Viðskipti innlent

Nubo snýr sér að Svíþjóð og Finnlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn sem fær ekki að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum, ætlar að snúa sér til annarra Norðurlanda, eins og Svíþjóðar og Finnlands. Þetta segir hann í samtali við kínverska fréttamiðilinn China Daily. Þá ætlar hann að halda áfram með fjárfestingar í Bandaríkjunum. Í samtali við China Daily segir hann að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hafna fjárfestingunni sé óábyrg.

„Þessi neitun endursepeglar þær óréttlátu aðstæður sem fjárfestingafyrirtæki frá Kína eru í, sagði Huang í einkaviðtali við China Daily í Peking. Hann sagði að bæði Ísland og kínverskir fjárfestar töpuðu á ákvörðun íslenskra stjórnvalda.

Nubo segist ekki hafa tapað neinu þótt fjárfestingunni hafi verið hafnað. Hann telur þó að ákvörðun íslenskra stjórnvalda sé lýsandi fyrir þá fordóma sem Vesturlönd sýni Kínverjum. „Þarna er tvöfalt siðgæði. Ríki á Vesturlöndum hvetja til þess að Kínverjar opni markaði sína en loka þeim svo sjálfir fyrir kínverskri fjárfestingu," segir hann.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×