Nýjar flugfreyjur mega ekki vera eldri en 30 ára 8. apríl 2011 19:09 Icelandair ætlar að yngja upp í flugfreyjuhópnum hjá sér í sumar og mega umsækjendur ekki vera eldri en 30 ára. Félagið hefur fyrirvaralaust breytt forsendum um undirbúning að starfi flugþjóna að mati framkvæmdastjóra Keilis. Það komi sér afar illa fyrir þá 40 nemendur sem nú séu að útskrifast sem flugþjónar frá Keili. Keilir hefur verið í nánu samstarfi við Flugfélagið Icelandair frá 2008 um menntun flugþjóna og flugfreyja. Námið tekur tvær annir og kostar hver önn 200 þúsund. Námskráin er viðurkennd af Icelandair og flugmálastjórn og fer alfarið eftir alþjóðlegum stöðlum. „Kennararnir hjá Keili eru flestir starfandi hjá Icelandair. Við höfum einnig fengið allskonar búnað lánaðan hjá Icelandair og nemendur okkar fara í æfingaflug með félaginu. Icelandair fagnaði þessu mjög að loksins væri þessi undirbúningur fyrir starfið kominn inn í skólakerfið," segir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. En nú er samstarfið í uppnámi og það var þessi auglýsing sem gerði útslagið. Í lok febrúar auglýsti Icelandair eftir nýjum umsækjendum um flugþjóna og freyfreyjustarfið í sumar og setti þau skilyrði að umsækjandi mætti ekki vera eldri en þrjátíu ára og yrði að sitja átta vikna undirbúningsnámskeið hjá félaginu. „Í auglýsingunni er gert ráð fyrir því að líta framhjá þeim sem hafa farið í svona nám og setja upp að nýju undirbúningsnámskeið fyrir flugið sem var búið að leggja niður. Þannig kemur þetta flatt upp á okkur," segir Hjálmar. Um 40 manns eru núna að fara útskrifast hjá Keili sem flugþjónar og freyjur og er meirihluti nemenda undir þrítugu. Á fyrstu önninni hins vegar er þriðjungur nemenda 30 ára og eldri. Sá hópur virðist því ekki eiga möguleika á starfi hjá Icelandair samkvæmt nýrri stefnu félagsins. „Mér finnst þarna farið illa með fé og komið illa fram við þá nemendur sem í góðri trú hafa verið í þessu. En segir þetta okkur ekki fyrst og fremst að virðingin fyrir starfsmenntun þegar á reynir er alltaf jafn lítil," segir Hjálmar. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið alveg óháð Keili og starfseminni þar og því sé Icelandair frjálst að taka sínar ákvarðanir um mannaráðningar. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Icelandair ætlar að yngja upp í flugfreyjuhópnum hjá sér í sumar og mega umsækjendur ekki vera eldri en 30 ára. Félagið hefur fyrirvaralaust breytt forsendum um undirbúning að starfi flugþjóna að mati framkvæmdastjóra Keilis. Það komi sér afar illa fyrir þá 40 nemendur sem nú séu að útskrifast sem flugþjónar frá Keili. Keilir hefur verið í nánu samstarfi við Flugfélagið Icelandair frá 2008 um menntun flugþjóna og flugfreyja. Námið tekur tvær annir og kostar hver önn 200 þúsund. Námskráin er viðurkennd af Icelandair og flugmálastjórn og fer alfarið eftir alþjóðlegum stöðlum. „Kennararnir hjá Keili eru flestir starfandi hjá Icelandair. Við höfum einnig fengið allskonar búnað lánaðan hjá Icelandair og nemendur okkar fara í æfingaflug með félaginu. Icelandair fagnaði þessu mjög að loksins væri þessi undirbúningur fyrir starfið kominn inn í skólakerfið," segir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. En nú er samstarfið í uppnámi og það var þessi auglýsing sem gerði útslagið. Í lok febrúar auglýsti Icelandair eftir nýjum umsækjendum um flugþjóna og freyfreyjustarfið í sumar og setti þau skilyrði að umsækjandi mætti ekki vera eldri en þrjátíu ára og yrði að sitja átta vikna undirbúningsnámskeið hjá félaginu. „Í auglýsingunni er gert ráð fyrir því að líta framhjá þeim sem hafa farið í svona nám og setja upp að nýju undirbúningsnámskeið fyrir flugið sem var búið að leggja niður. Þannig kemur þetta flatt upp á okkur," segir Hjálmar. Um 40 manns eru núna að fara útskrifast hjá Keili sem flugþjónar og freyjur og er meirihluti nemenda undir þrítugu. Á fyrstu önninni hins vegar er þriðjungur nemenda 30 ára og eldri. Sá hópur virðist því ekki eiga möguleika á starfi hjá Icelandair samkvæmt nýrri stefnu félagsins. „Mér finnst þarna farið illa með fé og komið illa fram við þá nemendur sem í góðri trú hafa verið í þessu. En segir þetta okkur ekki fyrst og fremst að virðingin fyrir starfsmenntun þegar á reynir er alltaf jafn lítil," segir Hjálmar. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið alveg óháð Keili og starfseminni þar og því sé Icelandair frjálst að taka sínar ákvarðanir um mannaráðningar.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira