Ný aðferð í lestrarkennslu gæti bætt lesskilning barna BBI skrifar 15. ágúst 2012 14:53 Mynd/Getty Ný aðferð í lestrarkennslu grunnskólabarna hefur smátt og smátt verið að ryðja sér til rúms á landinu. Aðferðin nefnist Byrjendalæsi og felur í sér annars konar nálgun en áður tíðkaðist í lestrarkennslu. Sífellt fleiri skólar leggja aðferðina til grundvallar og nú í ár bætast fjórir skólar í hópinn á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 174 grunnskólum sem eru á landinu hafa yfir 70 þeirra tekið upp tæknina á síðustu árum. Rósa Eggertsdóttir, íslenskufræðingur, segir að nú sé yfirlýst stefna t.d. Reykjavíkurborgar að allir skólar á höfuðborgarsvæðinu muni taka þátt í verkefninu. Tæknin var þróuð á vegum Háskólans á Akureyri undir forystu Rósu. Aðferðin hefur vakið töluverða athygli og Rósa var meðal annars tilnefnd til nýsköpunarverðlauna Háskóla Íslands síðasta vetur fyrir verkefnið.Rósa Eggertsdóttir.MyndAðferðin felur í sér nýja nálgun í lestrarkennslu ungra barna. Rósa telur að aðferðin verði til bóta hvað lesskilning ungra barna varðar, en að undanförnu hafa borist fréttir um að lesskilningur íslenskra ungmenna sé afar bágborinn. „Markmiðið er að börn geti tjáð sig betur og náð dýpri tengslum við það sem þau lesa," segir Rósa. Rósa segir að í aðferðinni felist róttæk breyting á lestrarkennslu eins og hún tíðkast á Íslandi. „Hljóðkerfið sem við styðjumst við núna er margra áratuga gamalt. Síðan þá hafa farið fram svo miklar rannsóknir á læsi að tímarnir eru tæplega sambærilegir," segir hún. Til að skýra hvað felst í aðferðinni í stórum dráttum tekur Rósa dæmi: Við notumst við eina bók í senn, tökum sem dæmi Palli var einn í heiminum. Til að byrja með lesum við bókina fyrir börnin og ræðum svo um hana. Þannig tryggjum við að allir í bekknum skilji um hvað sagan fjallar áður en þeir fara að rembast við að lesa hana. Svo veljum við ákveðin orð í bókinni sem við fjöllum nánar um, tökum út tiltekna stafi og kennum þá. Þannig lenda börnin aldrei í að skilja ekki hvað þau eru að lesa og læra um leið tæknina á bak við lestur. Rósa hefur unnið með aðferðina Byrjendalæsi frá árinu 2004. Sífellt fleiri skólar taka þátt í verkefninu sem Háskólinn á Akureyri heldur utan um og bera aðferðinni vel söguna. Hún vekur stöðugt meiri athygli og nú er að fara í gang þriggja ára rannsókn á fyrirbærinu á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Þar verður meðal annars rannsakað hvort aðferðin gefur góða raun. Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Sjá meira
Ný aðferð í lestrarkennslu grunnskólabarna hefur smátt og smátt verið að ryðja sér til rúms á landinu. Aðferðin nefnist Byrjendalæsi og felur í sér annars konar nálgun en áður tíðkaðist í lestrarkennslu. Sífellt fleiri skólar leggja aðferðina til grundvallar og nú í ár bætast fjórir skólar í hópinn á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim 174 grunnskólum sem eru á landinu hafa yfir 70 þeirra tekið upp tæknina á síðustu árum. Rósa Eggertsdóttir, íslenskufræðingur, segir að nú sé yfirlýst stefna t.d. Reykjavíkurborgar að allir skólar á höfuðborgarsvæðinu muni taka þátt í verkefninu. Tæknin var þróuð á vegum Háskólans á Akureyri undir forystu Rósu. Aðferðin hefur vakið töluverða athygli og Rósa var meðal annars tilnefnd til nýsköpunarverðlauna Háskóla Íslands síðasta vetur fyrir verkefnið.Rósa Eggertsdóttir.MyndAðferðin felur í sér nýja nálgun í lestrarkennslu ungra barna. Rósa telur að aðferðin verði til bóta hvað lesskilning ungra barna varðar, en að undanförnu hafa borist fréttir um að lesskilningur íslenskra ungmenna sé afar bágborinn. „Markmiðið er að börn geti tjáð sig betur og náð dýpri tengslum við það sem þau lesa," segir Rósa. Rósa segir að í aðferðinni felist róttæk breyting á lestrarkennslu eins og hún tíðkast á Íslandi. „Hljóðkerfið sem við styðjumst við núna er margra áratuga gamalt. Síðan þá hafa farið fram svo miklar rannsóknir á læsi að tímarnir eru tæplega sambærilegir," segir hún. Til að skýra hvað felst í aðferðinni í stórum dráttum tekur Rósa dæmi: Við notumst við eina bók í senn, tökum sem dæmi Palli var einn í heiminum. Til að byrja með lesum við bókina fyrir börnin og ræðum svo um hana. Þannig tryggjum við að allir í bekknum skilji um hvað sagan fjallar áður en þeir fara að rembast við að lesa hana. Svo veljum við ákveðin orð í bókinni sem við fjöllum nánar um, tökum út tiltekna stafi og kennum þá. Þannig lenda börnin aldrei í að skilja ekki hvað þau eru að lesa og læra um leið tæknina á bak við lestur. Rósa hefur unnið með aðferðina Byrjendalæsi frá árinu 2004. Sífellt fleiri skólar taka þátt í verkefninu sem Háskólinn á Akureyri heldur utan um og bera aðferðinni vel söguna. Hún vekur stöðugt meiri athygli og nú er að fara í gang þriggja ára rannsókn á fyrirbærinu á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Þar verður meðal annars rannsakað hvort aðferðin gefur góða raun.
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Sjá meira