Ný hola boruð á næstu dögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2015 10:47 Hellisheiðarvirkjun er sú stærsta af sinni tegund í veröldinni. vísir/vilhelm Áður en langt um líður mun Orka náttúrunnar hefja framkvæmdir við nýja borholu á Hellisheiði en hún verður fyrsta nýja vinnsluholan við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2009. Með þessu er stefnt er að því að fá meiri gufu og minna vatn úr jarðhitakerfinu. Vatnsmiklar holur fá hvíld gangi borunin eins og best verður á kosið. „Þau ráð sem brugðið var á, að taka til nýtingar vatnsmiklar holur, reyndust vel til skamms tíma. Nú þegar það árar betur hjá okkur erum við betur í stakk búin að hefja boranir að nýju, en viðhaldsboranir eru hluti þess að reka jarðvarmavirkjun,“ segir Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda hjá Orku náttúru. „Til framtíðar sjáum við fyrir okkur að hafa alltaf meiri gufu tiltæka fyrir virkjunina en notuð er á hverjum tíma og að því erum við að vinna.“ Frá árinu 2013 hefur verið unnið að því að viðhalda afkastagetu Hellisheiðarvirkjunar án þess að bora nýjar holur líkt og þörf er á í rekstri jarðvarmavirkjana. Það hefur verið gert með því að nýta tiltölulega kaldar og vatnsmiklar holur sem gefa hlutfallslega litla gufu. Samtímis hefur verið unnið að lagningu gufulagnar frá borholum við Hverahlíð og áætlað er að ljúka þeirri framkvæmd um næstu áramót. Nýting á vatnsmiklum gufuholum er ekki heppileg til lengri tíma. Vatnsmagnið eykur þörf á niðurrennsli við virkjunina og getur dregið úr sjálfbærni nýtingar þar sem óþarflega mikill vökvi er tekinn upp úr jarðhitakerfinu. Raforkuframleiðslan í virkjuninni hefur minnkað meira en áætlað var og því er nauðsynlegt að bora nýja holu samhliða lagningu Hverahlíðarlagnar. Engin ný hola hefur verið boruð á Hellisheiði frá 2009 og nú stendur yfir borun við Nesjavelli, í fyrsta sinn síðan 2008. Misjafnt er eftir svæðum hversu ört þarf að bora nýjar holur en gert er ráð fyrir viðhaldsborunum í rekstrarforsendum beggja virkjananna. Hver vinnsluhola á háhitasvæðum kostar 600-800 milljónir króna. Gert er ráð fyrir þessum kostnaði í áætlunum. Tengdar fréttir Fimm jarðskjálftar við Hellisheiðarvirkjun í morgun Skjálftarnir mældust á bilinu 0,8-2,4 á Richter og áttu allir upptök sín um 2 km norður af Hellisheiðarvirkjun. 29. júlí 2014 14:38 Vísindamenn telja auknar líkur á jarðskjálftum Breytingar á niðurdælingu hjá Hellisheiðarvirkjun munu valda jarðskjálfum sem fólk mun finna fyrir í byggð. 19. maí 2015 11:09 ON áætlar 13 milljarða króna fjárfestingar til ársins 2019 Orka náttúrunnar hefur dregið upp fjárfestingaráætlun til ársins 2019. Hverahlíðarlögn er umfangsmest verkefna og verður lokið árið 2016. 7. mars 2015 12:00 OR vill undanþágu frá undanþágu vegna brennisteinsvetnis Á meðan eldgosið í Holuhrauni stendur vill Orkuveita Reykjavíkur fá undanþágu frá skilmála í undanþágu sem fyrirtækið fékk vegna magns brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun. 24. desember 2014 07:30 Niðurdæling brennisteinsvetnis gengur framar vonum Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. 6. október 2014 18:42 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Áður en langt um líður mun Orka náttúrunnar hefja framkvæmdir við nýja borholu á Hellisheiði en hún verður fyrsta nýja vinnsluholan við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2009. Með þessu er stefnt er að því að fá meiri gufu og minna vatn úr jarðhitakerfinu. Vatnsmiklar holur fá hvíld gangi borunin eins og best verður á kosið. „Þau ráð sem brugðið var á, að taka til nýtingar vatnsmiklar holur, reyndust vel til skamms tíma. Nú þegar það árar betur hjá okkur erum við betur í stakk búin að hefja boranir að nýju, en viðhaldsboranir eru hluti þess að reka jarðvarmavirkjun,“ segir Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda hjá Orku náttúru. „Til framtíðar sjáum við fyrir okkur að hafa alltaf meiri gufu tiltæka fyrir virkjunina en notuð er á hverjum tíma og að því erum við að vinna.