Nýju fjölmiðalögin Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2011 11:10 Alþingi Íslendinga hefur samþykkt ný fjölmiðlalög sem kveða á um starfsskilyrði fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þó að mennta- og menningarmálanefnd Alþingis hafi í ýmsu tekið tillit til umsagna hagsmunasamtaka eins og Félags fjölmiðlakvenna valda þessi glænýju fjölmiðlalög samt áhyggjum. Ekki síst er það hugmyndin um fimm manna fjölmiðlanefnd því að þar gætir ákveðinnar tvöfeldni. Nefndin á bæði að standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt til upplýsinga og veita aðhald, fylgjast með þróun á fjölmiðlamarkaði og annast eftirlit með innihaldi fjölmiðla, passa upp á að þar sé ekki farið yfir strikið og innheimta sektir fyrir brot. Ekki er gott að sjá hvernig fjölmiðlanefndin getur með góðu móti verið báðum megin við borðið. „Ekki verður betur séð en að nefndinni sé ætlað nokkurskonar alræðisvald og eftirlitshlutverk með fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum,“ segir í umsögn stjórnar FFK sem send var Alþingi í vetur. Þar kemur einnig fram ótti við að svo valdamikil fjölmiðlanefnd hafi hamlandi áhrif á opinbera umræðu og störf fjölmiðlamanna. Þessi orð eru enn í fullu gildi. Fjölmiðlanefnd verður skipuð tveimur fulltrúum Hæstaréttar, einum frá samstarfsnefnd háskólastigsins og fulltrúa blaðamanna auk þess sem ráðherra skipar formann nefndarinnar og þá dómara eða dómaraígildi. Allt þetta fólk, nema formaður, á að hafa sérþekkingu á fjölmiðlum og/eða menntun sem nýtist á þessu sviði. Einnig starfsmenn nefndarinnar. Rétt er að minna á að dómarar og lögfræðingar fá ekki „sérþekkingu á fjölmiðlamálum“ þó að þeir hafi starfað eitt eða tvö sumur á fjölmiðli á háskóla- eða menntaskólaárunum. Það þarf miklu meira til. Og fræðimenn í háskólasamfélaginu hafa – með fullri virðingu – í fæstum tilvikum starfað sem blaðamenn nema þá rétt í sumarafleysingum. Þeir hafa því oftast aðeins fræðilegan skilning á starfsemi fjölmiðla og starfsskilyrðum blaðamanna. Heppilegra hefði verið – og í takt við viljann í samfélaginu – að Blaðamannafélag Íslands, Félag fjölmiðlakvenna, Félag fréttamanna og/eða Blaðaljósmyndarafélag Íslands tilnefndu sinn fulltrúa hvert félag á móti einum fulltrúa Hæstaréttar og öðrum fulltrúa samstarfsnefndar háskólastigsins, eins og FFK lagði til í umsögn sinni. Það skiptir nefnilega máli að fagstéttir geti haft og hafi áhrif á sitt eigið starfsumhverfi. Þetta fyrirkomulag hefði styrkt blaðamannastéttina og veitt blaðamönnum – sérfræðingunum sjálfum - forræði yfir sínu eigin fagi og þróuninni í fjölmiðlageiranum. Ákvarðanir fjölmiðlanefndar verða fullnaðarúrlausnir innan stjórnsýslunnar og því ekki hægt að skjóta ákvörðunum hennar til annarra stjórnvalda þó að hægt verði að höfða mál. Óheppilegt er að blaðamenn og fjölmiðlar, ekkert síður en fólkið í landinu, geti ekki skotið máli sínu til annars stjórnsýslustigs. Það er líka óheppilegt að allir fjölmiðlar í landinu, og þar með öll opinber umræða, skuli heyra beint undir menntamálaráðherra og að formaður nefndarinnar sé skipaður af ráðherra. Reynslan sýnir að í formennskuna velst vinur ráðherrans. Þetta þýðir að það fer alfarið eftir því hvaða einstaklingur situr í embætti menntamálaráðherra hvernig fjölmiðlanefnd fer með vald sitt og hlutverk og hvaða áhrif það hefur á starfsskilyrði fjölmiðla og blaðamanna. Þannig hefur íslenskur veruleiki verið og það er greinilega ekkert að breytast. Þetta er miður og alls ekki í takt við þann lærdóm sem þjóðin og stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að hafa dregið af hruninu. Íslendingar hafa ekki góða reynslu af stjórnmálamönnum síðustu árin, ekki frekar en af eigendum og stjórnendum fjármálafyrirtækja. Ísland er lítið land þar sem hver einstaklingur getur haft mikil áhrif á þróunina. Það er því slæmt ef fjölmiðlar og blaðamenn verða háðir þeim sem er menntamálaráðherra hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi Íslendinga hefur samþykkt ný fjölmiðlalög sem kveða á um starfsskilyrði fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þó að mennta- og menningarmálanefnd Alþingis hafi í ýmsu tekið tillit til umsagna hagsmunasamtaka eins og Félags fjölmiðlakvenna valda þessi glænýju fjölmiðlalög samt áhyggjum. Ekki síst er það hugmyndin um fimm manna fjölmiðlanefnd því að þar gætir ákveðinnar tvöfeldni. Nefndin á bæði að standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt til upplýsinga og veita aðhald, fylgjast með þróun á fjölmiðlamarkaði og annast eftirlit með innihaldi fjölmiðla, passa upp á að þar sé ekki farið yfir strikið og innheimta sektir fyrir brot. Ekki er gott að sjá hvernig fjölmiðlanefndin getur með góðu móti verið báðum megin við borðið. „Ekki verður betur séð en að nefndinni sé ætlað nokkurskonar alræðisvald og eftirlitshlutverk með fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum,“ segir í umsögn stjórnar FFK sem send var Alþingi í vetur. Þar kemur einnig fram ótti við að svo valdamikil fjölmiðlanefnd hafi hamlandi áhrif á opinbera umræðu og störf fjölmiðlamanna. Þessi orð eru enn í fullu gildi. Fjölmiðlanefnd verður skipuð tveimur fulltrúum Hæstaréttar, einum frá samstarfsnefnd háskólastigsins og fulltrúa blaðamanna auk þess sem ráðherra skipar formann nefndarinnar og þá dómara eða dómaraígildi. Allt þetta fólk, nema formaður, á að hafa sérþekkingu á fjölmiðlum og/eða menntun sem nýtist á þessu sviði. Einnig starfsmenn nefndarinnar. Rétt er að minna á að dómarar og lögfræðingar fá ekki „sérþekkingu á fjölmiðlamálum“ þó að þeir hafi starfað eitt eða tvö sumur á fjölmiðli á háskóla- eða menntaskólaárunum. Það þarf miklu meira til. Og fræðimenn í háskólasamfélaginu hafa – með fullri virðingu – í fæstum tilvikum starfað sem blaðamenn nema þá rétt í sumarafleysingum. Þeir hafa því oftast aðeins fræðilegan skilning á starfsemi fjölmiðla og starfsskilyrðum blaðamanna. Heppilegra hefði verið – og í takt við viljann í samfélaginu – að Blaðamannafélag Íslands, Félag fjölmiðlakvenna, Félag fréttamanna og/eða Blaðaljósmyndarafélag Íslands tilnefndu sinn fulltrúa hvert félag á móti einum fulltrúa Hæstaréttar og öðrum fulltrúa samstarfsnefndar háskólastigsins, eins og FFK lagði til í umsögn sinni. Það skiptir nefnilega máli að fagstéttir geti haft og hafi áhrif á sitt eigið starfsumhverfi. Þetta fyrirkomulag hefði styrkt blaðamannastéttina og veitt blaðamönnum – sérfræðingunum sjálfum - forræði yfir sínu eigin fagi og þróuninni í fjölmiðlageiranum. Ákvarðanir fjölmiðlanefndar verða fullnaðarúrlausnir innan stjórnsýslunnar og því ekki hægt að skjóta ákvörðunum hennar til annarra stjórnvalda þó að hægt verði að höfða mál. Óheppilegt er að blaðamenn og fjölmiðlar, ekkert síður en fólkið í landinu, geti ekki skotið máli sínu til annars stjórnsýslustigs. Það er líka óheppilegt að allir fjölmiðlar í landinu, og þar með öll opinber umræða, skuli heyra beint undir menntamálaráðherra og að formaður nefndarinnar sé skipaður af ráðherra. Reynslan sýnir að í formennskuna velst vinur ráðherrans. Þetta þýðir að það fer alfarið eftir því hvaða einstaklingur situr í embætti menntamálaráðherra hvernig fjölmiðlanefnd fer með vald sitt og hlutverk og hvaða áhrif það hefur á starfsskilyrði fjölmiðla og blaðamanna. Þannig hefur íslenskur veruleiki verið og það er greinilega ekkert að breytast. Þetta er miður og alls ekki í takt við þann lærdóm sem þjóðin og stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að hafa dregið af hruninu. Íslendingar hafa ekki góða reynslu af stjórnmálamönnum síðustu árin, ekki frekar en af eigendum og stjórnendum fjármálafyrirtækja. Ísland er lítið land þar sem hver einstaklingur getur haft mikil áhrif á þróunina. Það er því slæmt ef fjölmiðlar og blaðamenn verða háðir þeim sem er menntamálaráðherra hverju sinni.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar