Ný lög ætti frekar að kalla lög um bann við skeldýrarækt 1. maí 2012 15:00 Vilmundur Jósefsson Nýleg lög um skeldýrarækt ætti frekar að kalla lög um bann við skeldýrarækt. Þetta segir formaður Samtaka atvinnulífsins sem gagnrýnir þann frumskóg eftirlitsaðila og stofnana sem komast þarf í gegn um til að hefja ræktun kræklinga. Enginn nýliðun hefur orðið í hópi þeirra sem rækta krækling á Íslandi eftir að Alþingi setti í fyrrasumar lög um kræklingarækt. Greint var frá því í Fréttum Stöðvar 2 í gær að eftirlits- og leyfisveitingakerfið sem stjórvöld hafa sett upp í kring um kræklingarækt sé að kæfa greinina í fæðingu. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir kerfið hamla atvinnusköpun. „Það liggur alveg fyrir að þegar við þurfum á því að halda að koma atvinnuvegum af stað, þá skýtur það skökku við að þegar verið er að setja lög um nýja grein, eins og í þessu tilfelli skeldýrarækt, sem nýlega er búið að setja lög um, ég hef kallað þetta frekar lög um bann við skeldýrarækt vegna þess að það er svo mikið mál að koma þessu af stað," segir Vilmundur. Hann bendir á að veitt séu tilraunaleyfi til skeldýraræktar, til að hámarki sex ára. „Fyrir þessari starfsemi sem felst jú bara í því að leggja kaðla í sjó og bíða eftir að kræklingur festi sig þar á og vaxi síðan upp í tiltekna stærð. En til að komast af stað og fá þetta tilraunaleyfi þá þarf að leita leyfis hjá samtals tíu aðilum. Þetta er algjörlega út í hött, ef ég á að orða þetta bara beint." Hvernig ætti þetta að vera að þínu mati? „Í rauninni ætti þetta að vera þannig að það þurfi ekki að leita nema til eins aðila, ekki síst þar sem um svona einfalda aðgerð er að ræða," segir Vilmundur. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Nýleg lög um skeldýrarækt ætti frekar að kalla lög um bann við skeldýrarækt. Þetta segir formaður Samtaka atvinnulífsins sem gagnrýnir þann frumskóg eftirlitsaðila og stofnana sem komast þarf í gegn um til að hefja ræktun kræklinga. Enginn nýliðun hefur orðið í hópi þeirra sem rækta krækling á Íslandi eftir að Alþingi setti í fyrrasumar lög um kræklingarækt. Greint var frá því í Fréttum Stöðvar 2 í gær að eftirlits- og leyfisveitingakerfið sem stjórvöld hafa sett upp í kring um kræklingarækt sé að kæfa greinina í fæðingu. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir kerfið hamla atvinnusköpun. „Það liggur alveg fyrir að þegar við þurfum á því að halda að koma atvinnuvegum af stað, þá skýtur það skökku við að þegar verið er að setja lög um nýja grein, eins og í þessu tilfelli skeldýrarækt, sem nýlega er búið að setja lög um, ég hef kallað þetta frekar lög um bann við skeldýrarækt vegna þess að það er svo mikið mál að koma þessu af stað," segir Vilmundur. Hann bendir á að veitt séu tilraunaleyfi til skeldýraræktar, til að hámarki sex ára. „Fyrir þessari starfsemi sem felst jú bara í því að leggja kaðla í sjó og bíða eftir að kræklingur festi sig þar á og vaxi síðan upp í tiltekna stærð. En til að komast af stað og fá þetta tilraunaleyfi þá þarf að leita leyfis hjá samtals tíu aðilum. Þetta er algjörlega út í hött, ef ég á að orða þetta bara beint." Hvernig ætti þetta að vera að þínu mati? „Í rauninni ætti þetta að vera þannig að það þurfi ekki að leita nema til eins aðila, ekki síst þar sem um svona einfalda aðgerð er að ræða," segir Vilmundur.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira