Viðskipti innlent

Nýir framkvæmdastjórar hjá Skeljungi

Atli Ísleifsson skrifar
Ingunn Sveinsdóttir.
Ingunn Sveinsdóttir.
Skeljungur hefur ráðið til sín tvo nýja framkvæmdastjóra yfir sölusviði Skeljungs og markaðssviði sem er nýtt svið. Breytingarnar eru gerðar samhliða breytingum á skipuriti félagsins, þar sem fjögur svið heyra nú undir forstjóra félagsins

„Sigurður Orri Jónsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra sölusviðs. Sigurður er með meistaragráðu í viðskiptahagfræði frá Háskólanum í Álaborg og BS í viðskiptafræði frá sama skóla.

Sigurður Orri Jónsson.
Undanfarin ár hefur Sigurður starfað hjá Eimskip, en frá 2006 hefur hann gengt stöðu framkvæmdastjóra Eimskips í Danmörku.

Við stöðu framkvæmdastjóra markaðssviðs tekur Ingunn Sveinsdóttir,  en hún hefur starfað hjá N1 frá árinu 2006 sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs og sölu- og markaðssviðs. Áður starfaði Ingunn sem útibússtjóri hjá Íslandsbanka.  Ingunn er viðskiptafræðingur að mennt og útskrifaðist frá Háskóla Íslands.

Breytingar eru hluti af uppbyggingu Skeljungs og liður í að efla enn frekari vöxt félagsins,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs, segir að ráðist sé í þessar breytingar nú til að ná betur til viðskiptavina félagsins og styrkja enn frekar það kraftmikla starf sem unnið er í Skeljungi og stuðla að enn frekari vexti. Er þeim Sigurði Orra og Ingunni boðið velkomin í hópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×