Nýjar flugfreyjur mega ekki vera eldri en 30 ára 8. apríl 2011 19:09 Icelandair ætlar að yngja upp í flugfreyjuhópnum hjá sér í sumar og mega umsækjendur ekki vera eldri en 30 ára. Félagið hefur fyrirvaralaust breytt forsendum um undirbúning að starfi flugþjóna að mati framkvæmdastjóra Keilis. Það komi sér afar illa fyrir þá 40 nemendur sem nú séu að útskrifast sem flugþjónar frá Keili. Keilir hefur verið í nánu samstarfi við Flugfélagið Icelandair frá 2008 um menntun flugþjóna og flugfreyja. Námið tekur tvær annir og kostar hver önn 200 þúsund. Námskráin er viðurkennd af Icelandair og flugmálastjórn og fer alfarið eftir alþjóðlegum stöðlum. „Kennararnir hjá Keili eru flestir starfandi hjá Icelandair. Við höfum einnig fengið allskonar búnað lánaðan hjá Icelandair og nemendur okkar fara í æfingaflug með félaginu. Icelandair fagnaði þessu mjög að loksins væri þessi undirbúningur fyrir starfið kominn inn í skólakerfið," segir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. En nú er samstarfið í uppnámi og það var þessi auglýsing sem gerði útslagið. Í lok febrúar auglýsti Icelandair eftir nýjum umsækjendum um flugþjóna og freyfreyjustarfið í sumar og setti þau skilyrði að umsækjandi mætti ekki vera eldri en þrjátíu ára og yrði að sitja átta vikna undirbúningsnámskeið hjá félaginu. „Í auglýsingunni er gert ráð fyrir því að líta framhjá þeim sem hafa farið í svona nám og setja upp að nýju undirbúningsnámskeið fyrir flugið sem var búið að leggja niður. Þannig kemur þetta flatt upp á okkur," segir Hjálmar. Um 40 manns eru núna að fara útskrifast hjá Keili sem flugþjónar og freyjur og er meirihluti nemenda undir þrítugu. Á fyrstu önninni hins vegar er þriðjungur nemenda 30 ára og eldri. Sá hópur virðist því ekki eiga möguleika á starfi hjá Icelandair samkvæmt nýrri stefnu félagsins. „Mér finnst þarna farið illa með fé og komið illa fram við þá nemendur sem í góðri trú hafa verið í þessu. En segir þetta okkur ekki fyrst og fremst að virðingin fyrir starfsmenntun þegar á reynir er alltaf jafn lítil," segir Hjálmar. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið alveg óháð Keili og starfseminni þar og því sé Icelandair frjálst að taka sínar ákvarðanir um mannaráðningar. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Icelandair ætlar að yngja upp í flugfreyjuhópnum hjá sér í sumar og mega umsækjendur ekki vera eldri en 30 ára. Félagið hefur fyrirvaralaust breytt forsendum um undirbúning að starfi flugþjóna að mati framkvæmdastjóra Keilis. Það komi sér afar illa fyrir þá 40 nemendur sem nú séu að útskrifast sem flugþjónar frá Keili. Keilir hefur verið í nánu samstarfi við Flugfélagið Icelandair frá 2008 um menntun flugþjóna og flugfreyja. Námið tekur tvær annir og kostar hver önn 200 þúsund. Námskráin er viðurkennd af Icelandair og flugmálastjórn og fer alfarið eftir alþjóðlegum stöðlum. „Kennararnir hjá Keili eru flestir starfandi hjá Icelandair. Við höfum einnig fengið allskonar búnað lánaðan hjá Icelandair og nemendur okkar fara í æfingaflug með félaginu. Icelandair fagnaði þessu mjög að loksins væri þessi undirbúningur fyrir starfið kominn inn í skólakerfið," segir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. En nú er samstarfið í uppnámi og það var þessi auglýsing sem gerði útslagið. Í lok febrúar auglýsti Icelandair eftir nýjum umsækjendum um flugþjóna og freyfreyjustarfið í sumar og setti þau skilyrði að umsækjandi mætti ekki vera eldri en þrjátíu ára og yrði að sitja átta vikna undirbúningsnámskeið hjá félaginu. „Í auglýsingunni er gert ráð fyrir því að líta framhjá þeim sem hafa farið í svona nám og setja upp að nýju undirbúningsnámskeið fyrir flugið sem var búið að leggja niður. Þannig kemur þetta flatt upp á okkur," segir Hjálmar. Um 40 manns eru núna að fara útskrifast hjá Keili sem flugþjónar og freyjur og er meirihluti nemenda undir þrítugu. Á fyrstu önninni hins vegar er þriðjungur nemenda 30 ára og eldri. Sá hópur virðist því ekki eiga möguleika á starfi hjá Icelandair samkvæmt nýrri stefnu félagsins. „Mér finnst þarna farið illa með fé og komið illa fram við þá nemendur sem í góðri trú hafa verið í þessu. En segir þetta okkur ekki fyrst og fremst að virðingin fyrir starfsmenntun þegar á reynir er alltaf jafn lítil," segir Hjálmar. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið alveg óháð Keili og starfseminni þar og því sé Icelandair frjálst að taka sínar ákvarðanir um mannaráðningar.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira