Viðskipti innlent

Nýherji fær alþjóðlega öryggisvottun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Starfsfólk Nýherja
Starfsfólk Nýherja vísir/aðsend
British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Nýherja samkvæmt alþjóðlegum staðli.

„Það er öllum fyrirtækjum sem úthýsa rekstri og þjónustu til upplýsingatæknifyrirtækja afar mikilvægt að fá staðfestingu á að þjónustuaðili sé með og reki vottað stjórnkerfi upplýsingaöryggis. Vottunin er því afar ánægjuleg frétt fyrir Nýherja og staðfesting á því að við erum á réttri leið þegar kemur að því mikilvæga verkefni að reka og viðhalda ISO 27001 vottað stjórnkerfi upplýsingaöryggis," segir Jóhannes Eyfjörð öryggisstjóri Nýherja.

Í umsögn BSI segir að starfsfólk Nýherja leggja mikla áherslu á að viðhalda og skapa sterka öryggismenningu hjá félaginu. Þá búi Nýherji yfir framúrskarandi fyrirtækjamenningu og aðferðafræði varðandi lykilhluta stjórnkerfis, svo sem hvað varðar stöðugar umbætur, innri úttektir, áætlun um samfelldan rekstur og þjónustu, neyðaráætlanir, stefnu í upplýsingaöryggi, ferli og stýringar.

Nýherji hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004. Nýherji er samstæða fyrirtækja í upplýsingatækni. Hjá móðurfélaginu starfa 250 manns en hjá samstæðunni um 470. Dótturfélög Nýherja eru TM Software, Tempo og Applicon á Íslandi og í Svíþjóð. Nýherji er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland hf.).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×