Enski boltinn

Nýir eigendur Blackburn redda bara fimm milljónum í nýja leikmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sam Allardyce, stjóri Blackburn.
Sam Allardyce, stjóri Blackburn. Mynd/Nordic Photos/Getty

Indverska eignarhaldsfélagið Venky er að ganga frá kaupum á Blackburn Rovers fyrir 46 milljónir punda eða um 8,2 millharða íslenskra króna. Sam Allardyce, stjóri Blackburn, fær samt bara fimm milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í janúarglugganum.

Forráðamenn indverska félagins hafa gefið það strax út að Blackburn er ekkert að fara á neitt eyðslufyllerí í átt við Manchester City og Chelsea.

Blackburn er í fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og sárvantar liðstyrk fyrir baráttuna eftir áramót en Allardyce þarf að treysta á það að redda hagstæðum lánssamningum.

Anuradha J. Desai, stjórnarmaður Venky, sagði í viðtali við indverskt blað að stefnan væri ekki sett á því að kaupa fokdýra leikmenn því þeir geti alltaf fengið góða leikmenn að láni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×