“ Frá árinu 2013 hefur verið unnið að því að viðhalda afkastagetu Hellisheiðarvirkjunar án þess að bora nýjar holur líkt og þörf er á í rekstri jarðvarmavirkjana. Það hefur verið gert með því að nýta tiltölulega kaldar og vatnsmiklar holur sem gefa hlutfallslega litla gufu. Samtímis hefur verið unnið að lagningu gufulagnar frá borholum við Hverahlíð og áætlað er að ljúka þeirri framkvæmd um næstu áramót. Nýting á vatnsmiklum gufuholum er ekki heppileg til lengri tíma. Vatnsmagnið eykur þörf á niðurrennsli við virkjunina og getur dregið úr sjálfbærni nýtingar þar sem óþarflega mikill vökvi er tekinn upp úr jarðhitakerfinu. Raforkuframleiðslan í virkjuninni hefur minnkað meira en áætlað var og því er nauðsynlegt að bora nýja holu samhliða lagningu Hverahlíðarlagnar. Engin ný hola hefur verið boruð á Hellisheiði frá 2009 og nú stendur yfir borun við Nesjavelli, í fyrsta sinn síðan 2008. Misjafnt er eftir svæðum hversu ört þarf að bora nýjar holur en gert er ráð fyrir viðhaldsborunum í rekstrarforsendum beggja virkjananna. Hver vinnsluhola á háhitasvæðum kostar 600-800 milljónir króna. Gert er ráð fyrir þessum kostnaði í áætlunum.
Tengdar fréttir Fimm jarðskjálftar við Hellisheiðarvirkjun í morgun Skjálftarnir mældust á bilinu 0,8-2,4 á Richter og áttu allir upptök sín um 2 km norður af Hellisheiðarvirkjun. 29. júlí 2014 14:38 Vísindamenn telja auknar líkur á jarðskjálftum Breytingar á niðurdælingu hjá Hellisheiðarvirkjun munu valda jarðskjálfum sem fólk mun finna fyrir í byggð. 19. maí 2015 11:09 ON áætlar 13 milljarða króna fjárfestingar til ársins 2019 Orka náttúrunnar hefur dregið upp fjárfestingaráætlun til ársins 2019. Hverahlíðarlögn er umfangsmest verkefna og verður lokið árið 2016. 7. mars 2015 12:00 OR vill undanþágu frá undanþágu vegna brennisteinsvetnis Á meðan eldgosið í Holuhrauni stendur vill Orkuveita Reykjavíkur fá undanþágu frá skilmála í undanþágu sem fyrirtækið fékk vegna magns brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun. 24. desember 2014 07:30 Niðurdæling brennisteinsvetnis gengur framar vonum Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. 6. október 2014 18:42 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Fimm jarðskjálftar við Hellisheiðarvirkjun í morgun Skjálftarnir mældust á bilinu 0,8-2,4 á Richter og áttu allir upptök sín um 2 km norður af Hellisheiðarvirkjun. 29. júlí 2014 14:38
Vísindamenn telja auknar líkur á jarðskjálftum Breytingar á niðurdælingu hjá Hellisheiðarvirkjun munu valda jarðskjálfum sem fólk mun finna fyrir í byggð. 19. maí 2015 11:09
ON áætlar 13 milljarða króna fjárfestingar til ársins 2019 Orka náttúrunnar hefur dregið upp fjárfestingaráætlun til ársins 2019. Hverahlíðarlögn er umfangsmest verkefna og verður lokið árið 2016. 7. mars 2015 12:00
OR vill undanþágu frá undanþágu vegna brennisteinsvetnis Á meðan eldgosið í Holuhrauni stendur vill Orkuveita Reykjavíkur fá undanþágu frá skilmála í undanþágu sem fyrirtækið fékk vegna magns brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun. 24. desember 2014 07:30
Niðurdæling brennisteinsvetnis gengur framar vonum Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. 6. október 2014 18:42