Nýjar flugfreyjur mega ekki vera eldri en 30 ára 8. apríl 2011 19:09 Icelandair ætlar að yngja upp í flugfreyjuhópnum hjá sér í sumar og mega umsækjendur ekki vera eldri en 30 ára. Félagið hefur fyrirvaralaust breytt forsendum um undirbúning að starfi flugþjóna að mati framkvæmdastjóra Keilis. Það komi sér afar illa fyrir þá 40 nemendur sem nú séu að útskrifast sem flugþjónar frá Keili. Keilir hefur verið í nánu samstarfi við Flugfélagið Icelandair frá 2008 um menntun flugþjóna og flugfreyja. Námið tekur tvær annir og kostar hver önn 200 þúsund. Námskráin er viðurkennd af Icelandair og flugmálastjórn og fer alfarið eftir alþjóðlegum stöðlum. „Kennararnir hjá Keili eru flestir starfandi hjá Icelandair. Við höfum einnig fengið allskonar búnað lánaðan hjá Icelandair og nemendur okkar fara í æfingaflug með félaginu. Icelandair fagnaði þessu mjög að loksins væri þessi undirbúningur fyrir starfið kominn inn í skólakerfið," segir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. En nú er samstarfið í uppnámi og það var þessi auglýsing sem gerði útslagið. Í lok febrúar auglýsti Icelandair eftir nýjum umsækjendum um flugþjóna og freyfreyjustarfið í sumar og setti þau skilyrði að umsækjandi mætti ekki vera eldri en þrjátíu ára og yrði að sitja átta vikna undirbúningsnámskeið hjá félaginu. „Í auglýsingunni er gert ráð fyrir því að líta framhjá þeim sem hafa farið í svona nám og setja upp að nýju undirbúningsnámskeið fyrir flugið sem var búið að leggja niður. Þannig kemur þetta flatt upp á okkur," segir Hjálmar. Um 40 manns eru núna að fara útskrifast hjá Keili sem flugþjónar og freyjur og er meirihluti nemenda undir þrítugu. Á fyrstu önninni hins vegar er þriðjungur nemenda 30 ára og eldri. Sá hópur virðist því ekki eiga möguleika á starfi hjá Icelandair samkvæmt nýrri stefnu félagsins. „Mér finnst þarna farið illa með fé og komið illa fram við þá nemendur sem í góðri trú hafa verið í þessu. En segir þetta okkur ekki fyrst og fremst að virðingin fyrir starfsmenntun þegar á reynir er alltaf jafn lítil," segir Hjálmar. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið alveg óháð Keili og starfseminni þar og því sé Icelandair frjálst að taka sínar ákvarðanir um mannaráðningar. Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Icelandair ætlar að yngja upp í flugfreyjuhópnum hjá sér í sumar og mega umsækjendur ekki vera eldri en 30 ára. Félagið hefur fyrirvaralaust breytt forsendum um undirbúning að starfi flugþjóna að mati framkvæmdastjóra Keilis. Það komi sér afar illa fyrir þá 40 nemendur sem nú séu að útskrifast sem flugþjónar frá Keili. Keilir hefur verið í nánu samstarfi við Flugfélagið Icelandair frá 2008 um menntun flugþjóna og flugfreyja. Námið tekur tvær annir og kostar hver önn 200 þúsund. Námskráin er viðurkennd af Icelandair og flugmálastjórn og fer alfarið eftir alþjóðlegum stöðlum. „Kennararnir hjá Keili eru flestir starfandi hjá Icelandair. Við höfum einnig fengið allskonar búnað lánaðan hjá Icelandair og nemendur okkar fara í æfingaflug með félaginu. Icelandair fagnaði þessu mjög að loksins væri þessi undirbúningur fyrir starfið kominn inn í skólakerfið," segir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. En nú er samstarfið í uppnámi og það var þessi auglýsing sem gerði útslagið. Í lok febrúar auglýsti Icelandair eftir nýjum umsækjendum um flugþjóna og freyfreyjustarfið í sumar og setti þau skilyrði að umsækjandi mætti ekki vera eldri en þrjátíu ára og yrði að sitja átta vikna undirbúningsnámskeið hjá félaginu. „Í auglýsingunni er gert ráð fyrir því að líta framhjá þeim sem hafa farið í svona nám og setja upp að nýju undirbúningsnámskeið fyrir flugið sem var búið að leggja niður. Þannig kemur þetta flatt upp á okkur," segir Hjálmar. Um 40 manns eru núna að fara útskrifast hjá Keili sem flugþjónar og freyjur og er meirihluti nemenda undir þrítugu. Á fyrstu önninni hins vegar er þriðjungur nemenda 30 ára og eldri. Sá hópur virðist því ekki eiga möguleika á starfi hjá Icelandair samkvæmt nýrri stefnu félagsins. „Mér finnst þarna farið illa með fé og komið illa fram við þá nemendur sem í góðri trú hafa verið í þessu. En segir þetta okkur ekki fyrst og fremst að virðingin fyrir starfsmenntun þegar á reynir er alltaf jafn lítil," segir Hjálmar. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið alveg óháð Keili og starfseminni þar og því sé Icelandair frjálst að taka sínar ákvarðanir um mannaráðningar.
Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira