Innlent

Ný fornaldarkirkja rís í Skálholti

Skálholtsdómkirkja.
Skálholtsdómkirkja.
Ný fornaldarkirkja rís nú í Skálholti, við hlið Skálholtsdómkirkju, á grunni 800 ára gamalla fornleifa. Verið er að endurhlaða Þorláksbúð, sem ætlað er að vera varakirkja og helsta prýði staðarins. Hún verður um 36 fermetrar að stærð og áætlað að ljúka verkinu á næsta ári. Menn halda tryggð við söguna og fornan byggingarstíl.

Þar sem áður voru fornar tóftir norðaustan við Skálholtskirkju er nú vinnuflokkur undir stjórn Víglundar Kristjánssonar hleðslumeistara að reisa kirkju í fornum stíl. Þingmaðurinn Árni Johnsen, sem áður kom að Stafkirkjunni í Eyjum og Þjóðhildarkirkju á Grænlandi, sér nú um að gamall draumur kirkjunnar manna, um að endurreisa Þorláksbúð, er að rætast.

Þorláksbúð er kennd við Þorlák biskup helga og talin eiga sér langa sögu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×