppir í fjórđa sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum í dag ţegar Stjarnan mćtir Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur Ţór Guđbjörnsson, ţjálfari Stjörnunnar telur ađ ţetta sé stćrst... Meira
Íslenski boltinn 30. ágú. 2014 10:00

Allt Suđurlandiđ styđur okkur

Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Ţrjátíu ár eru síđan kvennaliđ Selfoss sigrađi Stjörnuna en fyrirliđi liđsins telur ađ ţađ séu helmingslíkur hver ber sigur ... Meira
Íslenski boltinn 30. ágú. 2014 09:00

Mitt markmiđ hefur alltaf veriđ ađ komast í atvinnumennsku og í landsliđiđ

Haukur Heiđar Hauksson, hćgri bakvörđur KR, var valinn í fyrsta sinn í íslenska landsliđiđ í gćr fyrir leikinn gegn Tyrklandi ţann 9. september nćstkomandi. Meira
Íslenski boltinn 29. ágú. 2014 21:08

Ţessi bolti var inni er ţađ ekki? - myndband

KA og Haukar gerđu markalaust jafntefli í 1. deild karla í fótbolta í kvöld en ţađ er ekki ađ sjá annađ en ađ dómarar leiksins hafi misst af einu marki í ţessum leik á Akureyrarvelli. Meira
Íslenski boltinn 29. ágú. 2014 20:22

Ađeins stćrđfrćđin getur tekiđ Pepsi-deildarsćtiđ af Leiknismönnum

Leiknismenn eru svo gott sem búnir ađ tryggja sér sćti í Pepsi-deildinni í fótbolta á nćsta tímabili eftir markalaust jafntefli á móti Víkingi í Ólafsvík í kvöld. Leiknir hefur aldrei áđur spilađ í ef... Meira
Íslenski boltinn 29. ágú. 2014 18:45

Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á ađeins ţremur árum

Silfurskeiđin, stuđningsmannasveit Stjörnunnar, ţekkir ţađ vel ađ fylgja sínum liđum niđur í Laugardal međ ţađ markmiđ ađ vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi... Meira
Íslenski boltinn 29. ágú. 2014 17:46

Heimir: Teljum ađ ţeir geti orđiđ landsliđsmenn í framtíđinni

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliđshópinn sem mćtir Tyrklandi 9. september á Laugardalsvelli, en ţetta er fyrsti leikurinn í undankeppni EM 2016 í Frakklandi. Meira
Íslenski boltinn 29. ágú. 2014 13:06

Alfređ ekki međ gegn Tyrkjum | Ţrír nýliđar í hópnum

Alfređ Finnbogason verđur ekki međ íslenska landsliđinu í fyrsta leik liđsins í undankeppni Evrópumótsins gegn Tyrkjum í september. Ţađ verđa ţrír nýliđar í íslenska hópnum, Hörđur Björgvin Magnússon ... Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Nýju markaprinsessur landsliđsins
Fara efst